Hyggjast hópfjármagna hof eftir framúrkeyrslu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. febrúar 2019 08:00 Ásatrúarfélaginu var úthlutuð lóð í Öskjuhlíð árið 2006 en tíu árum síðar hófust framkvæmdir. Svona var staðan í fyrradag. Fréttablaðið/Anton Brink Kostnaður við byggingu ásatrúarhofsins í Öskjuhlíð er kominn langt fram úr áætlun og skoðar félagið nú nýstárlegar leiðir til fjáröflunar fyrir lokasprett framkvæmdanna. Allsherjargoði segir hópfjármögnunarherferð í undirbúningi til að komast hjá skuldsetningu. Vonast er til að safna að minnsta kosti 18 milljónum króna með þessu móti. „Það er svo mikið af fólki búið að hafa samband og vill fá að vita hvort það geti styrkt þetta á einhvern hátt,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði spurður út í málið. „Við höfum verið að reyna að finna þessu farveg þannig að við séum ekki með betlistafinn heldur frekar að þetta sé eitthvað þar sem fólk er að fá eitthvað á móti,“ segir Hilmar Örn og segir að verið sé að hanna einhverja pakka sem bæði henta þeim sem gefa lítið og þeim sem hafa viljað gefa meira. Hópfjármögnunarsíður á borð við Karolina Fund bjóða velunnurum oft fríðindi eða eitthvað annað í staðinn fyrir styrkveitinguna. Ekki er búið að ákveða hvort Karolina Fund eða annar sambærilegur vettvangur verður fyrir valinu. „Við höfum verið að skoða alla möguleika. Maður vill geta gert þetta með ákveðinni reisn.“ Hingað til hefur verkefnið verið fjármagnað alfarið af félagsmönnum og því fé sem félagið hefur safnað. En Ásatrúarfélagið er ekki ónæmt fyrir hættunni á framúrkeyrslu í framkvæmdum, frekar en aðrir. „Við höfum lent í, eins og virðist vera með hverja einustu byggingu á Íslandi, að fara langt fram yfir áætlun. Upprunaleg áætlun upp á 127 milljónir er löngu sprungin,“ segir Hilmar Örn. Í dag áætlar hann að þurfi 270 milljónir til að klára verkið. Á lögréttufundi þann 12. desember kom fram að fjárhagsstaða félagsins væri betri nú en undanfarna mánuði og hægt hafi verið að standa við allar skuldbindingar félagsins og hofkostnað án þess að það bitni á félagsstarfseminni. Nokkuð sem Hilmar segir að sé góðu fólki að þakka. „Við höfum ekki enn þurft að taka bankalán og við viljum sjá hvað við getum lagt til sjálf og með þessu átaki. Upprunalega hugmyndin var að gera þetta skuldlaust og við þrjóskumst við enn þá.“ Hilmar segir bjartsýnustu spár gera ráð fyrir verklokum í desember, vonir standi þó til að koma félagsstarfinu inn í bygginguna í haust en smíði hvelfingar hofsins sé óvissuþáttur. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Trúmál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Kostnaður við byggingu ásatrúarhofsins í Öskjuhlíð er kominn langt fram úr áætlun og skoðar félagið nú nýstárlegar leiðir til fjáröflunar fyrir lokasprett framkvæmdanna. Allsherjargoði segir hópfjármögnunarherferð í undirbúningi til að komast hjá skuldsetningu. Vonast er til að safna að minnsta kosti 18 milljónum króna með þessu móti. „Það er svo mikið af fólki búið að hafa samband og vill fá að vita hvort það geti styrkt þetta á einhvern hátt,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði spurður út í málið. „Við höfum verið að reyna að finna þessu farveg þannig að við séum ekki með betlistafinn heldur frekar að þetta sé eitthvað þar sem fólk er að fá eitthvað á móti,“ segir Hilmar Örn og segir að verið sé að hanna einhverja pakka sem bæði henta þeim sem gefa lítið og þeim sem hafa viljað gefa meira. Hópfjármögnunarsíður á borð við Karolina Fund bjóða velunnurum oft fríðindi eða eitthvað annað í staðinn fyrir styrkveitinguna. Ekki er búið að ákveða hvort Karolina Fund eða annar sambærilegur vettvangur verður fyrir valinu. „Við höfum verið að skoða alla möguleika. Maður vill geta gert þetta með ákveðinni reisn.“ Hingað til hefur verkefnið verið fjármagnað alfarið af félagsmönnum og því fé sem félagið hefur safnað. En Ásatrúarfélagið er ekki ónæmt fyrir hættunni á framúrkeyrslu í framkvæmdum, frekar en aðrir. „Við höfum lent í, eins og virðist vera með hverja einustu byggingu á Íslandi, að fara langt fram yfir áætlun. Upprunaleg áætlun upp á 127 milljónir er löngu sprungin,“ segir Hilmar Örn. Í dag áætlar hann að þurfi 270 milljónir til að klára verkið. Á lögréttufundi þann 12. desember kom fram að fjárhagsstaða félagsins væri betri nú en undanfarna mánuði og hægt hafi verið að standa við allar skuldbindingar félagsins og hofkostnað án þess að það bitni á félagsstarfseminni. Nokkuð sem Hilmar segir að sé góðu fólki að þakka. „Við höfum ekki enn þurft að taka bankalán og við viljum sjá hvað við getum lagt til sjálf og með þessu átaki. Upprunalega hugmyndin var að gera þetta skuldlaust og við þrjóskumst við enn þá.“ Hilmar segir bjartsýnustu spár gera ráð fyrir verklokum í desember, vonir standi þó til að koma félagsstarfinu inn í bygginguna í haust en smíði hvelfingar hofsins sé óvissuþáttur.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Trúmál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira