Hugvitið og nýsköpunin eina leiðin fram á við Sveinn Arnarsson skrifar 8. febrúar 2019 06:30 Sigríður Mogensen. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Þetta er framlag Samtaka iðnaðarins við mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Við erum að leggja til ýmsar aðgerðir á þessu sviði og viljum sjá meira gerast í þessum málaflokki á kjörtímabilinu því við erum að dragast aftur úr í samanburði við önnur ríki,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, um nýsköpunarstefnu samtakanna sem kynnt var í gær. Í stefnunni er staðan eins og hún er í dag dregin fram sem og framtíðarsýn fyrir árið 2050. Bent er á að nú séu margvíslegir veikleikar í umhverfi nýsköpunar á Íslandi. Til að bæta umgjörð og hvata til nýsköpunar á Íslandi eru lagðar til aðgerðir í fjórum meginþáttum. Í fyrsta lagi er lagt til að fjárfesting í rannsóknum og þróun verði aukin meðal annars með afnámi á þaki á endurgreiðslur og skattaívilnunum. Í öðru lagi er lagt til að framboð af sérfræðingum verði aukið með því að horfa til uppbyggingar menntakerfisins og efla umgjörð til að taka á móti sérfræðingum. Þá er lagt til að stuðningsumhverfið verði einfaldað og eflt. Hægt sé að ná fram meiri skilvirkni og hagræðingu með því að sameina málaflokkinn undir einni stofnun. Að lokum er bent á mikilvægi þess að efla kynningar- og markaðsstarf þannig að Íslandi verði kynnt sem ákjósanlegur staður fyrir fólk og fyrirtæki í nýsköpun. Sigríður segir að verði ekki gripið til aðgerða sem allra fyrst muni það koma niður á lífskjörum í framtíðinni. „Þá munum við ekki ná að byggja upp þá verðmætasköpun sem við þurfum. Það er grundvallaratriðið í þessu því hugvitið og nýsköpunin er eina leiðin fram á við.“ Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira
„Þetta er framlag Samtaka iðnaðarins við mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Við erum að leggja til ýmsar aðgerðir á þessu sviði og viljum sjá meira gerast í þessum málaflokki á kjörtímabilinu því við erum að dragast aftur úr í samanburði við önnur ríki,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, um nýsköpunarstefnu samtakanna sem kynnt var í gær. Í stefnunni er staðan eins og hún er í dag dregin fram sem og framtíðarsýn fyrir árið 2050. Bent er á að nú séu margvíslegir veikleikar í umhverfi nýsköpunar á Íslandi. Til að bæta umgjörð og hvata til nýsköpunar á Íslandi eru lagðar til aðgerðir í fjórum meginþáttum. Í fyrsta lagi er lagt til að fjárfesting í rannsóknum og þróun verði aukin meðal annars með afnámi á þaki á endurgreiðslur og skattaívilnunum. Í öðru lagi er lagt til að framboð af sérfræðingum verði aukið með því að horfa til uppbyggingar menntakerfisins og efla umgjörð til að taka á móti sérfræðingum. Þá er lagt til að stuðningsumhverfið verði einfaldað og eflt. Hægt sé að ná fram meiri skilvirkni og hagræðingu með því að sameina málaflokkinn undir einni stofnun. Að lokum er bent á mikilvægi þess að efla kynningar- og markaðsstarf þannig að Íslandi verði kynnt sem ákjósanlegur staður fyrir fólk og fyrirtæki í nýsköpun. Sigríður segir að verði ekki gripið til aðgerða sem allra fyrst muni það koma niður á lífskjörum í framtíðinni. „Þá munum við ekki ná að byggja upp þá verðmætasköpun sem við þurfum. Það er grundvallaratriðið í þessu því hugvitið og nýsköpunin er eina leiðin fram á við.“
Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira