Kosningar líklegar eftir að fjárlagafrumvarp spænsku ríkisstjórnarinnar var fellt Kjartan Kjartansson skrifar 13. febrúar 2019 12:19 Sánchez og Dolores Delgado, dómsmálaráðherra, í þungum þönkum í neðri deild þingsins þar sem fjárlagafrumvarpinu var hafnað í morgun. Vísir/EPA Spænska þingið felldi fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Pedro Sánchez forsætisráðherra í dag. Búist er við því að Sánchez boði til kosninga í vor í kjölfar ósigursins. Tveir flokkar katalónskra sjálfstæðissinna sem hafa stutt minnihlutastjórn Sósíalistaflokksins neituðu að greiða fjárlagafrumvarpinu atkvæði sitt nema ríkisstjórnin efndi til viðræðna um sjálfsákvörðunarrétt Katalóníu. Það vildi Sánchez ekki gera enda bannar spænska stjórnarskráin að sjálfsstjórnarhéruð fái slíkan rétt. Á meðan er réttað yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna í hæstarétti landsins. Ekki hefur verið ákveðið hvaða dag verður kosið en talið er að Sánchez hallist að kosningum eins fljótt og auðið er til að beisla stuðning vinstrisinnaðra kjósenda sem óttist að hægrimenn komist aftur til valda. Þannig væri 14. apríl líklegasti kjördagurinn. Skoðanakannanir benda til þess að þó að Sósíalistaflokkurinn sé með mestan stuðning, um 30% fylgi, þá næðu tveir stærstu hægriflokkarnir, Lýðflokkurinn og Borgararnir, meira en 30%. Ríkisstjórn Sánchez tók við í fyrr þegar vantrausti var lýst á ríkisstjórn Lýðflokksins. Kjörtímabili hennar lýkur ekki fyrr en á næsta ári. Spánn Tengdar fréttir Kosningum mögulega flýtt á Spáni Spænska ríkisstjórnin gæti orðið undir með fjárlagafrumvarp sitt í vikunni. Forsætisráðherrann gæti þá boðið til kosninga í vor. 11. febrúar 2019 12:59 Réttarhöldin sögð vera farsi Réttarhöldin yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar hófust við hæstarétt Spánar í Madrid í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustið 2017. 13. febrúar 2019 07:30 Fjöldamótmæli í Madrid: Hægrimenn krefjast þingkosninga Lögregluyfirvöld áætla að um 45 þúsund manns hafi fjölmennt á mótmælin sem fóru fram á Colón torgi í borginni. Mótmælendur kröfðust þess að boðað yrði til kosninga en skoðanakannanir sýna að flokkarnir þrír, sem boðuðu til mótmælanna, gætu myndað meirihlutastjórn ef gengið yrði til þingkosninga í dag. 10. febrúar 2019 19:16 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Spænska þingið felldi fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Pedro Sánchez forsætisráðherra í dag. Búist er við því að Sánchez boði til kosninga í vor í kjölfar ósigursins. Tveir flokkar katalónskra sjálfstæðissinna sem hafa stutt minnihlutastjórn Sósíalistaflokksins neituðu að greiða fjárlagafrumvarpinu atkvæði sitt nema ríkisstjórnin efndi til viðræðna um sjálfsákvörðunarrétt Katalóníu. Það vildi Sánchez ekki gera enda bannar spænska stjórnarskráin að sjálfsstjórnarhéruð fái slíkan rétt. Á meðan er réttað yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna í hæstarétti landsins. Ekki hefur verið ákveðið hvaða dag verður kosið en talið er að Sánchez hallist að kosningum eins fljótt og auðið er til að beisla stuðning vinstrisinnaðra kjósenda sem óttist að hægrimenn komist aftur til valda. Þannig væri 14. apríl líklegasti kjördagurinn. Skoðanakannanir benda til þess að þó að Sósíalistaflokkurinn sé með mestan stuðning, um 30% fylgi, þá næðu tveir stærstu hægriflokkarnir, Lýðflokkurinn og Borgararnir, meira en 30%. Ríkisstjórn Sánchez tók við í fyrr þegar vantrausti var lýst á ríkisstjórn Lýðflokksins. Kjörtímabili hennar lýkur ekki fyrr en á næsta ári.
Spánn Tengdar fréttir Kosningum mögulega flýtt á Spáni Spænska ríkisstjórnin gæti orðið undir með fjárlagafrumvarp sitt í vikunni. Forsætisráðherrann gæti þá boðið til kosninga í vor. 11. febrúar 2019 12:59 Réttarhöldin sögð vera farsi Réttarhöldin yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar hófust við hæstarétt Spánar í Madrid í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustið 2017. 13. febrúar 2019 07:30 Fjöldamótmæli í Madrid: Hægrimenn krefjast þingkosninga Lögregluyfirvöld áætla að um 45 þúsund manns hafi fjölmennt á mótmælin sem fóru fram á Colón torgi í borginni. Mótmælendur kröfðust þess að boðað yrði til kosninga en skoðanakannanir sýna að flokkarnir þrír, sem boðuðu til mótmælanna, gætu myndað meirihlutastjórn ef gengið yrði til þingkosninga í dag. 10. febrúar 2019 19:16 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Kosningum mögulega flýtt á Spáni Spænska ríkisstjórnin gæti orðið undir með fjárlagafrumvarp sitt í vikunni. Forsætisráðherrann gæti þá boðið til kosninga í vor. 11. febrúar 2019 12:59
Réttarhöldin sögð vera farsi Réttarhöldin yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar hófust við hæstarétt Spánar í Madrid í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustið 2017. 13. febrúar 2019 07:30
Fjöldamótmæli í Madrid: Hægrimenn krefjast þingkosninga Lögregluyfirvöld áætla að um 45 þúsund manns hafi fjölmennt á mótmælin sem fóru fram á Colón torgi í borginni. Mótmælendur kröfðust þess að boðað yrði til kosninga en skoðanakannanir sýna að flokkarnir þrír, sem boðuðu til mótmælanna, gætu myndað meirihlutastjórn ef gengið yrði til þingkosninga í dag. 10. febrúar 2019 19:16