Leyndarhjúpur laskar traust til lífeyrissjóða Hallgrímur Óskarsson skrifar 14. febrúar 2019 13:30 Af hverju skyldi einhver treysta bankakerfinu, spurði Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor, á morgunverðarfundi Fjármálaeftirlitsins í vikunni. Þetta er réttmæt spurning, enda mælist traust almennings á bankakerfinu mjög lágt. Á svipuðum stað – jafnvel lægra – er traust almennings til lífeyrissjóða og mætti því með sama hætti einnig spyrja af hverju skyldi einhver treysta lífeyriskerfinu? Ástæða þess að bankakerfið skorar örlítið hærra en lífeyriskerfið í mælingum á trausti er að fólk á þar peninga og getur séð skýrar upplýsingar um inneign m.v. inngreiðslur. Lífeyriskerfið er hins vegar sveipað svo miklum þokuhjúp að þrátt fyrir stöðugar inngreiðslur í hverjum mánuði, áratugum saman, veit varla nokkur hvort hann muni fá mikið eða lítið í lífeyri. Hvernig verður tilveran á efri árum, spyrja margir sig? Verður lambalæri á sunnudögum eða skinkusamloka, eins og hina dagana? Lög í landinu skylda alla til að greiða mikla fjármuni inn í lífeyrissjóði í hverjum mánuði. Á móti ætti lífeyriskerfið að endurgjalda almenningi – herrum sínum – með auðlæsilegum upplýsingum um allt sem lýtur að meðhöndlun fjárins. Allir ættu að geta fengið læsilegar upplýsingar eins og þessar: l Hver er heildarávöxtun lífeyrissjóða? Hvernig er röð þeirra frá ári til árs? l Hverjar eru mínar inngreiðslur í krónutölu frá upphafi, hvernig hefur gengið að ávaxta þær, frá ári til árs? l Í hvaða verkefnum fjárfesta sjóðir? Hvaða verkefni skila ábata og hver ekki? l Hefur minn lífeyrissjóður tapað fé vegna verkefna þar sem fjárfestar fengu sína umbun en lífeyrissjóðir tóku tapið? l Hversu mikill er kostnaður sjóða? Heildarlaun? Með bónusgreiðslum? Hvað greiða þeir mikið til banka og verðbréfafyrirtækja í fjárfestingagjöld? Það napurlegasta í þessu samhengi er að fólk hefur nær ekkert aðgengi að þessum eðlilegu upplýsingum. Kerfið er umvafið leyndarhjúp og samanburður á milli sjóða er eitthvað sem íslenskum lífeyrissjóðum þykir vont að þurfa að taka þátt í. Samt er slíkur samanburður algengur í flestum nágrannalöndum. Það þurfti „menn útí bæ“ nú í desember til að taka saman ávöxtun sjóða síðustu 20 ár af því að lífeyrissjóðir voru enn að þráast við að birta þær upplýsingar á aðgengilegu formi fyrir almenning. Í fljótu bragði er erfitt að ímynda sér lægra stig þjónustu: Sjóðir fá um milljarð á dag frá almenningi en telja sig samt þess umkomna að neita almenningi um upplýsingar hvort gangi vel eða illa að ávaxta þetta fé! Þarna er komin of mikil eigendahugsun í stað þjónustuhugsunar. Hættan við það er að lífeyrissjóðir verði tregir til að taka þátt í verkefnum sem almenningur hefur beina hagsmuni af. Að fókusinn fari í aðrar áttir. Það er því eðlilegt að almenningur beri lítið traust til lífeyrissjóða, slíkur er leyndarhjúpurinn sem sveipaður hefur verið um margt í starfsemi þeirra, árangur, ávöxtun, fjárfestingar og kostnað. Og ekki er það til að opna glufu á þennan hjúp að heyra talsmann lífeyrissjóðakerfisins ræða í útvarpi, rétt fyrir áramót, og segja að lífeyrissjóðir aðhyllist svo sannarlega gagnsæi í sínum störfum því slíkt gagnsæi er erfitt að koma auga á. Tregða til að birta upplýsingar er hins vegar um of til staðar. Það er því ljóst að margt þarf að breytast í hugsun, stefnu og skilaboðum lífeyrissjóða áður en þeir geta vænst þess að þoka sér upp þann kvarða er mælir traust.Höfundur er verkfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju skyldi einhver treysta bankakerfinu, spurði Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor, á morgunverðarfundi Fjármálaeftirlitsins í vikunni. Þetta er réttmæt spurning, enda mælist traust almennings á bankakerfinu mjög lágt. Á svipuðum stað – jafnvel lægra – er traust almennings til lífeyrissjóða og mætti því með sama hætti einnig spyrja af hverju skyldi einhver treysta lífeyriskerfinu? Ástæða þess að bankakerfið skorar örlítið hærra en lífeyriskerfið í mælingum á trausti er að fólk á þar peninga og getur séð skýrar upplýsingar um inneign m.v. inngreiðslur. Lífeyriskerfið er hins vegar sveipað svo miklum þokuhjúp að þrátt fyrir stöðugar inngreiðslur í hverjum mánuði, áratugum saman, veit varla nokkur hvort hann muni fá mikið eða lítið í lífeyri. Hvernig verður tilveran á efri árum, spyrja margir sig? Verður lambalæri á sunnudögum eða skinkusamloka, eins og hina dagana? Lög í landinu skylda alla til að greiða mikla fjármuni inn í lífeyrissjóði í hverjum mánuði. Á móti ætti lífeyriskerfið að endurgjalda almenningi – herrum sínum – með auðlæsilegum upplýsingum um allt sem lýtur að meðhöndlun fjárins. Allir ættu að geta fengið læsilegar upplýsingar eins og þessar: l Hver er heildarávöxtun lífeyrissjóða? Hvernig er röð þeirra frá ári til árs? l Hverjar eru mínar inngreiðslur í krónutölu frá upphafi, hvernig hefur gengið að ávaxta þær, frá ári til árs? l Í hvaða verkefnum fjárfesta sjóðir? Hvaða verkefni skila ábata og hver ekki? l Hefur minn lífeyrissjóður tapað fé vegna verkefna þar sem fjárfestar fengu sína umbun en lífeyrissjóðir tóku tapið? l Hversu mikill er kostnaður sjóða? Heildarlaun? Með bónusgreiðslum? Hvað greiða þeir mikið til banka og verðbréfafyrirtækja í fjárfestingagjöld? Það napurlegasta í þessu samhengi er að fólk hefur nær ekkert aðgengi að þessum eðlilegu upplýsingum. Kerfið er umvafið leyndarhjúp og samanburður á milli sjóða er eitthvað sem íslenskum lífeyrissjóðum þykir vont að þurfa að taka þátt í. Samt er slíkur samanburður algengur í flestum nágrannalöndum. Það þurfti „menn útí bæ“ nú í desember til að taka saman ávöxtun sjóða síðustu 20 ár af því að lífeyrissjóðir voru enn að þráast við að birta þær upplýsingar á aðgengilegu formi fyrir almenning. Í fljótu bragði er erfitt að ímynda sér lægra stig þjónustu: Sjóðir fá um milljarð á dag frá almenningi en telja sig samt þess umkomna að neita almenningi um upplýsingar hvort gangi vel eða illa að ávaxta þetta fé! Þarna er komin of mikil eigendahugsun í stað þjónustuhugsunar. Hættan við það er að lífeyrissjóðir verði tregir til að taka þátt í verkefnum sem almenningur hefur beina hagsmuni af. Að fókusinn fari í aðrar áttir. Það er því eðlilegt að almenningur beri lítið traust til lífeyrissjóða, slíkur er leyndarhjúpurinn sem sveipaður hefur verið um margt í starfsemi þeirra, árangur, ávöxtun, fjárfestingar og kostnað. Og ekki er það til að opna glufu á þennan hjúp að heyra talsmann lífeyrissjóðakerfisins ræða í útvarpi, rétt fyrir áramót, og segja að lífeyrissjóðir aðhyllist svo sannarlega gagnsæi í sínum störfum því slíkt gagnsæi er erfitt að koma auga á. Tregða til að birta upplýsingar er hins vegar um of til staðar. Það er því ljóst að margt þarf að breytast í hugsun, stefnu og skilaboðum lífeyrissjóða áður en þeir geta vænst þess að þoka sér upp þann kvarða er mælir traust.Höfundur er verkfræðingur
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar