Spyr sá sem ekki veit Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 4. febrúar 2019 15:49 Lög kveða á um að í landinu skuli starfa svonefnd dómstólasýsla. Þetta er samkvæmt lögum sjálfstæð stjórnsýslustofnun sem sagt er að skuli annast sameiginlega stjórnsýslu dómstólanna. Ráðherra skipar fimm menn í stjórn þessarar stofnunar. Þar á meðal er formaðurinn sem kosinn er af dómurum Hæstaréttar úr þeirra röðum. Eitt helsta verkefni þessarar stjórnar er að gera tillögur um fjárveitingar til dómstóla. Meðal þeirra er Landsréttur sem hóf starfsemi sína í ársbyrjun 2018. Gert er ráð fyrir að tillaga um fjárveitingu til þessa dómstóls sé aðgreind frá öðrum tillögum sýslunnar. Að auki hefur þessi stjórnsýslustofnun margvísleg áhrif á almenna starfsemi dómstólanna, þ.m.t. Landsréttar. Afstaða hennar til slíkra málefna snertir beint starfshagsmuni þeirra sem þar starfa. Núverandi formaður dómstólasýslunnar heitir Benedikt Bogason og er hann hæstaréttardómari. Hann stendur persónulega í málaskaki fyrir dómstólum. Á síðasta ári áfrýjaði hann til Landsréttar dómi héraðsdóms Reykjaness í máli sem hann hafði höfðað gegn mér til ómerkingar á notkun minni á orðinu „dómsmorð“ um hæstaréttardóm sem hann hafði átt þátt í að kveða upp. Ég hafði með dóminum verið sýknaður af kröfu hans. Málið bíður nú málflutnings í Landsrétti. Mér er spurn. Hvernig ætlar Landsréttur að tryggja mér hlutlausa málsmeðferð í máli sem þessi valdamikli stjórnsýsluhafi í málefnum dómstólsins hefur höfðað gegn mér? Getur dómstóllinn tryggt mér slíka meðferð, þó að í hlut eigi valdsmaður sem getur haft afgerandi áhrif á fjárveitingar ríkisins til starfsemi dómstólsins? Spyr sá sem ekki veit.Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Lög kveða á um að í landinu skuli starfa svonefnd dómstólasýsla. Þetta er samkvæmt lögum sjálfstæð stjórnsýslustofnun sem sagt er að skuli annast sameiginlega stjórnsýslu dómstólanna. Ráðherra skipar fimm menn í stjórn þessarar stofnunar. Þar á meðal er formaðurinn sem kosinn er af dómurum Hæstaréttar úr þeirra röðum. Eitt helsta verkefni þessarar stjórnar er að gera tillögur um fjárveitingar til dómstóla. Meðal þeirra er Landsréttur sem hóf starfsemi sína í ársbyrjun 2018. Gert er ráð fyrir að tillaga um fjárveitingu til þessa dómstóls sé aðgreind frá öðrum tillögum sýslunnar. Að auki hefur þessi stjórnsýslustofnun margvísleg áhrif á almenna starfsemi dómstólanna, þ.m.t. Landsréttar. Afstaða hennar til slíkra málefna snertir beint starfshagsmuni þeirra sem þar starfa. Núverandi formaður dómstólasýslunnar heitir Benedikt Bogason og er hann hæstaréttardómari. Hann stendur persónulega í málaskaki fyrir dómstólum. Á síðasta ári áfrýjaði hann til Landsréttar dómi héraðsdóms Reykjaness í máli sem hann hafði höfðað gegn mér til ómerkingar á notkun minni á orðinu „dómsmorð“ um hæstaréttardóm sem hann hafði átt þátt í að kveða upp. Ég hafði með dóminum verið sýknaður af kröfu hans. Málið bíður nú málflutnings í Landsrétti. Mér er spurn. Hvernig ætlar Landsréttur að tryggja mér hlutlausa málsmeðferð í máli sem þessi valdamikli stjórnsýsluhafi í málefnum dómstólsins hefur höfðað gegn mér? Getur dómstóllinn tryggt mér slíka meðferð, þó að í hlut eigi valdsmaður sem getur haft afgerandi áhrif á fjárveitingar ríkisins til starfsemi dómstólsins? Spyr sá sem ekki veit.Höfundur er lögmaður
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar