Jürgen Klopp var nálægt því að verða stjóri Bayern München Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2019 16:30 Jürgen Klopp. Getty/GASPA/ullstein Næsti leikur hjá Jürgen Klopp og lærisveinum hans í Liverpool er á móti Bayern München í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool tekur á móti Bayern München á Anfield í fyrri leik liðanna á þriðjudaginn. Uli Hoeness, forseti Bayern München, hefur sagt frá því að litlu munaði að Jürgen Klopp yrði knattspyrnustjóri Bayern München fyrir ellefu árum síðan. Bayern var þá að leita að eftirmanni Ottmar Hitzfeld. Þetta var sumarið 2008 og Jürgen Klopp var að hætta með lið Mainz. Hann fór ekki til Bayern München heldur tók við liði Borussia Dortmund og var þar í sjö ár. Klopp hefur síðan verið knattspyrnustjóri Liverpool frá 2015."Many years ago we agreed on a collaboration together, but we ended up signing Jurgen Klinsmann instead" How close Jurgen Klopp came to joining Bayern Munich rather than Liverpool https://t.co/Eg3VjQ2gTU — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 15, 2019„Ég hef persónulega mikið álit á Jürgen Klopp. Fyrir mörgum árum þá vorum við búnir að ákveða að vinna saman en við enduðum á því að ráða Jürgen Klinsmann í staðinn,“ sagði Uli Hoeness við Sky Sports. Jürgen Klinsmann var knattspyrnustjóri frá 1. júlí 2008 til 27. apríl 2009 þegar hann var rekinn og Jupp Heynckes stýrði liðinu til loka tímabilsins. Louis van Gaal var síðan ráðinn sumarið 2009 og var með liðið í tæp tvö ár. Bayern hefur síðan ráðið Pep Guardiola, Carlo Ancelotti og nú síðast Niko Kovac. Það hefði kannski farið öðruvísi ef Jürgen Klopp hefði tekið við Bayern liðinu fyrir tæpum ellefu árum. „Þarna sýndi ég honum hvað ég bar mikla virðingu fyrir hinum og hans vinnu. Þetta verður erfitt verkefni hjá báðum liðum. Ég vona samt að við höfum vetur,“ sagði Hoeness. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira
Næsti leikur hjá Jürgen Klopp og lærisveinum hans í Liverpool er á móti Bayern München í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool tekur á móti Bayern München á Anfield í fyrri leik liðanna á þriðjudaginn. Uli Hoeness, forseti Bayern München, hefur sagt frá því að litlu munaði að Jürgen Klopp yrði knattspyrnustjóri Bayern München fyrir ellefu árum síðan. Bayern var þá að leita að eftirmanni Ottmar Hitzfeld. Þetta var sumarið 2008 og Jürgen Klopp var að hætta með lið Mainz. Hann fór ekki til Bayern München heldur tók við liði Borussia Dortmund og var þar í sjö ár. Klopp hefur síðan verið knattspyrnustjóri Liverpool frá 2015."Many years ago we agreed on a collaboration together, but we ended up signing Jurgen Klinsmann instead" How close Jurgen Klopp came to joining Bayern Munich rather than Liverpool https://t.co/Eg3VjQ2gTU — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 15, 2019„Ég hef persónulega mikið álit á Jürgen Klopp. Fyrir mörgum árum þá vorum við búnir að ákveða að vinna saman en við enduðum á því að ráða Jürgen Klinsmann í staðinn,“ sagði Uli Hoeness við Sky Sports. Jürgen Klinsmann var knattspyrnustjóri frá 1. júlí 2008 til 27. apríl 2009 þegar hann var rekinn og Jupp Heynckes stýrði liðinu til loka tímabilsins. Louis van Gaal var síðan ráðinn sumarið 2009 og var með liðið í tæp tvö ár. Bayern hefur síðan ráðið Pep Guardiola, Carlo Ancelotti og nú síðast Niko Kovac. Það hefði kannski farið öðruvísi ef Jürgen Klopp hefði tekið við Bayern liðinu fyrir tæpum ellefu árum. „Þarna sýndi ég honum hvað ég bar mikla virðingu fyrir hinum og hans vinnu. Þetta verður erfitt verkefni hjá báðum liðum. Ég vona samt að við höfum vetur,“ sagði Hoeness.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira