Auðvelt hjá Bucks í New York Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 07:30 Lífið er ljúft hjá Antetokounmpo og liðsfélögum hans vísir/getty Milwaukee Bucks er besta lið NBA deildarinnar í vetur þegar horft er í töfluna og Giannis Antetokounmpo og félagar áttu ekki í miklum vandræðum gegn Brooklyn Nets í nótt. Antetokounmpo far einni stoðsendingu frá tvöfaldri þrennu með 30 stig, 15 fráköst og níu stoðsendingar í 113-94 sigri Milwaukee. Heimamenn í Nets gerðu gestunum ekki mjög erfitt fyrir, þeir hittu ekki úr 19 af fyrstu 20 þriggja stiga tilraunum og kláruðu leikinn með 5 þrista úr 42 tilraunum eða 11,9 prósenta skotnýtingu. Malcolm Brogdon bætti 16 stigum við fyrir Bucks og Eric Bledsoe 15 þegar þeir grænu enduðu níu leikja heimavallarsigurgöngu Brooklyn.#Giannis tallies 30 PTS, 15 REB and 9 AST and the @Bucks improve their league-best record to 39-13 on the season! #FearTheDeerpic.twitter.com/tKD6agioph — NBA (@NBA) February 5, 2019 Denver Nuggets missti Golden State Warriors upp fyrir sig á toppi vesturdeildarinnar með því að tapa fyrir Detroit Pistons í Detroit. Andre Drummond skoraði 14 stig í þriðja leikhluta þegar Denver byggði upp góða forystu sína og tryggði sér 129-103 sigur og endaði þar með sex leikja sigurgöngu Denver. Drummond setti 27 stig í heildina sem jafnar hans besta leik í vetur. Blake Griffin bætti 17 stigum við fyrir Detroit og Reggie Jackson 14. Um helgina missti Detroit niður 25 stiga forystu gegn Los Angeles Clippers en í nótt hleyptu þeir Denver aldrei í áhlaup og náðu að halda sigrinum.27 PTS (12/14 FG) and 12 REB for @AndreDrummond in the @DetroitPistons 129-103 home victory! #DetroitBasketballpic.twitter.com/R8pNHoMgDf — NBA (@NBA) February 5, 2019 James Harden skoraði yfir 40 stig í tuttugasta skipti í vetur þegar Houston Rockets sótti sigur til Phoenix. Harden skoraði 45 stig í leiknum sem Rockets vann 118-110 og nú hefur hann farið 27 leiki í röð þar sem hann skorar 30 stig eða meira. „Ég held bara áfram. Það er ekkert sem getur hægt á mér eða stoppað mig,“ sagði Harden eftir leikinn. Houston var með forystuna allan leikinn, heimamenn náðu þó að hanga í þeim í fyrri hálfleik en þegar forskot Houston var orðið 20 stig í þriðja leikhluta var vonin orðin lítil.Point No. 43, 44 and 45 for The Beard. #Rockets WATCH on NBALP: https://t.co/M0EAJ7DX09pic.twitter.com/erTnVYxxD4 — NBA (@NBA) February 5, 2019Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - Denver Nuggets 129-103 Washington Wizards - Atlanta Hawks 129-137 Brooklyn Nets - Milwaukee Bucks 94-113 New Orleans Pelicans - Indiana Pacers 107-109 Phoenix Suns - Houston Rockets 110-118 Sacramento Kings - San Antonio Spurs 127-112 NBA Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
Milwaukee Bucks er besta lið NBA deildarinnar í vetur þegar horft er í töfluna og Giannis Antetokounmpo og félagar áttu ekki í miklum vandræðum gegn Brooklyn Nets í nótt. Antetokounmpo far einni stoðsendingu frá tvöfaldri þrennu með 30 stig, 15 fráköst og níu stoðsendingar í 113-94 sigri Milwaukee. Heimamenn í Nets gerðu gestunum ekki mjög erfitt fyrir, þeir hittu ekki úr 19 af fyrstu 20 þriggja stiga tilraunum og kláruðu leikinn með 5 þrista úr 42 tilraunum eða 11,9 prósenta skotnýtingu. Malcolm Brogdon bætti 16 stigum við fyrir Bucks og Eric Bledsoe 15 þegar þeir grænu enduðu níu leikja heimavallarsigurgöngu Brooklyn.#Giannis tallies 30 PTS, 15 REB and 9 AST and the @Bucks improve their league-best record to 39-13 on the season! #FearTheDeerpic.twitter.com/tKD6agioph — NBA (@NBA) February 5, 2019 Denver Nuggets missti Golden State Warriors upp fyrir sig á toppi vesturdeildarinnar með því að tapa fyrir Detroit Pistons í Detroit. Andre Drummond skoraði 14 stig í þriðja leikhluta þegar Denver byggði upp góða forystu sína og tryggði sér 129-103 sigur og endaði þar með sex leikja sigurgöngu Denver. Drummond setti 27 stig í heildina sem jafnar hans besta leik í vetur. Blake Griffin bætti 17 stigum við fyrir Detroit og Reggie Jackson 14. Um helgina missti Detroit niður 25 stiga forystu gegn Los Angeles Clippers en í nótt hleyptu þeir Denver aldrei í áhlaup og náðu að halda sigrinum.27 PTS (12/14 FG) and 12 REB for @AndreDrummond in the @DetroitPistons 129-103 home victory! #DetroitBasketballpic.twitter.com/R8pNHoMgDf — NBA (@NBA) February 5, 2019 James Harden skoraði yfir 40 stig í tuttugasta skipti í vetur þegar Houston Rockets sótti sigur til Phoenix. Harden skoraði 45 stig í leiknum sem Rockets vann 118-110 og nú hefur hann farið 27 leiki í röð þar sem hann skorar 30 stig eða meira. „Ég held bara áfram. Það er ekkert sem getur hægt á mér eða stoppað mig,“ sagði Harden eftir leikinn. Houston var með forystuna allan leikinn, heimamenn náðu þó að hanga í þeim í fyrri hálfleik en þegar forskot Houston var orðið 20 stig í þriðja leikhluta var vonin orðin lítil.Point No. 43, 44 and 45 for The Beard. #Rockets WATCH on NBALP: https://t.co/M0EAJ7DX09pic.twitter.com/erTnVYxxD4 — NBA (@NBA) February 5, 2019Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - Denver Nuggets 129-103 Washington Wizards - Atlanta Hawks 129-137 Brooklyn Nets - Milwaukee Bucks 94-113 New Orleans Pelicans - Indiana Pacers 107-109 Phoenix Suns - Houston Rockets 110-118 Sacramento Kings - San Antonio Spurs 127-112
NBA Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira