Vinnubrögð KPMG verulega ámælisverð að mati Persónuverndar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. febrúar 2019 07:45 Ráðhús Garðabæjar. Fréttablaðið/Ernir Lög voru brotin þegar viðkvæmar persónuupplýsingar voru birtar á vef Garðabæjar á síðasta ári. Ráðgjafafyrirtækið KPMG er húðskammað af Persónuvernd sem hóf rannsókn eftir fréttaflutning af málinu.Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 á síðasta ári að þrjú sveitarfélög birtu viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna, til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar, á vefjum sem hýstu opið bókhald sveitarfélaganna Kerfið sem sveitarfélögin notuðust við var keypt af KPMG. Í svari sviðstjóra fyrirtækisins til Persónuverndar sagði að málið mæti rekja til uppfærslu hjá Microsoft, en hugbúnaður frá bandaríska tæknifyrirtækinu var notaður til þess að birta opið bókhald sveitarfélaganna. Í svari Garðabæjar til Persónuverndar segir að við hönnun og framsetningu hins opna bókhalds hafi meðal annars verið lagt til grundvallar að útgjöld undir 500 þúsund krónum skyldu undanskilin. KPMG hafi séð um að útfæra þá forsendu að beiðni Garðabæjar. Það hafi átt að tryggja að ekki væri hægt að kalla fram upplýsingar sem geti talist persónupplýsingar eða viðkvæmar upplýsingar. Þá hafi engar skýringar borist frá KMPG af hverju þetta hafi ekki virkað sem skyldi, né hafi starfsmenn Garðabæjar geta staðfest niðurstöður KPMG að rekja mætti öryggisbrestinn til þeirrar uppfærslu sem fyrirtækið nefndi. KPMG.vísir/gettyHægt að nálgast upplýsingar um 14 einstaklinga Persónuvernd óskaði einnig eftir upplýsingum frá Microsoft á Íslandi um hvenær umrædd uppfærsla hafi verið framkvæmd. Í svari Microsoft sagði að valmöguleikinn sem gerði það að verkum að upplýsingarnar fóru á netið hafi verið fyrst kynntur í apríl 2016, umræddar upplýsingar voru birtar um ári síðar. Í niðurstöðu Persónuverndar segir að það hafi verið „verulega ámælisvert“ af hálfu KMPG að viðhafa þau vinnubrögð að ekki væri gengið úr skugga um að ekki væri mögulegt að nálgast upplýsingar um einstaklinga úr því kerfi sem notast var við. Komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að lög um Persónuverd hafi verið brotin í málinu en þar sem eldri lög hafi gilt þegar brotið var framið, því gæti Persónuvernd ekki lagt á stjórnvaldssekt vegna málsins. Er lagt fyrir Garðabæ að gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir að slíkt geti endurtekið sig. Í svarinu segir einnig að Garðabær hafi brugðist strax við málinu, tekið umræddar upplýsingar af netinu og borin hafi verið fram afsökunarbeiðni og unnið að því að hafa samband við þá einstaklinga sem áttu hlut að máli. Samkvæmt greiningu Garðabæjar var hægt að nálgast upplýsingar um fjórtán skjólstæðinga í 50 tilvikum. Ekkert bendi þó til að umræddar upplýsingar hafi verið vistaðar, þeim dreift eða þær nýttar með öðrum hætti. Garðabær Persónuvernd Tengdar fréttir Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélaga Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. 28. apríl 2018 19:23 Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sjá meira
Lög voru brotin þegar viðkvæmar persónuupplýsingar voru birtar á vef Garðabæjar á síðasta ári. Ráðgjafafyrirtækið KPMG er húðskammað af Persónuvernd sem hóf rannsókn eftir fréttaflutning af málinu.Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 á síðasta ári að þrjú sveitarfélög birtu viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna, til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar, á vefjum sem hýstu opið bókhald sveitarfélaganna Kerfið sem sveitarfélögin notuðust við var keypt af KPMG. Í svari sviðstjóra fyrirtækisins til Persónuverndar sagði að málið mæti rekja til uppfærslu hjá Microsoft, en hugbúnaður frá bandaríska tæknifyrirtækinu var notaður til þess að birta opið bókhald sveitarfélaganna. Í svari Garðabæjar til Persónuverndar segir að við hönnun og framsetningu hins opna bókhalds hafi meðal annars verið lagt til grundvallar að útgjöld undir 500 þúsund krónum skyldu undanskilin. KPMG hafi séð um að útfæra þá forsendu að beiðni Garðabæjar. Það hafi átt að tryggja að ekki væri hægt að kalla fram upplýsingar sem geti talist persónupplýsingar eða viðkvæmar upplýsingar. Þá hafi engar skýringar borist frá KMPG af hverju þetta hafi ekki virkað sem skyldi, né hafi starfsmenn Garðabæjar geta staðfest niðurstöður KPMG að rekja mætti öryggisbrestinn til þeirrar uppfærslu sem fyrirtækið nefndi. KPMG.vísir/gettyHægt að nálgast upplýsingar um 14 einstaklinga Persónuvernd óskaði einnig eftir upplýsingum frá Microsoft á Íslandi um hvenær umrædd uppfærsla hafi verið framkvæmd. Í svari Microsoft sagði að valmöguleikinn sem gerði það að verkum að upplýsingarnar fóru á netið hafi verið fyrst kynntur í apríl 2016, umræddar upplýsingar voru birtar um ári síðar. Í niðurstöðu Persónuverndar segir að það hafi verið „verulega ámælisvert“ af hálfu KMPG að viðhafa þau vinnubrögð að ekki væri gengið úr skugga um að ekki væri mögulegt að nálgast upplýsingar um einstaklinga úr því kerfi sem notast var við. Komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að lög um Persónuverd hafi verið brotin í málinu en þar sem eldri lög hafi gilt þegar brotið var framið, því gæti Persónuvernd ekki lagt á stjórnvaldssekt vegna málsins. Er lagt fyrir Garðabæ að gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir að slíkt geti endurtekið sig. Í svarinu segir einnig að Garðabær hafi brugðist strax við málinu, tekið umræddar upplýsingar af netinu og borin hafi verið fram afsökunarbeiðni og unnið að því að hafa samband við þá einstaklinga sem áttu hlut að máli. Samkvæmt greiningu Garðabæjar var hægt að nálgast upplýsingar um fjórtán skjólstæðinga í 50 tilvikum. Ekkert bendi þó til að umræddar upplýsingar hafi verið vistaðar, þeim dreift eða þær nýttar með öðrum hætti.
Garðabær Persónuvernd Tengdar fréttir Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélaga Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. 28. apríl 2018 19:23 Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sjá meira
Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélaga Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. 28. apríl 2018 19:23
Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44