Ár lotukerfisins Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. febrúar 2019 08:00 Í lotukerfinu er að finna mikilfenglega frásögn,“ sagði Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), í París í síðustu viku þegar hátíðarhöldum í tilefni af 150 ára afmæli lotukerfisins var ýtt úr vör. Hún bætti við: „Markmið þessarar sögu er að hjálpa okkur að skilja innsta eðli allra hluta.“ Árið 2019 er alþjóðlegt ár lotukerfisins. Flest þekkjum við lotukerfið – þessa undarlegu kassaröð sem hékk á vegg í skólastofunni sem stolt yfirlýsing um að hér væru sannarlega vísindi stunduð – en fæst höfum við freistað þess að raunverulega skilja skammstafanirnar, loturnar og gildisrafeindirnar sem mynda grundvöll þessa sögulega afreks mannsandans sem lotukerfi Rússans Dmítrí Mendelejev er. Það er engin skömm að því. En allir, þá sérstaklega þau ungmenni sem nú sitja á skólabekk og virða fyrir sér lotukerfið ýmist af undrun eða fyrirlitningu, ættu að fá tækifæri til fræðast um og upplifa þá einstöku auðmýkt sem lotukerfið framkallar þegar það er skoðað í heild sinni. Því hin ókláraða saga sem Azoulay vísaði til er sannarlega mikilfengleg. Frásögnin, eins og er sögð í lotukerfi samtímans, segir okkur frá því hvernig vetni, helíum og tiltölulega lítið af líþíni mynduðust við þúsund milljarða gráðu hita, örfáum sekúndum eftir Miklahvell; hvernig öll frumefni léttari en járn myndast í kjarnasamruna í hjarta sólstjarna, og dreifast um alheiminn þegar dauðvona stjörnur þeyta ytri lögum sínum út í svartnættið; hvernig öll þyngri frumefni verða til í samruna í sprengistjörnum. Saga þessi er endurskrifuð í sífellu. Efnasamsetning alheimsins – skoðuð á nægilega löngum tímakvarða – er síbreytileg. Um leið er sagan sem lotukerfið segir okkur ekki aðeins saga aðgreiningar og flokkunar. Í lotukerfinu er að finna þá þekkingu sem þarf til að sameina frumefnin, í göfugum jafnt sem skelfilegum tilgangi. Í lotukerfinu finnum við bæði uppskriftina að lífsnauðsynlegum lyfjum og efnavopnum. Í þessari einföldu töflu endurspeglast bæði eiginleiki mannskepnunnar til að láta gott af sér leiða og sá ljótleiki sem oft virðist einkenna tegundina okkar. Breski heimspekingurinn Bertrand Russell komst að þeirri vafasömu niðurstöðu eftir að hafa kynnt sér eiginleika joðs og áhrif efnisins, eða skort þess í líkamanum, á gáfnafar einstaklinga, að ómögulegt væri að aðskilja sálina frá líkamlegum ferlum. Þannig væri andlegt líf mannskepnunnar, heilsa hennar og allur sá harmur sem hún upplifir í raun ekkert nema lotukerfið. Þrátt fyrir djúpstæða þekkingu á frumefnum og efnasamsetningu heimsins, þá er augljóslega margt sem við vitum ekki. Ekki er hægt að ímynda sér heppilegri tímasetningu til að virkja forvitni og kraft þeirra sem nú sitja á skólabekk til að finna þessi svör en einmitt á ári lotukerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Sjá meira
Í lotukerfinu er að finna mikilfenglega frásögn,“ sagði Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), í París í síðustu viku þegar hátíðarhöldum í tilefni af 150 ára afmæli lotukerfisins var ýtt úr vör. Hún bætti við: „Markmið þessarar sögu er að hjálpa okkur að skilja innsta eðli allra hluta.“ Árið 2019 er alþjóðlegt ár lotukerfisins. Flest þekkjum við lotukerfið – þessa undarlegu kassaröð sem hékk á vegg í skólastofunni sem stolt yfirlýsing um að hér væru sannarlega vísindi stunduð – en fæst höfum við freistað þess að raunverulega skilja skammstafanirnar, loturnar og gildisrafeindirnar sem mynda grundvöll þessa sögulega afreks mannsandans sem lotukerfi Rússans Dmítrí Mendelejev er. Það er engin skömm að því. En allir, þá sérstaklega þau ungmenni sem nú sitja á skólabekk og virða fyrir sér lotukerfið ýmist af undrun eða fyrirlitningu, ættu að fá tækifæri til fræðast um og upplifa þá einstöku auðmýkt sem lotukerfið framkallar þegar það er skoðað í heild sinni. Því hin ókláraða saga sem Azoulay vísaði til er sannarlega mikilfengleg. Frásögnin, eins og er sögð í lotukerfi samtímans, segir okkur frá því hvernig vetni, helíum og tiltölulega lítið af líþíni mynduðust við þúsund milljarða gráðu hita, örfáum sekúndum eftir Miklahvell; hvernig öll frumefni léttari en járn myndast í kjarnasamruna í hjarta sólstjarna, og dreifast um alheiminn þegar dauðvona stjörnur þeyta ytri lögum sínum út í svartnættið; hvernig öll þyngri frumefni verða til í samruna í sprengistjörnum. Saga þessi er endurskrifuð í sífellu. Efnasamsetning alheimsins – skoðuð á nægilega löngum tímakvarða – er síbreytileg. Um leið er sagan sem lotukerfið segir okkur ekki aðeins saga aðgreiningar og flokkunar. Í lotukerfinu er að finna þá þekkingu sem þarf til að sameina frumefnin, í göfugum jafnt sem skelfilegum tilgangi. Í lotukerfinu finnum við bæði uppskriftina að lífsnauðsynlegum lyfjum og efnavopnum. Í þessari einföldu töflu endurspeglast bæði eiginleiki mannskepnunnar til að láta gott af sér leiða og sá ljótleiki sem oft virðist einkenna tegundina okkar. Breski heimspekingurinn Bertrand Russell komst að þeirri vafasömu niðurstöðu eftir að hafa kynnt sér eiginleika joðs og áhrif efnisins, eða skort þess í líkamanum, á gáfnafar einstaklinga, að ómögulegt væri að aðskilja sálina frá líkamlegum ferlum. Þannig væri andlegt líf mannskepnunnar, heilsa hennar og allur sá harmur sem hún upplifir í raun ekkert nema lotukerfið. Þrátt fyrir djúpstæða þekkingu á frumefnum og efnasamsetningu heimsins, þá er augljóslega margt sem við vitum ekki. Ekki er hægt að ímynda sér heppilegri tímasetningu til að virkja forvitni og kraft þeirra sem nú sitja á skólabekk til að finna þessi svör en einmitt á ári lotukerfisins.
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar