Klopp: Stuðningsmenn Liverpool vilja frekar vinna úrvalsdeildina en Meistaradeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2019 17:00 Jürgen Klopp. Getty/John Powell Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gerir sér fulla grein fyrir því að flestir stuðningsmenn Liverpool setja ensku úrvalsdeildina í forgang þegar kemur að því að velja á milli ensku úrvalsdeildarinnar og Meistaradeildarinnar. Liverpool tekur á móti þýska stórliðinu Bayern München annað kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool hefur ekki unnið ensku deildina í 29 ár (1990) en vann Meistradeildina árið 2005. Það var fimmti sigur Liverpool í Evrópukeppni meistaraliða en liðið vann einnig 1977, 1978, 1981 og 1984. Fjölmiðlamaður á fundi Jürgen Klopp í dag hafði það eftir stuðningsmanni Liverpool að sá hinn sami væri alveg til í að detta út á móti Bayern ef það þýddi að liðið myndi loksins vinna ensku deildina. Hann spurði Klopp út í þá yfirlýsingu.Jurgen Klopp: I know Liverpool fans would rather win the Premier League than Champions League #LFChttps://t.co/ofPdzIl0nTpic.twitter.com/wyfnjDGktk — Telegraph Football (@TeleFootball) February 18, 2019„Ég veit ekki alveg hvernig ég að svara þessu,“ sagði Jürgen Klopp enda á fullu að undirbúa Meistaradeildarleik á móti Bayern. „Ef stuðningsmenn Liverpool fengju að velja þá er það ljóst að það yrði alltaf enska úrvalsdeildin. Núna erum við hins vegar að spila í Meistaradeildinni og allir fyrrnefndir stuðningsmenn búast við því að við gerum okkar besta á morgun,“ sagði Klopp. „Þökkum guði fyrir að þurfa ekki að taka þessa ákvörðun,“ sagði Klopp síðan í léttum tón. „Við vitum það ekki í dag eða á morgun. Við verðum að gefa allt okkar, spila ástríðufullan fótbolta og fótboltann sem við búumst alltaf við þegar við spilum á Anfield,“ sagði Klopp. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gerir sér fulla grein fyrir því að flestir stuðningsmenn Liverpool setja ensku úrvalsdeildina í forgang þegar kemur að því að velja á milli ensku úrvalsdeildarinnar og Meistaradeildarinnar. Liverpool tekur á móti þýska stórliðinu Bayern München annað kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool hefur ekki unnið ensku deildina í 29 ár (1990) en vann Meistradeildina árið 2005. Það var fimmti sigur Liverpool í Evrópukeppni meistaraliða en liðið vann einnig 1977, 1978, 1981 og 1984. Fjölmiðlamaður á fundi Jürgen Klopp í dag hafði það eftir stuðningsmanni Liverpool að sá hinn sami væri alveg til í að detta út á móti Bayern ef það þýddi að liðið myndi loksins vinna ensku deildina. Hann spurði Klopp út í þá yfirlýsingu.Jurgen Klopp: I know Liverpool fans would rather win the Premier League than Champions League #LFChttps://t.co/ofPdzIl0nTpic.twitter.com/wyfnjDGktk — Telegraph Football (@TeleFootball) February 18, 2019„Ég veit ekki alveg hvernig ég að svara þessu,“ sagði Jürgen Klopp enda á fullu að undirbúa Meistaradeildarleik á móti Bayern. „Ef stuðningsmenn Liverpool fengju að velja þá er það ljóst að það yrði alltaf enska úrvalsdeildin. Núna erum við hins vegar að spila í Meistaradeildinni og allir fyrrnefndir stuðningsmenn búast við því að við gerum okkar besta á morgun,“ sagði Klopp. „Þökkum guði fyrir að þurfa ekki að taka þessa ákvörðun,“ sagði Klopp síðan í léttum tón. „Við vitum það ekki í dag eða á morgun. Við verðum að gefa allt okkar, spila ástríðufullan fótbolta og fótboltann sem við búumst alltaf við þegar við spilum á Anfield,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira