Veldur miklum áhyggjum hvernig íslenskt heilbrigðiskerfi sinnir intersex fólki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 10:45 Í tilkynningu samtakanna vegna skýrslunnar segir að intersex fólk sæti hindrunum hvað varðar aðgengi í fullnægjandi heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Að mati samtakanna stofnar það líkamlegri og andlegri heilsu þeirra í hættu amnesty international Laura Carter, rannsakandi hjá Amnesty International, segir að það valdi miklum áhyggjum hvernig heilbrigðiskerfið á Íslandi sinni intersex fólki en það eru einstaklingar sem fæðast með líffræðileg kyneinkenni sem eru ekki dæmigerð fyrir karlmenn eða konur. Ný skýrsla Amnesty um stöðu intersex fólks innan innan íslenska heilbrigðiskerfisins kom út í dag. Í tilkynningu samtakanna vegna skýrslunnar segir að intersex fólk sæti hindrunum hvað varðar aðgengi í fullnægjandi heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Að mati samtakanna stofnar það líkamlegri og andlegri heilsu þeirra í hættu. Niðurstöður skýrslunnar sýna „að þegar einstaklingar með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni og fjölskyldur þeirra leita eftir þjónustu í íslenska heilbrigðiskerfinu þá dregur skortur á skýru mannréttindamiðuðu verklagi og þverfaglegri nálgun, ásamt ónógum félagslegum stuðningi, úr möguleikum þeirra til að njóta líkamlegrar og andlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er,“ eins og segir í tilkynningu Amnesty. Carter sinnir rannsóknum innan deildar hjá Amnesty sem snýr að málefnum er varða kynhneigð og kynvitund hjá aðalstöðum samtakanna. „Viðmælendur okkar greindu frá því að þeim fyndist sem læknar hlustuðu ekki á hvað þeir vildu fyrir sjálfa sig eða börnin sín heldur kysu frekar að grípa til þess að lagfæra líkama intersex einstaklinga með skurðaðgerð eða hormónameðferð. Á síðustu árum hefur orðið mikil vitundarvakning um þessi mál, sem fyrst og síðast er að þakka þrotlausri vinnu intersex aðgerðasinna en þar sem villandi upplýsingar og fordómar eru enn við lýði verður intersex fólk enn fyrir skaða,“ segir Carter. Í tilkynningu Amnesty segir að frumvarp til laga „kynrænt sjálfræði, sem áætlað er að lagt verði fyrir Alþingi í febrúar, ætti að skapa tækifæri til að vernda réttindi intersex barna og fullorðinna en í núverandi drögum að frumvarpinu er vöntun á mikilvægri vernd fyrir intersex börn. Þá sérstaklega hvað varðar ákvæði til að koma í veg fyrir ónauðsynlegar, óafturkræfar og inngripsmiklar aðgerðar á börnum sem fæðast með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni.“Nánar má lesa um skýrslu Amnesty á vefsíðu samtakanna. Heilbrigðismál Jafnréttismál Tengdar fréttir Yrðu bestu lög í heimi Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir kynjafræðingur fagnar frumvarpsdrögum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði. 11. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Laura Carter, rannsakandi hjá Amnesty International, segir að það valdi miklum áhyggjum hvernig heilbrigðiskerfið á Íslandi sinni intersex fólki en það eru einstaklingar sem fæðast með líffræðileg kyneinkenni sem eru ekki dæmigerð fyrir karlmenn eða konur. Ný skýrsla Amnesty um stöðu intersex fólks innan innan íslenska heilbrigðiskerfisins kom út í dag. Í tilkynningu samtakanna vegna skýrslunnar segir að intersex fólk sæti hindrunum hvað varðar aðgengi í fullnægjandi heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Að mati samtakanna stofnar það líkamlegri og andlegri heilsu þeirra í hættu. Niðurstöður skýrslunnar sýna „að þegar einstaklingar með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni og fjölskyldur þeirra leita eftir þjónustu í íslenska heilbrigðiskerfinu þá dregur skortur á skýru mannréttindamiðuðu verklagi og þverfaglegri nálgun, ásamt ónógum félagslegum stuðningi, úr möguleikum þeirra til að njóta líkamlegrar og andlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er,“ eins og segir í tilkynningu Amnesty. Carter sinnir rannsóknum innan deildar hjá Amnesty sem snýr að málefnum er varða kynhneigð og kynvitund hjá aðalstöðum samtakanna. „Viðmælendur okkar greindu frá því að þeim fyndist sem læknar hlustuðu ekki á hvað þeir vildu fyrir sjálfa sig eða börnin sín heldur kysu frekar að grípa til þess að lagfæra líkama intersex einstaklinga með skurðaðgerð eða hormónameðferð. Á síðustu árum hefur orðið mikil vitundarvakning um þessi mál, sem fyrst og síðast er að þakka þrotlausri vinnu intersex aðgerðasinna en þar sem villandi upplýsingar og fordómar eru enn við lýði verður intersex fólk enn fyrir skaða,“ segir Carter. Í tilkynningu Amnesty segir að frumvarp til laga „kynrænt sjálfræði, sem áætlað er að lagt verði fyrir Alþingi í febrúar, ætti að skapa tækifæri til að vernda réttindi intersex barna og fullorðinna en í núverandi drögum að frumvarpinu er vöntun á mikilvægri vernd fyrir intersex börn. Þá sérstaklega hvað varðar ákvæði til að koma í veg fyrir ónauðsynlegar, óafturkræfar og inngripsmiklar aðgerðar á börnum sem fæðast með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni.“Nánar má lesa um skýrslu Amnesty á vefsíðu samtakanna.
Heilbrigðismál Jafnréttismál Tengdar fréttir Yrðu bestu lög í heimi Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir kynjafræðingur fagnar frumvarpsdrögum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði. 11. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Yrðu bestu lög í heimi Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir kynjafræðingur fagnar frumvarpsdrögum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði. 11. febrúar 2019 07:00