Græna lauman í skattamálum? Ásdís Kristjánsdóttir. skrifar 6. febrúar 2019 07:00 Það er bæði eðlileg og jákvæð forgangsröðun að skattheimta þjóni loftslagsmarkmiðum. Slíkir skattar, oft kallaðir grænir skattar, eru hannaðir með það að leiðarljósi að hvetja til breyttrar hegðunar en ekki til tekjuöflunar fyrir hið opinbera. Enda er það almennt svo að skili þeir tilætluðum árangri munu þeir skila takmörkuðum skatttekjum horft til framtíðar. Það er því mikilvægt að ríkissjóður sé ekki háður tekjustreymi grænna skatta til fjáröflunar á almennum útgjöldum. Árið 2017 skiluðu grænir skattar 47 milljörðum króna í tekjum til ríkissjóðs. Undir þá samtölu falla skattar sem hafa tengsl við koltvísýringslosun vegna notkunar tækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, einna helst ökutækja; vörugjald á ökutæki, vörugjald af bensíni, bifreiðagjald, eldsneytisgjald, kílómetragjald og kolefnisgjald. Meginþorri þessara skattstofna var þó upphaflega hugsaður til fjármögnunar á vegakerfinu en sérstaka bensíngjaldið, olíugjaldið og kílómetragjaldið tilheyrðu áður mörkuðum tekjum Vegagerðarinnar, þ.e. fyrir tilkomu laga um opinber fjármál (nr. 123/2015). Á Íslandi hefur innheimta grænna skatta þannig ekki aðeins verið rökstudd með vísan í þann samfélagslega ávinning sem skattarnir eiga að hafa í för með sér, heldur einnig tekjuþarfar ríkissjóðs til fjármögnunar vegakerfisins svo dæmi séu tekin. Það vekur þó athygli að þrátt fyrir aukna áherslu á græna skattlagningu þá virðist ekki vera haldið nákvæmt bókhald yfir framlög ríkisins á móti slíkri skattlagningu til verkefna sem m.a. tengjast samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda eða bættra loftgæða almennt. Er það áhyggjuefni.Ekki allt vænt sem vel er grænt Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er komið inn á mikilvægi þess að heildarendurskoðun eigi sér stað á gjaldtöku í samgöngum, grænum sköttum og skattaívilnunum þannig að skattheimtan þjóni loftslagsmarkmiðum. Með umhverfismál í deiglunni getur þó skapast hvati til að sveipa nýja skatta grænni hulu, jafnvel þótt þeir leiði í raun ekki til umhverfisvænni hegðunar af hálfu neytenda eða fyrirtækja. Það má finna dæmi þess á Norðurlöndunum þar sem nýir skattar hafa verið innleiddir og kynntir sem grænir skattar en hafa í raun ekki verið annað en hrein tekjuöflun fyrir hið opinbera. Frá árinu 2010 hefur fjöldi vistvænna bifreiða hér á landi meira en tólffaldast og á innheimta ríkisins á grænum sköttum líklega stóran þátt í þeirri þróun. Á sama tíma hafa tekjur ríkisins af eldsneytis- og vörugjöldum á hverja bifreið dregist saman um 46% á föstu verðlagi. Fjárþörf vegakerfisins hefur aftur á móti ekki dregist saman heldur aukist ef eitthvað er. Augljóst er að ekki er unnt að treysta á grænt tekjustreymi, sem er í raun tímabundið, til að fjármagna vegaframkvæmdir til framtíðar. Þess þá heldur ef áform stjórnvalda ganga eftir um orkuskipti í vegasamgöngum þar sem nýskráningar dísil- og bensínbifreiða verða óheimilar eftir 2030. Í ljósi þeirra breytinga sem nú eru að eiga sér stað þarf að endurhugsa hvernig vegakerfið er fjármagnað. Umræða um veggjöld er því eðlileg í ljósi þessa. Mikilvægt er þó tryggja að ef til nýrrar gjaldtöku eða skattlagningar kemur þá verði um leið tekjur vegna grænna skatta nýttar til þess að lækka aðra almenna skatta þannig að heildaráhrifin á tekjur ríkissjóðs verði hverfandi. Jafnvel mætti lækka álagningu á umhverfisvæna starfsemi sérstaklega en þannig væri ýtt enn frekar undir umhverfisvitund almennings og fyrirtækja, eins og þegar er gert með lækkun virðisaukaskatts á rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbifreiðum. Græn skattlagning er eðlileg forgangsröðun af hálfu stjórnvalda en um leið mikilvægt að stjórnvöld birti opinberlega áætlanir sínar um ráðstöfun grænna skatttekna, sér í lagi hyggi stjórnvöld á frekari álagningu grænna skatta. Það stuðlar bæði að auknu gagnsæi skattkerfisins og tryggir að skattar sem lítið eiga skylt við umhverfið séu ekki sveipaðir grænni hulu.Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það er bæði eðlileg og jákvæð forgangsröðun að skattheimta þjóni loftslagsmarkmiðum. Slíkir skattar, oft kallaðir grænir skattar, eru hannaðir með það að leiðarljósi að hvetja til breyttrar hegðunar en ekki til tekjuöflunar fyrir hið opinbera. Enda er það almennt svo að skili þeir tilætluðum árangri munu þeir skila takmörkuðum skatttekjum horft til framtíðar. Það er því mikilvægt að ríkissjóður sé ekki háður tekjustreymi grænna skatta til fjáröflunar á almennum útgjöldum. Árið 2017 skiluðu grænir skattar 47 milljörðum króna í tekjum til ríkissjóðs. Undir þá samtölu falla skattar sem hafa tengsl við koltvísýringslosun vegna notkunar tækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, einna helst ökutækja; vörugjald á ökutæki, vörugjald af bensíni, bifreiðagjald, eldsneytisgjald, kílómetragjald og kolefnisgjald. Meginþorri þessara skattstofna var þó upphaflega hugsaður til fjármögnunar á vegakerfinu en sérstaka bensíngjaldið, olíugjaldið og kílómetragjaldið tilheyrðu áður mörkuðum tekjum Vegagerðarinnar, þ.e. fyrir tilkomu laga um opinber fjármál (nr. 123/2015). Á Íslandi hefur innheimta grænna skatta þannig ekki aðeins verið rökstudd með vísan í þann samfélagslega ávinning sem skattarnir eiga að hafa í för með sér, heldur einnig tekjuþarfar ríkissjóðs til fjármögnunar vegakerfisins svo dæmi séu tekin. Það vekur þó athygli að þrátt fyrir aukna áherslu á græna skattlagningu þá virðist ekki vera haldið nákvæmt bókhald yfir framlög ríkisins á móti slíkri skattlagningu til verkefna sem m.a. tengjast samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda eða bættra loftgæða almennt. Er það áhyggjuefni.Ekki allt vænt sem vel er grænt Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er komið inn á mikilvægi þess að heildarendurskoðun eigi sér stað á gjaldtöku í samgöngum, grænum sköttum og skattaívilnunum þannig að skattheimtan þjóni loftslagsmarkmiðum. Með umhverfismál í deiglunni getur þó skapast hvati til að sveipa nýja skatta grænni hulu, jafnvel þótt þeir leiði í raun ekki til umhverfisvænni hegðunar af hálfu neytenda eða fyrirtækja. Það má finna dæmi þess á Norðurlöndunum þar sem nýir skattar hafa verið innleiddir og kynntir sem grænir skattar en hafa í raun ekki verið annað en hrein tekjuöflun fyrir hið opinbera. Frá árinu 2010 hefur fjöldi vistvænna bifreiða hér á landi meira en tólffaldast og á innheimta ríkisins á grænum sköttum líklega stóran þátt í þeirri þróun. Á sama tíma hafa tekjur ríkisins af eldsneytis- og vörugjöldum á hverja bifreið dregist saman um 46% á föstu verðlagi. Fjárþörf vegakerfisins hefur aftur á móti ekki dregist saman heldur aukist ef eitthvað er. Augljóst er að ekki er unnt að treysta á grænt tekjustreymi, sem er í raun tímabundið, til að fjármagna vegaframkvæmdir til framtíðar. Þess þá heldur ef áform stjórnvalda ganga eftir um orkuskipti í vegasamgöngum þar sem nýskráningar dísil- og bensínbifreiða verða óheimilar eftir 2030. Í ljósi þeirra breytinga sem nú eru að eiga sér stað þarf að endurhugsa hvernig vegakerfið er fjármagnað. Umræða um veggjöld er því eðlileg í ljósi þessa. Mikilvægt er þó tryggja að ef til nýrrar gjaldtöku eða skattlagningar kemur þá verði um leið tekjur vegna grænna skatta nýttar til þess að lækka aðra almenna skatta þannig að heildaráhrifin á tekjur ríkissjóðs verði hverfandi. Jafnvel mætti lækka álagningu á umhverfisvæna starfsemi sérstaklega en þannig væri ýtt enn frekar undir umhverfisvitund almennings og fyrirtækja, eins og þegar er gert með lækkun virðisaukaskatts á rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbifreiðum. Græn skattlagning er eðlileg forgangsröðun af hálfu stjórnvalda en um leið mikilvægt að stjórnvöld birti opinberlega áætlanir sínar um ráðstöfun grænna skatttekna, sér í lagi hyggi stjórnvöld á frekari álagningu grænna skatta. Það stuðlar bæði að auknu gagnsæi skattkerfisins og tryggir að skattar sem lítið eiga skylt við umhverfið séu ekki sveipaðir grænni hulu.Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs SA.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun