Niðurbrotinn eftir að hafa verið sakaður um að greiða mönnum fyrir að sviðsetja árás á sig Birgir Olgeirsson skrifar 17. febrúar 2019 08:50 Jussie Smollett er sagður niðurbrotinn vegna ásakana um að hann hafi tekið þátt í að sviðsetja árás á hann. Vísir/Getty Lögmaður bandaríska leikarans Jussie Smollett segir stjörnuna vera reiða og niðurbrotna vegna fregna þess efnis að hann kannist við einstaklingana sem sakaðir eru um að ráðast á hann. Greint var frá því í lok janúar að ráðist hefði verið á Smollett, sem leikur eitt af aðalhlutverkunum í þáttaröðinni Empire, í Chicago og talið að um hatursglæp væri að ræða. Voru mennirnir sagðir hafa hellt klór yfir Smollett til að valda honum enn meiri skaða. Þegar rannsókn málsins var komin vel á veg greindu fjölmiðlar vestanhafs frá því að talið væri árásin hefði verið sett á svið og að Smollett hefði greitt tveimur mönnum fyrir að ráðast á hann. Deadline greinir frá því í dag að rannsókn lögreglunnar í Chicago beinist nú að þætti Smolletts í árásinni. Mennirnir tveir sem grunaðir eru um árásina heita Olabinjo og Abimbola Osundairo og eru bræður. Eru þeir eru sagðir hafa hrópað ókvæðisorðum að leikaranum á meðan árásinni stóð og haft uppi fordómafull ummæli sem varða kynþátt og kynhneigð leikarans. Deadline segir að í það minnsta annar þeirra hafi komið fram sem aukaleikari í þáttunum Empira og virðist þekkja Smollett. Olabinjo Osundario sést hér hægra megin við Lee Daniels, höfundi Empire, sem stendur fyrir miðju á myndinni. View this post on Instagram #Repost @theoriginalbigdaddy ・・・ Ummmm ... #prisonlife? #freelucious #empireseason2 #day1 #bigdaddylostintheyard A post shared by TEAM ABEL (@team_abel) on Jun 24, 2015 at 7:29pm PDT Hefur verið greint frá því að Smollett hafi ekki veitt lögreglu fullan aðgang að símagögnum sínum en hann er sagður hafa talað við umboðsmann sinn í símann þegar ráðist var á hann. Smollett fór í viðtal í sjónvarpsþáttinn Good Morning America í liðinni viku þar sem hann sagðist telja að árásin hefði átt sér stað vegna langvarandi gagnrýni hans á forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Umboðsmaður hans hefur heldur því fram að árásarmennirnir hafi hrópað slagorð Donalds Trump Bandaríkjaforseta, „MAGA“, er þeir réðust á Smollett. Lögmaður Smollett segir allar ásakanir um að leikarinn hafi tekið þátt í að sviðsetja árásina vera fjarri sannleikanum. „Og hver sá sem heldur öðru fram er að ljúga,“ segir í yfirlýsingu lögmannsins. Orðrómur hefur gengið að árásin hafi verið sviðsett því framleiðandi þáttanna, 20th Century Fox, hafði íhugað að skrifa Smollett úr þáttunum, en fyrirtækið hefur staðfastlega neitað því að nokkuð slíkt stæði til. Smollett væri einn af burðarásum þáttanna og þannig yrði það áfram. Bandaríkin Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46 Rýfur þögnina í kjölfar árásar: „Líkami minn er sterkur en sál mín er sterkari“ Bandaríski leikarinn Jussie Smollett hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar árásar sem hann segist hafa orðið fyrir í Chicago í vikunni. 1. febrúar 2019 19:02 Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Lögmaður bandaríska leikarans Jussie Smollett segir stjörnuna vera reiða og niðurbrotna vegna fregna þess efnis að hann kannist við einstaklingana sem sakaðir eru um að ráðast á hann. Greint var frá því í lok janúar að ráðist hefði verið á Smollett, sem leikur eitt af aðalhlutverkunum í þáttaröðinni Empire, í Chicago og talið að um hatursglæp væri að ræða. Voru mennirnir sagðir hafa hellt klór yfir Smollett til að valda honum enn meiri skaða. Þegar rannsókn málsins var komin vel á veg greindu fjölmiðlar vestanhafs frá því að talið væri árásin hefði verið sett á svið og að Smollett hefði greitt tveimur mönnum fyrir að ráðast á hann. Deadline greinir frá því í dag að rannsókn lögreglunnar í Chicago beinist nú að þætti Smolletts í árásinni. Mennirnir tveir sem grunaðir eru um árásina heita Olabinjo og Abimbola Osundairo og eru bræður. Eru þeir eru sagðir hafa hrópað ókvæðisorðum að leikaranum á meðan árásinni stóð og haft uppi fordómafull ummæli sem varða kynþátt og kynhneigð leikarans. Deadline segir að í það minnsta annar þeirra hafi komið fram sem aukaleikari í þáttunum Empira og virðist þekkja Smollett. Olabinjo Osundario sést hér hægra megin við Lee Daniels, höfundi Empire, sem stendur fyrir miðju á myndinni. View this post on Instagram #Repost @theoriginalbigdaddy ・・・ Ummmm ... #prisonlife? #freelucious #empireseason2 #day1 #bigdaddylostintheyard A post shared by TEAM ABEL (@team_abel) on Jun 24, 2015 at 7:29pm PDT Hefur verið greint frá því að Smollett hafi ekki veitt lögreglu fullan aðgang að símagögnum sínum en hann er sagður hafa talað við umboðsmann sinn í símann þegar ráðist var á hann. Smollett fór í viðtal í sjónvarpsþáttinn Good Morning America í liðinni viku þar sem hann sagðist telja að árásin hefði átt sér stað vegna langvarandi gagnrýni hans á forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Umboðsmaður hans hefur heldur því fram að árásarmennirnir hafi hrópað slagorð Donalds Trump Bandaríkjaforseta, „MAGA“, er þeir réðust á Smollett. Lögmaður Smollett segir allar ásakanir um að leikarinn hafi tekið þátt í að sviðsetja árásina vera fjarri sannleikanum. „Og hver sá sem heldur öðru fram er að ljúga,“ segir í yfirlýsingu lögmannsins. Orðrómur hefur gengið að árásin hafi verið sviðsett því framleiðandi þáttanna, 20th Century Fox, hafði íhugað að skrifa Smollett úr þáttunum, en fyrirtækið hefur staðfastlega neitað því að nokkuð slíkt stæði til. Smollett væri einn af burðarásum þáttanna og þannig yrði það áfram.
Bandaríkin Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46 Rýfur þögnina í kjölfar árásar: „Líkami minn er sterkur en sál mín er sterkari“ Bandaríski leikarinn Jussie Smollett hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar árásar sem hann segist hafa orðið fyrir í Chicago í vikunni. 1. febrúar 2019 19:02 Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46
Rýfur þögnina í kjölfar árásar: „Líkami minn er sterkur en sál mín er sterkari“ Bandaríski leikarinn Jussie Smollett hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar árásar sem hann segist hafa orðið fyrir í Chicago í vikunni. 1. febrúar 2019 19:02