Brynjar hafnaði boði Stígamóta: „Þekki þeirra starfsemi mjög vel“ Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2019 18:26 Brynjar Níelsson segist þekkja vel til starfsemi Stígamóta. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur hafnað boði Stígamóta um að kíkja í „opinbera heimsókn“ til samtakanna til að kynna sér starfið sem þar fer fram. Segir þingmaðurinn að hann þekki vel til starfseminnar. Stígamót buðu Brynjari í kjölfar ummæla hans um vændi í útvarpsþættinum Harmageddon 29. janúar síðastliðinn. „Ég hafnaði því að sinni og tel mig ekki þurfa þess,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. „Ég þekki starfsemi þeirra mjög vel og þarf enga kynningu á því. Ég starfaði sem lögmaður lengi og veit alveg hvernig þau störfuðu og gera. Ég hef verið réttargæslumaður brotaþola og verjandi sakborninga áratugum saman og þekki þetta vel. Ég tel mig ekki þurfa sérstaka kynningu á því núna,“ segir Brynjar.Þú segir „að sinni“, þannig að þú útilokar ekki að kíkja í heimsókn síðar meir? „Við erum alltaf að kíkja eitthvað, öðru hvoru. Ef þau benda mér á að starfsemin sé eitthvað öðruvísi en áður þá getur vel verið að ég kíki í heimsókn til þeirra. Eins og ég segi þá þekki ég þetta starf ágætlega, enda hafa þær líka verið duglegar að kynna það opinberlega. Ég hef fylgst með Stígamótum mjög lengi.“ Fyrst var greint frá því á Facebook-síðu Stígamóta að Brynjar hafi hafnað boðinu. Þá segir að af gefnu tilefni vilji samtökin vekja athygli á því að starfsfólk Stígamóta segi brotaþolum ekki að það sé búið að brjóta á þeim, né fólki í vændi að þau séu brotaþolar. „Fólkið sem kemur hingað kemur einungis til að vinna úr afleiðingum kynferðisofbeldis, og er því kunnugt um líðan sína og hvað hefur gerst í lífi þeirra,“ segir í færslunni. Málið má rekja til útvarpsviðtals við Brynjar í þættinum Harmageddon á X-inu þar sem fjallað var um mál íslenskrar vændiskonu sem hafði verið til umfjöllunar í fréttum Stöðvar 2. Lýsti hún því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku og leiðst út í vændi árið 2010. Hún hafi hins vegar ákveðið að hætta vændinu eftir að hafa fengið aðstoðar hjá Stígamótum og Bjarkahlíð. Nú langi hana til að kæra það sem hún lýsir sem ofbeldi. Það sé þó ekki í boði þar sem brotin séu fyrnd.Gagnrýnir að „kynlífsviðskipti“ séu gerð að kynferðisbroti Í viðtalinu gagnrýndi Brynjar það að „kynlífsviðskipti“ væru gerð að kynferðisbroti og slíkt væri hluti af „feðraveldishugmyndafræði“. „Þetta er bara hluti af þessum fræðum og þessari pólitísku hugmyndafræði. Sem byggjast á því að þessi kona ber auðvitað enga ábyrgð á hegðun sinni, þetta er svolítið þannig. Og nú á að fara að kæra einhverja menn. Ég hef auðvitað alltaf sagt að kynlífsviðskipti, sem eru auðvitað á milli tveggja, að annar þeirra sé brotlegur og hinn ekki, það er hluti af þessari hugmyndafræði, það er að segja feðraveldishugmyndfræði. Að konan sé hin kúgaða og karlinn er gerandi. Þess vegna er þetta gert að kynferðisbroti, kaupin,“ sagði Brynjar og ítrekaði að konan þyrfti að bera ábyrgð á eigin gjörðum. Þingmaðurinn ræddi einnig þátt Stígamóta í málinu. „En núna hefur hún áttað sig á því þessi kona, mörgum árum seinna, að hún var fórnarlamb einhverra karla af því að hún er búin að vera í sambandi við Stígamót. Hún áttaði sig greinilega ekki á því þegar hún var að þessu. Vegna þess að hún auglýsti, hún reynir að fá kúnnann. Af hverju tekur hún ekki ábyrgð á því?“ spurði Brynjar í viðtalinu.Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Alþingi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Stígamót bjóða Brynjari í heimsókn vegna ummæla hans um vændi Brynjari er boðið í kjölfar ummæla hans um vændi í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. 30. janúar 2019 22:30 Viðtal við íslenska vændiskonu: „Það er mjög óþægilegt að geta ekki horft á fréttir án þess að geta séð einn af gerendum sínum“ Þekktir og valdamiklir menn eru meðal vændiskaupenda í Reykjavík að sögn íslenskrar vændiskonu sem seldi aðgang að líkama sínum þar til fyrir tveimur árum. Tugir og jafnvel hundruð karlmenn keyptu af henni vændi. Hana langar að kæra mennina en getur það ekki því brotin eru fyrnd. Hún segir sárt að geta ekki skilað skömminni. 27. janúar 2019 18:45 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur hafnað boði Stígamóta um að kíkja í „opinbera heimsókn“ til samtakanna til að kynna sér starfið sem þar fer fram. Segir þingmaðurinn að hann þekki vel til starfseminnar. Stígamót buðu Brynjari í kjölfar ummæla hans um vændi í útvarpsþættinum Harmageddon 29. janúar síðastliðinn. „Ég hafnaði því að sinni og tel mig ekki þurfa þess,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. „Ég þekki starfsemi þeirra mjög vel og þarf enga kynningu á því. Ég starfaði sem lögmaður lengi og veit alveg hvernig þau störfuðu og gera. Ég hef verið réttargæslumaður brotaþola og verjandi sakborninga áratugum saman og þekki þetta vel. Ég tel mig ekki þurfa sérstaka kynningu á því núna,“ segir Brynjar.Þú segir „að sinni“, þannig að þú útilokar ekki að kíkja í heimsókn síðar meir? „Við erum alltaf að kíkja eitthvað, öðru hvoru. Ef þau benda mér á að starfsemin sé eitthvað öðruvísi en áður þá getur vel verið að ég kíki í heimsókn til þeirra. Eins og ég segi þá þekki ég þetta starf ágætlega, enda hafa þær líka verið duglegar að kynna það opinberlega. Ég hef fylgst með Stígamótum mjög lengi.“ Fyrst var greint frá því á Facebook-síðu Stígamóta að Brynjar hafi hafnað boðinu. Þá segir að af gefnu tilefni vilji samtökin vekja athygli á því að starfsfólk Stígamóta segi brotaþolum ekki að það sé búið að brjóta á þeim, né fólki í vændi að þau séu brotaþolar. „Fólkið sem kemur hingað kemur einungis til að vinna úr afleiðingum kynferðisofbeldis, og er því kunnugt um líðan sína og hvað hefur gerst í lífi þeirra,“ segir í færslunni. Málið má rekja til útvarpsviðtals við Brynjar í þættinum Harmageddon á X-inu þar sem fjallað var um mál íslenskrar vændiskonu sem hafði verið til umfjöllunar í fréttum Stöðvar 2. Lýsti hún því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku og leiðst út í vændi árið 2010. Hún hafi hins vegar ákveðið að hætta vændinu eftir að hafa fengið aðstoðar hjá Stígamótum og Bjarkahlíð. Nú langi hana til að kæra það sem hún lýsir sem ofbeldi. Það sé þó ekki í boði þar sem brotin séu fyrnd.Gagnrýnir að „kynlífsviðskipti“ séu gerð að kynferðisbroti Í viðtalinu gagnrýndi Brynjar það að „kynlífsviðskipti“ væru gerð að kynferðisbroti og slíkt væri hluti af „feðraveldishugmyndafræði“. „Þetta er bara hluti af þessum fræðum og þessari pólitísku hugmyndafræði. Sem byggjast á því að þessi kona ber auðvitað enga ábyrgð á hegðun sinni, þetta er svolítið þannig. Og nú á að fara að kæra einhverja menn. Ég hef auðvitað alltaf sagt að kynlífsviðskipti, sem eru auðvitað á milli tveggja, að annar þeirra sé brotlegur og hinn ekki, það er hluti af þessari hugmyndafræði, það er að segja feðraveldishugmyndfræði. Að konan sé hin kúgaða og karlinn er gerandi. Þess vegna er þetta gert að kynferðisbroti, kaupin,“ sagði Brynjar og ítrekaði að konan þyrfti að bera ábyrgð á eigin gjörðum. Þingmaðurinn ræddi einnig þátt Stígamóta í málinu. „En núna hefur hún áttað sig á því þessi kona, mörgum árum seinna, að hún var fórnarlamb einhverra karla af því að hún er búin að vera í sambandi við Stígamót. Hún áttaði sig greinilega ekki á því þegar hún var að þessu. Vegna þess að hún auglýsti, hún reynir að fá kúnnann. Af hverju tekur hún ekki ábyrgð á því?“ spurði Brynjar í viðtalinu.Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan.
Alþingi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Stígamót bjóða Brynjari í heimsókn vegna ummæla hans um vændi Brynjari er boðið í kjölfar ummæla hans um vændi í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. 30. janúar 2019 22:30 Viðtal við íslenska vændiskonu: „Það er mjög óþægilegt að geta ekki horft á fréttir án þess að geta séð einn af gerendum sínum“ Þekktir og valdamiklir menn eru meðal vændiskaupenda í Reykjavík að sögn íslenskrar vændiskonu sem seldi aðgang að líkama sínum þar til fyrir tveimur árum. Tugir og jafnvel hundruð karlmenn keyptu af henni vændi. Hana langar að kæra mennina en getur það ekki því brotin eru fyrnd. Hún segir sárt að geta ekki skilað skömminni. 27. janúar 2019 18:45 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Stígamót bjóða Brynjari í heimsókn vegna ummæla hans um vændi Brynjari er boðið í kjölfar ummæla hans um vændi í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. 30. janúar 2019 22:30
Viðtal við íslenska vændiskonu: „Það er mjög óþægilegt að geta ekki horft á fréttir án þess að geta séð einn af gerendum sínum“ Þekktir og valdamiklir menn eru meðal vændiskaupenda í Reykjavík að sögn íslenskrar vændiskonu sem seldi aðgang að líkama sínum þar til fyrir tveimur árum. Tugir og jafnvel hundruð karlmenn keyptu af henni vændi. Hana langar að kæra mennina en getur það ekki því brotin eru fyrnd. Hún segir sárt að geta ekki skilað skömminni. 27. janúar 2019 18:45
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent