Örlög Marsjeppans Opportunity virðast ráðin á fimmtán ára afmælinu Kjartan Kjartansson skrifar 1. febrúar 2019 10:22 HiRise-myndavélin á Mars Reconnaissance Orbiter-brautarfarinu náði að staðsetja Opportunity í september. NASA Vísindamenn og verkfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA eru við það að gefa upp alla von um að þeir nái nokkru sinni sambandi við Marsjeppann Opportunity aftur. Ekkert hefur spurst til geimfarins, sem hefur verið í fimmtán ár á Mars, í tæpa átta mánuði eftir ógurlegan rykstorm sem gekk yfir reikistjörnuna. Stormurinn var sá versti sem menn hafa séð á þeim fjörutíu árum sem þeir hafa send könnunarför til yfirborðs Mars. Náði hann á tímabili þvert yfir reikistjörnuna og lokaði á allt sólarljós. Það voru slæmar fréttir fyrir Opportunity sem er sólarknúinn. Þegar síðast náðist samband við könnunarjeppann 10. júní var sólargeislunin aðeins einn fertugasti af því sem hún hafði verið fyrir storminn, að sögn Scientific American. Talið er að Opportunity hafi lagst í dvala þegar orkan var á þrotum í miðjum storminum. Verkfræðingar NASA hafa síðan reynt að ná sambandi við jeppann en án árangurs. Vonir höfðu staðið til þess að jeppinn gæti hlaðið sig þegar storminum slotaði. Þegar það gerðist ekki vonuðust menn til þess að vindatímabilið á Mars myndi hreinsa sólarsellur geimfarsins. Nú virðist öll von úti um að Opportunity hafi lifað storminn af. Án orku hefur jeppinn ekki getað knúið hitara sem forða viðkvæmum vélbúnaði frá því að verða frostinu á yfirborði Mars að bráð. Búist er við því að NASA lýsi því fljótlega yfir að leiðangurinn sé loks á enda runninn. Opportunity hefur skráð sig í sögubækurnar sem langlífasta könnunarfar á yfirborði annarrar reikistjörnu. Fimmtán ár eru nú liðin frá því að hann lenti á Mars 25. janúar árið 2004 en upphaflega átti leiðangurinn aðeins að standa yfir í þrjá mánuði. Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Enn spyrst ekkert til Marsjeppans Opportunity Langlífasti könnunarjeppi NASA liggur líklega enn í dvala eftir gríðarlegan sandstorm sem gekk yfir Mars í sumar. Óvíst er hvort hann vakni aftur til lífsins. 14. október 2018 08:58 Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11 Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Vísindamenn og verkfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA eru við það að gefa upp alla von um að þeir nái nokkru sinni sambandi við Marsjeppann Opportunity aftur. Ekkert hefur spurst til geimfarins, sem hefur verið í fimmtán ár á Mars, í tæpa átta mánuði eftir ógurlegan rykstorm sem gekk yfir reikistjörnuna. Stormurinn var sá versti sem menn hafa séð á þeim fjörutíu árum sem þeir hafa send könnunarför til yfirborðs Mars. Náði hann á tímabili þvert yfir reikistjörnuna og lokaði á allt sólarljós. Það voru slæmar fréttir fyrir Opportunity sem er sólarknúinn. Þegar síðast náðist samband við könnunarjeppann 10. júní var sólargeislunin aðeins einn fertugasti af því sem hún hafði verið fyrir storminn, að sögn Scientific American. Talið er að Opportunity hafi lagst í dvala þegar orkan var á þrotum í miðjum storminum. Verkfræðingar NASA hafa síðan reynt að ná sambandi við jeppann en án árangurs. Vonir höfðu staðið til þess að jeppinn gæti hlaðið sig þegar storminum slotaði. Þegar það gerðist ekki vonuðust menn til þess að vindatímabilið á Mars myndi hreinsa sólarsellur geimfarsins. Nú virðist öll von úti um að Opportunity hafi lifað storminn af. Án orku hefur jeppinn ekki getað knúið hitara sem forða viðkvæmum vélbúnaði frá því að verða frostinu á yfirborði Mars að bráð. Búist er við því að NASA lýsi því fljótlega yfir að leiðangurinn sé loks á enda runninn. Opportunity hefur skráð sig í sögubækurnar sem langlífasta könnunarfar á yfirborði annarrar reikistjörnu. Fimmtán ár eru nú liðin frá því að hann lenti á Mars 25. janúar árið 2004 en upphaflega átti leiðangurinn aðeins að standa yfir í þrjá mánuði.
Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Enn spyrst ekkert til Marsjeppans Opportunity Langlífasti könnunarjeppi NASA liggur líklega enn í dvala eftir gríðarlegan sandstorm sem gekk yfir Mars í sumar. Óvíst er hvort hann vakni aftur til lífsins. 14. október 2018 08:58 Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11 Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Enn spyrst ekkert til Marsjeppans Opportunity Langlífasti könnunarjeppi NASA liggur líklega enn í dvala eftir gríðarlegan sandstorm sem gekk yfir Mars í sumar. Óvíst er hvort hann vakni aftur til lífsins. 14. október 2018 08:58
Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11
Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52