Kæra birtingu lánasögu einstaklinga til Persónuverndar Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 17. febrúar 2019 20:48 Bankarnir og Creditinfo halda fólki sem orðið hefur gjaldþrota í hengingaról að sögn lögmanns. Dæmi eru um að fólki sé neitað um kreditkort vegna lánasögu sem hann segir Creditinfo nýlega farið að birta. Þetta sé ólöglegt og verður málið kært til Persónuverndar. Vanskilaskráning hjá Creditinfo hefur verið í svokallaðari vog en á grundvelli persónuverndarlaga er Creditinfo með sérstakt leyfi frá Persónuvernd fyrir vinnslu slíkra fjárhagsupplýsinga um einstaklinga og þarf að lúta ströngum skilyrðum. Sævar Þór Jónsson lögmaður segir að upp á síðkastið hafi hann tekið eftir því að Creditinfo sé farið að birta upplýsingar um lánasögu einstaklinga á annarri gátt. Dæmi séu um að fólki séu hafnað um fyrirgreiðslur og greiðslukort byggt á upplýsingum um lánasögu en ekki upplýsingum úr vanskilaskránni. „Við erum að undirbúa kvörtun til Persónuverndar vegna þessa máls. Það er verið að miðla upplýsingum um skuldastöðu eða vanskil einstaklings sem í raun og veru er ekki rétt.“ Í tilfelli skjólstæðings Sævars var hann búinn að ganga í gegnum gjaldþrotaskipti og kröfurnar fyrndar en samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti fyrnast þær á tveimur árum frá skiptalokum og eiga ekki að vera á vanskilaskrá. „Þá hafa bankarnir farið þá leið að vera með miðlæga skráningu í gegnum Creditinfo um hans skuldastöðu eða þær kröfur sem hafa verið afskrifaðar inn á miðlægan grunn hjá Creditinfo,“ segir Sævar. Þannig er lánasagan komin í staðinn fyrir vanskilaskránna þrátt fyrir að vinnsla slíkra upplýsinga sé bönnuð nema með sérstöku leyfi Persónuverndar. Hann segir að með þessu sé verið að fara í kringum lögin. Sævar segir að þau svör hafi fengist hjá Creditinfo að um sé að ræða upplýsingar frá viðkomandi banka sem fyrirtækið beri ekki ábyrgð á. „Það er verið að halda mönnum í ákveðinni hengingaról. Mér finnst þetta mjög óeðlilegt vegna þess að einstaklingar sem hafa farið í gegnum gjaldþrotaferli eiga að geta byrjað upp á nýtt.“ Íslenskir bankar Persónuvernd Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Bankarnir og Creditinfo halda fólki sem orðið hefur gjaldþrota í hengingaról að sögn lögmanns. Dæmi eru um að fólki sé neitað um kreditkort vegna lánasögu sem hann segir Creditinfo nýlega farið að birta. Þetta sé ólöglegt og verður málið kært til Persónuverndar. Vanskilaskráning hjá Creditinfo hefur verið í svokallaðari vog en á grundvelli persónuverndarlaga er Creditinfo með sérstakt leyfi frá Persónuvernd fyrir vinnslu slíkra fjárhagsupplýsinga um einstaklinga og þarf að lúta ströngum skilyrðum. Sævar Þór Jónsson lögmaður segir að upp á síðkastið hafi hann tekið eftir því að Creditinfo sé farið að birta upplýsingar um lánasögu einstaklinga á annarri gátt. Dæmi séu um að fólki séu hafnað um fyrirgreiðslur og greiðslukort byggt á upplýsingum um lánasögu en ekki upplýsingum úr vanskilaskránni. „Við erum að undirbúa kvörtun til Persónuverndar vegna þessa máls. Það er verið að miðla upplýsingum um skuldastöðu eða vanskil einstaklings sem í raun og veru er ekki rétt.“ Í tilfelli skjólstæðings Sævars var hann búinn að ganga í gegnum gjaldþrotaskipti og kröfurnar fyrndar en samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti fyrnast þær á tveimur árum frá skiptalokum og eiga ekki að vera á vanskilaskrá. „Þá hafa bankarnir farið þá leið að vera með miðlæga skráningu í gegnum Creditinfo um hans skuldastöðu eða þær kröfur sem hafa verið afskrifaðar inn á miðlægan grunn hjá Creditinfo,“ segir Sævar. Þannig er lánasagan komin í staðinn fyrir vanskilaskránna þrátt fyrir að vinnsla slíkra upplýsinga sé bönnuð nema með sérstöku leyfi Persónuverndar. Hann segir að með þessu sé verið að fara í kringum lögin. Sævar segir að þau svör hafi fengist hjá Creditinfo að um sé að ræða upplýsingar frá viðkomandi banka sem fyrirtækið beri ekki ábyrgð á. „Það er verið að halda mönnum í ákveðinni hengingaról. Mér finnst þetta mjög óeðlilegt vegna þess að einstaklingar sem hafa farið í gegnum gjaldþrotaferli eiga að geta byrjað upp á nýtt.“
Íslenskir bankar Persónuvernd Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira