Útgefandi gagnrýninnar fréttavefsíðu handtekinn á Filippseyjum Kjartan Kjartansson skrifar 13. febrúar 2019 11:58 María Ressa rekur fréttasíðuna Rappler sem hefur verið gagnrýnin á blóðugt fíkniefnastríð Duterte forseta. Vísir/EPA Lögreglan á Flippseyjum handtók Maríu Ressa, forstjóra fréttavefsíðunnar Rappler, í dag. Vefsíðan hefur verið gagnrýnin á ríkisstjórn Rordrigo Duterte forseta og fullyrðir Ressa að ásakanir á hendur henni séu tilraunir hans til að þagga niður í vefsíðunni. Yfirvöld hafa ákært Ressa fyrir meinta glæpi eins og skattaundanskot og meiðyrði á netinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hún var handtekin í höfuðstöðvum fjölmiðilsins í höfuðborginni Maníla. Fréttamenn Rappler streymdu handtökunni beint á Facebook og Twitter þar til lögreglumenn skipuðu þeim að hætta. Handtakan nú er sögð hafa verið gerð vegna fréttar miðilsins um meint tengsl athafnamanns við fyrrverandi dómara við hæstarétt landsins sem birtist í maí árið 2012. Ákæran er byggð á lögum um meiðyrði á netinu sem tók gildi í september það ár. Rappler hefur verið gagnrýnin á blóðugt stríð Duterte gegn fíkniefnum. Þúsundir manna hafa verið drepnir í forsetatíð hans. Lögreglan hefur verið sökuð um að taka glæpamenn af lífi utan dóms og laga. Ressa var á meðal einstaklinga ársins hjá tímaritinu Time fyrir árið 2018 ásamt fleiri blaðamönnum víða um heim.The arrest warrant vs Maria Ressa is being served at the Rappler HQ now, an officer part of the serving party who introduced himself to be part of the NBI tried to prohibit me from taking videos — WHICH IS PART OF MY JOB pic.twitter.com/TElJzSjJer— Aika Rey (@reyaika) February 13, 2019 Filippseyjar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Khashoggi og fleiri myrtir og fangelsaðir blaðamenn manneskjur ársins hjá Time Tímaritið Time heiðrar blaðamenn sem sætt hafa kúgun í vali sínu á manneskju ársins 2018. 11. desember 2018 13:08 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Lögreglan á Flippseyjum handtók Maríu Ressa, forstjóra fréttavefsíðunnar Rappler, í dag. Vefsíðan hefur verið gagnrýnin á ríkisstjórn Rordrigo Duterte forseta og fullyrðir Ressa að ásakanir á hendur henni séu tilraunir hans til að þagga niður í vefsíðunni. Yfirvöld hafa ákært Ressa fyrir meinta glæpi eins og skattaundanskot og meiðyrði á netinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hún var handtekin í höfuðstöðvum fjölmiðilsins í höfuðborginni Maníla. Fréttamenn Rappler streymdu handtökunni beint á Facebook og Twitter þar til lögreglumenn skipuðu þeim að hætta. Handtakan nú er sögð hafa verið gerð vegna fréttar miðilsins um meint tengsl athafnamanns við fyrrverandi dómara við hæstarétt landsins sem birtist í maí árið 2012. Ákæran er byggð á lögum um meiðyrði á netinu sem tók gildi í september það ár. Rappler hefur verið gagnrýnin á blóðugt stríð Duterte gegn fíkniefnum. Þúsundir manna hafa verið drepnir í forsetatíð hans. Lögreglan hefur verið sökuð um að taka glæpamenn af lífi utan dóms og laga. Ressa var á meðal einstaklinga ársins hjá tímaritinu Time fyrir árið 2018 ásamt fleiri blaðamönnum víða um heim.The arrest warrant vs Maria Ressa is being served at the Rappler HQ now, an officer part of the serving party who introduced himself to be part of the NBI tried to prohibit me from taking videos — WHICH IS PART OF MY JOB pic.twitter.com/TElJzSjJer— Aika Rey (@reyaika) February 13, 2019
Filippseyjar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Khashoggi og fleiri myrtir og fangelsaðir blaðamenn manneskjur ársins hjá Time Tímaritið Time heiðrar blaðamenn sem sætt hafa kúgun í vali sínu á manneskju ársins 2018. 11. desember 2018 13:08 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Khashoggi og fleiri myrtir og fangelsaðir blaðamenn manneskjur ársins hjá Time Tímaritið Time heiðrar blaðamenn sem sætt hafa kúgun í vali sínu á manneskju ársins 2018. 11. desember 2018 13:08