Hefja samstarf um ljósleiðarasæstreng milli Íslands, Noregs og Írlands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 08:41 Á myndinni má sjá hvernig sæstrengurinn myndi liggja. Vodafone á Íslandi og Nordavind hafa skrifað undir samstarfssamning um að skoða samlegð með því að leggja nýjan ljósleiðarasæstreng á milli annars vegar Íslands og Írlands og hins vegar Noregs og Írlands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn hf. sem rekur Vodafone á Íslandi. Þar segir að síðustu tvö til þrjú ár hafi Vodafone unnið að því verkefni með Vodafone Group að leggja nýjan ljósleiðarasæstreng milli Íslands og Írlands. „Eftir mikla undirbúningsvinnu var niðurstaða vinnunnar að best væri að leggja sæstrenginn milli Reykjaness og vesturstrandar Írlands. Nýi strengurinn mun styrkja mjög samkeppnishæfni gagnavera á Íslandi, auka öryggi í tengingum til Íslands og stytta til muna leið gagna til Bandaríkjanna,“ segir í tilkynningu. Killala varð fyrir valinu sem lendingarstaður á Írlandi en þar er ljósleiðarasæstrengurinn AEC-1 beint til New York í Bandaríkjunum. Fyrirtækið Aqua Comms, sem sérhæfir sig í ljósleiðurum í sjó, á og rekur strenginn. Nordavind er svo norskt félag sem hyggst leggja ljósleiðara frá Þrándheimi í Noregi til Killala. „Þegar við fórum að ræða við Nordavind sáu báðir aðilar mikil tækifæri í samstarfi verkefnanna. Um sömu leið í sjó er að ræða fyrir umtalsverðan hluta strengjanna sem býr til möguleika á umtalsverðri hagkvæmni við lagningu strengjanna. Einnig voru bæði fyrirtækin sammála um að um einstakt tækifæri væri að ræða til þess að koma á góðri ljósleiðaratengingu milli frændþjóðanna Íslands og Noregs sem hafa augljósa kosti sem hýsingarstaðir fyrir gagnaver. Við erum einnig mjög ánægð með samstarfið við Aqua Comms sem hefur sýnt verkefninu mikinn áhuga og stuðning. Loks er gott að stjórnvöld hafa ákveðið að hefja stuðning við verkefni sem þetta með því að láta framkvæma könnun á sjávarbotni á nýjum streng til Evrópu,“ segir Þorvarður Sveinsson rekstrarstjóri Sýnar.Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjarskipti Tækni Tengdar fréttir Allt að ellefu strengir á teikniborðinu Áætlanir Breta gera ráð fyrir að sæstrengir frá landinu muni afkasta allt að átján gígavöttum af raforku um miðjan næsta áratug borið saman við fjögur gígavött nú. 12. desember 2018 08:45 Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira
Vodafone á Íslandi og Nordavind hafa skrifað undir samstarfssamning um að skoða samlegð með því að leggja nýjan ljósleiðarasæstreng á milli annars vegar Íslands og Írlands og hins vegar Noregs og Írlands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn hf. sem rekur Vodafone á Íslandi. Þar segir að síðustu tvö til þrjú ár hafi Vodafone unnið að því verkefni með Vodafone Group að leggja nýjan ljósleiðarasæstreng milli Íslands og Írlands. „Eftir mikla undirbúningsvinnu var niðurstaða vinnunnar að best væri að leggja sæstrenginn milli Reykjaness og vesturstrandar Írlands. Nýi strengurinn mun styrkja mjög samkeppnishæfni gagnavera á Íslandi, auka öryggi í tengingum til Íslands og stytta til muna leið gagna til Bandaríkjanna,“ segir í tilkynningu. Killala varð fyrir valinu sem lendingarstaður á Írlandi en þar er ljósleiðarasæstrengurinn AEC-1 beint til New York í Bandaríkjunum. Fyrirtækið Aqua Comms, sem sérhæfir sig í ljósleiðurum í sjó, á og rekur strenginn. Nordavind er svo norskt félag sem hyggst leggja ljósleiðara frá Þrándheimi í Noregi til Killala. „Þegar við fórum að ræða við Nordavind sáu báðir aðilar mikil tækifæri í samstarfi verkefnanna. Um sömu leið í sjó er að ræða fyrir umtalsverðan hluta strengjanna sem býr til möguleika á umtalsverðri hagkvæmni við lagningu strengjanna. Einnig voru bæði fyrirtækin sammála um að um einstakt tækifæri væri að ræða til þess að koma á góðri ljósleiðaratengingu milli frændþjóðanna Íslands og Noregs sem hafa augljósa kosti sem hýsingarstaðir fyrir gagnaver. Við erum einnig mjög ánægð með samstarfið við Aqua Comms sem hefur sýnt verkefninu mikinn áhuga og stuðning. Loks er gott að stjórnvöld hafa ákveðið að hefja stuðning við verkefni sem þetta með því að láta framkvæma könnun á sjávarbotni á nýjum streng til Evrópu,“ segir Þorvarður Sveinsson rekstrarstjóri Sýnar.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjarskipti Tækni Tengdar fréttir Allt að ellefu strengir á teikniborðinu Áætlanir Breta gera ráð fyrir að sæstrengir frá landinu muni afkasta allt að átján gígavöttum af raforku um miðjan næsta áratug borið saman við fjögur gígavött nú. 12. desember 2018 08:45 Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira
Allt að ellefu strengir á teikniborðinu Áætlanir Breta gera ráð fyrir að sæstrengir frá landinu muni afkasta allt að átján gígavöttum af raforku um miðjan næsta áratug borið saman við fjögur gígavött nú. 12. desember 2018 08:45