Efling gagnrýnir fréttaflutning DV um starfsmann Manna í vinnu Sylvía Hall skrifar 17. febrúar 2019 17:19 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings DV varðandi mál Rúmena sem störfuðu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. Í frétt DV var rætt við Höllu Rut Bjarnadóttur, forsvarsmann starfsmannaleigunnar, þar sem hún taldi sig knúna til að leiðrétta rangfærslur í fréttaflutningi. Í samtali við DV segir Halla Rut að aðstæður Rúmenana hafi verið sýndar með villandi hætti í umfjöllun Stöðvar 2 um málið. Þar hafi verið gefið til kynna að mennirnir ættu ekki pening til þess að greiða leigu eða kaupa nauðsynjavörur en DV birtir skjáskot af bankareikningi sem sagður er vera í eigu starfsmanns og sýnir hann 691 þúsund krónur. Þá segir að starfsmennirnir hafi fengið mataraðstoð frá bæði ASÍ og Eflingu í kjölfar fréttaflutningsins sem þeir hafi notað til þess að kaupa mat sem þeir svo seldu til annarra Rúmena og birtir miðillinn myndband því til stuðnings.Ekki fótur fyrir fullyrðingunum Í yfirlýsingu Eflingar segir að félagið taki ásökunum um misnotkun fjármuna félagsins alvarlega. Þau hafi grandskoðað það sem fram komi í fréttinni með túlki og segja engan fót vera fyrir þeim fullyrðingum sem fram komi í fréttinni. Fullyrðingar um hvernig mataraðstoðinni hafi verið ráðstafað séu rangar og myndbandið sem um ræðir renni engum stoðum undir fréttaflutninginn. Þá gagnrýnir Efling að nafngreindur maður sé sakaður um svik í fréttaflutningi DV og að upplýsingar af bankareikningi hans hafi verið gerðar opinberar. „Nafngreindur maður er vændur um lygar og svik í frétt og fyrirsögn, auk þess sem upplýsingar af bankabók hans frá því í fyrra eru opinberaðar. Hann fékk ekki tækifæri til að svara fyrir þessar ásakanir á hendur sér. Við höfum rætt við hann og fengið að skoða frá honum gögn og bankafærslur. Frásögn hans kemur engan veginn heim og saman við fréttaflutning DV,“ segir í yfirlýsingunni. Yfirlýsingu Eflingar má lesa hér að neðan. Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Átján Rúmenar leitað til Eflingar Verkamenn sem störfuðu fyrir starfsmannaleiguna Menn í vinnu eru sagðir sitja uppi með stóra skattaskuld. Verktaki sem réði menn til vinnu frá starfsmannaleigunni telur að vitundarvakning hafi orðið meðal verktaka um slæm kjör verkafólks. 8. febrúar 2019 18:34 Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: "Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mál Rúmena í algjörum forgangi: "Ég var sendur til að tala við þá, bara hræða þá“ Enn fjölgar þeim rúmensku verkamönnum sem leita réttar síns vegna meintra brota íslenskrar starfsmannaleigu eða á fjórða tug manna. Fyrrum aðstoðarmaður stjórnanda starfsmannaleigunnar segist hafa verið látinn ræða við mennina, jafnvel hræða þá, ef þeir töluðu um að leita réttar síns vegna vangoldinna launa. 11. febrúar 2019 19:00 Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. 9. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings DV varðandi mál Rúmena sem störfuðu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. Í frétt DV var rætt við Höllu Rut Bjarnadóttur, forsvarsmann starfsmannaleigunnar, þar sem hún taldi sig knúna til að leiðrétta rangfærslur í fréttaflutningi. Í samtali við DV segir Halla Rut að aðstæður Rúmenana hafi verið sýndar með villandi hætti í umfjöllun Stöðvar 2 um málið. Þar hafi verið gefið til kynna að mennirnir ættu ekki pening til þess að greiða leigu eða kaupa nauðsynjavörur en DV birtir skjáskot af bankareikningi sem sagður er vera í eigu starfsmanns og sýnir hann 691 þúsund krónur. Þá segir að starfsmennirnir hafi fengið mataraðstoð frá bæði ASÍ og Eflingu í kjölfar fréttaflutningsins sem þeir hafi notað til þess að kaupa mat sem þeir svo seldu til annarra Rúmena og birtir miðillinn myndband því til stuðnings.Ekki fótur fyrir fullyrðingunum Í yfirlýsingu Eflingar segir að félagið taki ásökunum um misnotkun fjármuna félagsins alvarlega. Þau hafi grandskoðað það sem fram komi í fréttinni með túlki og segja engan fót vera fyrir þeim fullyrðingum sem fram komi í fréttinni. Fullyrðingar um hvernig mataraðstoðinni hafi verið ráðstafað séu rangar og myndbandið sem um ræðir renni engum stoðum undir fréttaflutninginn. Þá gagnrýnir Efling að nafngreindur maður sé sakaður um svik í fréttaflutningi DV og að upplýsingar af bankareikningi hans hafi verið gerðar opinberar. „Nafngreindur maður er vændur um lygar og svik í frétt og fyrirsögn, auk þess sem upplýsingar af bankabók hans frá því í fyrra eru opinberaðar. Hann fékk ekki tækifæri til að svara fyrir þessar ásakanir á hendur sér. Við höfum rætt við hann og fengið að skoða frá honum gögn og bankafærslur. Frásögn hans kemur engan veginn heim og saman við fréttaflutning DV,“ segir í yfirlýsingunni. Yfirlýsingu Eflingar má lesa hér að neðan.
Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Átján Rúmenar leitað til Eflingar Verkamenn sem störfuðu fyrir starfsmannaleiguna Menn í vinnu eru sagðir sitja uppi með stóra skattaskuld. Verktaki sem réði menn til vinnu frá starfsmannaleigunni telur að vitundarvakning hafi orðið meðal verktaka um slæm kjör verkafólks. 8. febrúar 2019 18:34 Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: "Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mál Rúmena í algjörum forgangi: "Ég var sendur til að tala við þá, bara hræða þá“ Enn fjölgar þeim rúmensku verkamönnum sem leita réttar síns vegna meintra brota íslenskrar starfsmannaleigu eða á fjórða tug manna. Fyrrum aðstoðarmaður stjórnanda starfsmannaleigunnar segist hafa verið látinn ræða við mennina, jafnvel hræða þá, ef þeir töluðu um að leita réttar síns vegna vangoldinna launa. 11. febrúar 2019 19:00 Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. 9. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Átján Rúmenar leitað til Eflingar Verkamenn sem störfuðu fyrir starfsmannaleiguna Menn í vinnu eru sagðir sitja uppi með stóra skattaskuld. Verktaki sem réði menn til vinnu frá starfsmannaleigunni telur að vitundarvakning hafi orðið meðal verktaka um slæm kjör verkafólks. 8. febrúar 2019 18:34
Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: "Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00
Mál Rúmena í algjörum forgangi: "Ég var sendur til að tala við þá, bara hræða þá“ Enn fjölgar þeim rúmensku verkamönnum sem leita réttar síns vegna meintra brota íslenskrar starfsmannaleigu eða á fjórða tug manna. Fyrrum aðstoðarmaður stjórnanda starfsmannaleigunnar segist hafa verið látinn ræða við mennina, jafnvel hræða þá, ef þeir töluðu um að leita réttar síns vegna vangoldinna launa. 11. febrúar 2019 19:00
Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. 9. febrúar 2019 12:30