Már varar eindregið við því að laun verði hækkuð til muna Jakob Bjarnar skrifar 6. febrúar 2019 11:18 Nánast má fullyrða að verkalýðsleiðtogar munu túlka orð Más sem sprengju í kjaraviðræðurnar. Már Guðmundsson Seðlabankastjóri segir að launahækkanir umfram svigrúm yrðu mikið áfall fyrir þjóðarbúskapinn og vera ávísun á hærri vexti og atvinnuleysi. Telja má víst að orð hans muni ýfa burstir á herskáum verkalýðsleiðtogum sem nú standa í stórræðum við samningaborðið. Í morgun var tilkynnt sú ákvörðun Seðlabanka Íslands að hækka ekki stýrivexti. En með fylgja varnaðarorð Seðlabankastjórans. Mikill þungi er í máli Más sem leggur út af spurningunni hverjar séu efnahagshorfur og hver er ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans? „Breytingar frá síðustu spá Seðlabanka Íslands ganga í gagnstæðar áttir. Það dregur núna hratt úr hagvexti vegna samdráttar í ferðaþjónustu. Mun fleiri fyrirtæki vilja nú fækka starfsfólki en vilja fjölga. Verðbólguhorfur, þær hafa versnað vegna þess að gengi krónunnar lækkaði á haustmánuðum,“ segir Már í pistli eða ávarpi sem Seðlabankinn framleiðir. Launahækkanir yrðu áfall „Það eru hins vegar góðar fréttir að langtíma verðbólguvæntingar hafa lækkað nokkuð frá því sem þær risu hæst fyrir jól og af þeim sökum hafa raunvextir Seðlabankans hækkað,“ segir Már og beinir þá máli sínu með óbeinum hætti til þeirra sem nú standa í samningaviðræðum á vinnumarkaði: „Gagnstæðir kraftar birtast í þeirri ákvörðun okkar að halda vöxtum Seðlabankans óbreyttum. Nú slaknar á spennu í þjóðarbúskapnum en það er ekki samdráttur framundan nema að við veðrum fyrir nýjum áföllum. Verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu slíkt áfall. Afleiðingin yrði hærri vextir og meira atvinnuleysi. Reynum að forða því.“ Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Seðlabankinn heldur vöxtum óbreyttum Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum verða því áfram 4,5%. 6. febrúar 2019 08:56 Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti Tilkynnt var í morgun að meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verði áfram 4,5%. 6. febrúar 2019 09:45 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Már Guðmundsson Seðlabankastjóri segir að launahækkanir umfram svigrúm yrðu mikið áfall fyrir þjóðarbúskapinn og vera ávísun á hærri vexti og atvinnuleysi. Telja má víst að orð hans muni ýfa burstir á herskáum verkalýðsleiðtogum sem nú standa í stórræðum við samningaborðið. Í morgun var tilkynnt sú ákvörðun Seðlabanka Íslands að hækka ekki stýrivexti. En með fylgja varnaðarorð Seðlabankastjórans. Mikill þungi er í máli Más sem leggur út af spurningunni hverjar séu efnahagshorfur og hver er ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans? „Breytingar frá síðustu spá Seðlabanka Íslands ganga í gagnstæðar áttir. Það dregur núna hratt úr hagvexti vegna samdráttar í ferðaþjónustu. Mun fleiri fyrirtæki vilja nú fækka starfsfólki en vilja fjölga. Verðbólguhorfur, þær hafa versnað vegna þess að gengi krónunnar lækkaði á haustmánuðum,“ segir Már í pistli eða ávarpi sem Seðlabankinn framleiðir. Launahækkanir yrðu áfall „Það eru hins vegar góðar fréttir að langtíma verðbólguvæntingar hafa lækkað nokkuð frá því sem þær risu hæst fyrir jól og af þeim sökum hafa raunvextir Seðlabankans hækkað,“ segir Már og beinir þá máli sínu með óbeinum hætti til þeirra sem nú standa í samningaviðræðum á vinnumarkaði: „Gagnstæðir kraftar birtast í þeirri ákvörðun okkar að halda vöxtum Seðlabankans óbreyttum. Nú slaknar á spennu í þjóðarbúskapnum en það er ekki samdráttur framundan nema að við veðrum fyrir nýjum áföllum. Verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu slíkt áfall. Afleiðingin yrði hærri vextir og meira atvinnuleysi. Reynum að forða því.“
Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Seðlabankinn heldur vöxtum óbreyttum Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum verða því áfram 4,5%. 6. febrúar 2019 08:56 Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti Tilkynnt var í morgun að meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verði áfram 4,5%. 6. febrúar 2019 09:45 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Seðlabankinn heldur vöxtum óbreyttum Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum verða því áfram 4,5%. 6. febrúar 2019 08:56
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti Tilkynnt var í morgun að meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verði áfram 4,5%. 6. febrúar 2019 09:45