Taktleysi Hörður Ægisson skrifar 15. febrúar 2019 07:00 Höldum fyrst einu til haga. Fjármálakerfið í dag á lítið sem ekkert sameiginlegt með því sem féll 2008. Reglur um bónusgreiðslur eru þær ströngustu í Evrópu, eigin- og lausafjárkröfur hafa verið hertar stórkostlega og innstæðuvernd aukin til muna. Allt regluverk um fjármálastarfsemi hefur tekið stakkaskiptum. Þrátt fyrir þessar breytingar hefur lítið áunnist í því að endurheimta traust almennings til bankakerfisins. Í þessu andrúmslofti tortryggni, sem er sumpart skiljanlegt, eru stjórnendur banka því iðulega dæmdir af mistökum sínum – réttilega eða ranglega. Það er við þessar aðstæður sem fregnir berast af því að laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, hafi í apríl í fyrra verið hækkuð um hálfa milljón á mánuði – úr 3,3 milljónum í 3,8 milljónir – en í júlí 2017 höfðu launin hækkað um 1,2 milljónir. Frá því að ákvörðunarvaldið um kjör bankastjórans færðist frá kjararáði til bankaráðs hafa launin hækkað um 82 prósent. Í yfirlýsingu frá bankaráðinu er ákvörðunin réttlætt með vísun til starfskjarastefnu þar sem kveðið er á um að launin skuli vera „samkeppnishæf en ekki leiðandi“. Þó launin séu ekki há í samanburði við aðra stjórnendur banka eða forstjóra í skráðum félögum þá horfir bankaráðið fram hjá þeim áherslum í eigendastefnu ríkisins þar sem segir að opinber fjármálafyrirtæki skuli tileinka sér „hófsemi í launaákvörðunum“. Þá hafði bankaráðið að engu tilmæli fjármálaráðherra í ársbyrjun 2017 um að gæta varkárni í launaákvörðunum, einkum með því að forðast miklar launabreytingar á stuttu tímabili, og hafa í huga áhrifin á „stöðugleika á vinnumarkaði“. Það er grafalvarlegt. Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur sem hefur veikt stöðu bankaráðsins. Bankasýslan, sem skipar bankaráðið, hefur réttilega brugðist hart við. Öllum má vera ljóst af lestri bréfs stofnunarinnar til bankaráðs að hún gefur lítið fyrir þær skýringar sem gefnar hafa verið og kallar eftir ítarlegri röksemdum. Sjái bankaráðið ekki að sér þá er einsýnt hver niðurstaðan verður. Bankasýslan hefur áður sýnt það, hvar Borgunarmálið er nærtækast, að hún er reiðubúin að láta sverfa til stáls. Aðalfundur bankans fer fram eftir mánuð og hafi bankaráðið ekki tekið ákvörðun sína til endurskoðunar þá hlýtur Bankasýslan að hafa það í huga við skipan sína í ráðið. Bankastjóri Landsbankans hefur staðið sig um margt vel í starfi og bankinn skilað betri arðsemi en hinir bankarnir. Um það snýst hins vegar ekki þessi umræða. Óþarfi er að fjölyrða um þá stöðu sem nú er uppi á vinnumarkaði. Hún hefur sjaldan verið eins flókin og erfið. Þolinmæði almennings gagnvart því sem það upplifir sem óhóf innan fjármálageirans er engin. Þeir sem stýra fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins, eignarhald sem er ekki æskilegt en engu að síður veruleikinn, ættu að vera meðvitaðir um þá staðreynd. Ákvörðun bankaráðs, sem er skipað mestanpart reynslulitlu fólki eins og hefur nú opinberast, var því taktlaus og tímasetningin ótrúleg. Afleiðingin er sú að orðspor og traust í garð bankans hefur dvínað. Hlutverk bankaráðs getur ekki aðeins verið að ákvarða laun út frá þröngum skilningi starfskjarastefnunnar heldur einnig að meta áhrifin í víðara samhengi. Launahækkunin hefur aukið líkur á að til átaka komi á vinnumarkaði með neikvæðum áhrifum á efnahagslífið – sem um leið skaðar hagsmuni bankans. Þessi mistök þarf að leiðrétta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Sjá meira
Höldum fyrst einu til haga. Fjármálakerfið í dag á lítið sem ekkert sameiginlegt með því sem féll 2008. Reglur um bónusgreiðslur eru þær ströngustu í Evrópu, eigin- og lausafjárkröfur hafa verið hertar stórkostlega og innstæðuvernd aukin til muna. Allt regluverk um fjármálastarfsemi hefur tekið stakkaskiptum. Þrátt fyrir þessar breytingar hefur lítið áunnist í því að endurheimta traust almennings til bankakerfisins. Í þessu andrúmslofti tortryggni, sem er sumpart skiljanlegt, eru stjórnendur banka því iðulega dæmdir af mistökum sínum – réttilega eða ranglega. Það er við þessar aðstæður sem fregnir berast af því að laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, hafi í apríl í fyrra verið hækkuð um hálfa milljón á mánuði – úr 3,3 milljónum í 3,8 milljónir – en í júlí 2017 höfðu launin hækkað um 1,2 milljónir. Frá því að ákvörðunarvaldið um kjör bankastjórans færðist frá kjararáði til bankaráðs hafa launin hækkað um 82 prósent. Í yfirlýsingu frá bankaráðinu er ákvörðunin réttlætt með vísun til starfskjarastefnu þar sem kveðið er á um að launin skuli vera „samkeppnishæf en ekki leiðandi“. Þó launin séu ekki há í samanburði við aðra stjórnendur banka eða forstjóra í skráðum félögum þá horfir bankaráðið fram hjá þeim áherslum í eigendastefnu ríkisins þar sem segir að opinber fjármálafyrirtæki skuli tileinka sér „hófsemi í launaákvörðunum“. Þá hafði bankaráðið að engu tilmæli fjármálaráðherra í ársbyrjun 2017 um að gæta varkárni í launaákvörðunum, einkum með því að forðast miklar launabreytingar á stuttu tímabili, og hafa í huga áhrifin á „stöðugleika á vinnumarkaði“. Það er grafalvarlegt. Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur sem hefur veikt stöðu bankaráðsins. Bankasýslan, sem skipar bankaráðið, hefur réttilega brugðist hart við. Öllum má vera ljóst af lestri bréfs stofnunarinnar til bankaráðs að hún gefur lítið fyrir þær skýringar sem gefnar hafa verið og kallar eftir ítarlegri röksemdum. Sjái bankaráðið ekki að sér þá er einsýnt hver niðurstaðan verður. Bankasýslan hefur áður sýnt það, hvar Borgunarmálið er nærtækast, að hún er reiðubúin að láta sverfa til stáls. Aðalfundur bankans fer fram eftir mánuð og hafi bankaráðið ekki tekið ákvörðun sína til endurskoðunar þá hlýtur Bankasýslan að hafa það í huga við skipan sína í ráðið. Bankastjóri Landsbankans hefur staðið sig um margt vel í starfi og bankinn skilað betri arðsemi en hinir bankarnir. Um það snýst hins vegar ekki þessi umræða. Óþarfi er að fjölyrða um þá stöðu sem nú er uppi á vinnumarkaði. Hún hefur sjaldan verið eins flókin og erfið. Þolinmæði almennings gagnvart því sem það upplifir sem óhóf innan fjármálageirans er engin. Þeir sem stýra fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins, eignarhald sem er ekki æskilegt en engu að síður veruleikinn, ættu að vera meðvitaðir um þá staðreynd. Ákvörðun bankaráðs, sem er skipað mestanpart reynslulitlu fólki eins og hefur nú opinberast, var því taktlaus og tímasetningin ótrúleg. Afleiðingin er sú að orðspor og traust í garð bankans hefur dvínað. Hlutverk bankaráðs getur ekki aðeins verið að ákvarða laun út frá þröngum skilningi starfskjarastefnunnar heldur einnig að meta áhrifin í víðara samhengi. Launahækkunin hefur aukið líkur á að til átaka komi á vinnumarkaði með neikvæðum áhrifum á efnahagslífið – sem um leið skaðar hagsmuni bankans. Þessi mistök þarf að leiðrétta.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun