M.Sc. í áhrifa- valdafræði María Bjarnadóttir skrifar 8. febrúar 2019 07:00 Flestir foreldrar vilja undirbúa börnin sín vel fyrir framtíðina. Helst viljum við auðvitað að þau hafi yfir að ráða eiginleikum eða reynslu sem atvinnulíf framtíðarinnar ofmetur að verðleikum svo þau hafi fjárhagslega burði til þess að „vinna til að lifa, ekki lifa til að vinna“ og geti orðið „besta útgáfan af sjálfum sér“. Það er átakanlegt fyrir okkur foreldra nútímans að horfast í augu við að hugsanlega þýðir þetta að ungarnir okkar muni ekki starfa við eitthvað almennilegt eins og rafvirkjun eða lögmennsku, heldur sem youtubarar eða áhrifavaldar. Hvernig kemur það heim og saman við sannleikann um að sprenglæring úr háskóla sé lykillinn að einbýlishúsi og sportjeppa? Nú hefur spænskur háskóli svarað þessari spurningu með meistaranámi í áhrifavalda- og vídeóbloggarafræði. Skólinn telur námið veita nemendum forskot til að ná árangri í þessum vinsælustu störfum 21. aldarinnar. Er hræðilega gamaldags að setja spurningamerki við þetta? Auðvitað hefur tækniframþróun alltaf haft áhrif á atvinnumarkaðinn. Á leiðinni hafa tapast og myndast ótal starfsstéttir. Spurningin er hverju foreldrar eiga að vera að hlúa að hjá blessuðum börnunum til þess að forða þeim frá örlögum Luktar-Gvendar á vinnumarkaði. Þetta skapar áleitnar uppeldisspurningar. Eru tímatakmarkanir á Fortnite-spilamennsku grunnskólabarna að koma í veg fyrir atvinnumannaferil í Fortnite-dansi? Kemur bann á TikToc núna í veg fyrir nauðsynlega þjálfun í framsögn fyrir feril í hólógrafískri fjölmiðlun síðar? Eða er þetta tapað hvort eð er því að róbótarnir verða búnir að taka yfir áður en fyrsti nemandinn útskrifast með meistaragráðu í áhrifavaldafræði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Flestir foreldrar vilja undirbúa börnin sín vel fyrir framtíðina. Helst viljum við auðvitað að þau hafi yfir að ráða eiginleikum eða reynslu sem atvinnulíf framtíðarinnar ofmetur að verðleikum svo þau hafi fjárhagslega burði til þess að „vinna til að lifa, ekki lifa til að vinna“ og geti orðið „besta útgáfan af sjálfum sér“. Það er átakanlegt fyrir okkur foreldra nútímans að horfast í augu við að hugsanlega þýðir þetta að ungarnir okkar muni ekki starfa við eitthvað almennilegt eins og rafvirkjun eða lögmennsku, heldur sem youtubarar eða áhrifavaldar. Hvernig kemur það heim og saman við sannleikann um að sprenglæring úr háskóla sé lykillinn að einbýlishúsi og sportjeppa? Nú hefur spænskur háskóli svarað þessari spurningu með meistaranámi í áhrifavalda- og vídeóbloggarafræði. Skólinn telur námið veita nemendum forskot til að ná árangri í þessum vinsælustu störfum 21. aldarinnar. Er hræðilega gamaldags að setja spurningamerki við þetta? Auðvitað hefur tækniframþróun alltaf haft áhrif á atvinnumarkaðinn. Á leiðinni hafa tapast og myndast ótal starfsstéttir. Spurningin er hverju foreldrar eiga að vera að hlúa að hjá blessuðum börnunum til þess að forða þeim frá örlögum Luktar-Gvendar á vinnumarkaði. Þetta skapar áleitnar uppeldisspurningar. Eru tímatakmarkanir á Fortnite-spilamennsku grunnskólabarna að koma í veg fyrir atvinnumannaferil í Fortnite-dansi? Kemur bann á TikToc núna í veg fyrir nauðsynlega þjálfun í framsögn fyrir feril í hólógrafískri fjölmiðlun síðar? Eða er þetta tapað hvort eð er því að róbótarnir verða búnir að taka yfir áður en fyrsti nemandinn útskrifast með meistaragráðu í áhrifavaldafræði?
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar