Fundu konuna ískalda í hnipri í kuldanum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. febrúar 2019 12:15 Hér sjást þeir Finnur Smári Torfason og Stephan Mamtler, björgunarmennirnir sem fundu konuna. Mynd/friðrik jónas Aðstæður til leitar að konu á sextugsaldri í Skaftafelli í gær voru erfiðar að sögn björgunarsveitarmanna sem tóku þátt í leitinni. Konan fannst skömmu eftir miðnætti og var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Konan sem týndist í gær er frá Japan en hefur verið búsett í Evrópu í á annan áratug. Hún hefur verið á ferðalagi með fjölskyldu sinni á Íslandi síðustu daga. Upp úr miðjum degi varð hún viðskila við samferðafólk sitt. Á sjöunda tímanum voru björgunarsveitir á Suðausturlandi boðaðar út til leitar auk lögreglu og áhafnar á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Í heildina tóku á þriðja hundrað björgunarsveitarmenn úr Reykjavík í vestri og Vopnafirði í austri þátt í leitinni.Leitarsvæðið var stórt og á þriðja hundrað björgunarsveitarmanna tóku þátt í leitinni.LoftmyndirAðstæður leiðinlegar og erfiðar Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar á Suðausturlandi, stýrði aðgerðum á vettvangi í gær en hann segir að leiðindaveður hafi verið á leitarsvæðinu. „Þegar líða tók á kvöldið þá fór að hvessa og það var sennilega hátt í 20, 25 metra vindur upp á heiði þar sem konan finnst,“ segir Friðrik. „Þannig að aðstæður voru mjög leiðinlegar og erfiðar.“ Í verstu hviðunum þurftu björgunarsveitarmenn að beygja sig undan vindi en auk þess segir Friðrik að snjór í kjarrlendinu í Skaftafelli hafi gert erfitt fyrir.TF-Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í leitinni. Hér er hún við Skaftafell í gærkvöldi.LandsbjörgVar búin að sjá þyrluna á sveimi Friðrik segir að konan hafi verið afskaplega fegin að sjá björgunarmenn sem gengu fram á hana eftir miðnætti í nótt, ekki fjarri staðnum þar sem hún varð viðskila við fjölskyldu sína. Hún hafði villst af slóða á svæðinu. „Hún var mjög fegin að sjá fólk. Hún var búin að sjá þyrluna yfir sér nokkrum sinnum en þeir sáu ekki til hennar. Hún hafði ekki orðið vör við leitarmenn en það eru þarna tveir leitarmenn sem sjá þennan troðning og fara hann og finna hana þar, búna að hnipra sig niður og orðin verulega köld.“ Friðrik segir að konan hafi þó verið ágætlega búna til útivistar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var fengin til þess að flytja konuna undir læknishendur á Höfn í Hornafirði. „Það var mat læknis um borð að hún skyldi fara inn á Landspítalann til eftirfylgni þar í nótt og þá aðallega út af ofkælingu.“ Björgunarsveitir Skaftárhreppur Tengdar fréttir Leitað verður eins lengi að konunni og aðstæður leyfa Mannskapur streymir enn á svæðið. 7. febrúar 2019 22:23 Þyrlan, hundar og drónar leita að konunni Auka mannskapur kallaður út vegna leitarinnar í Skaftafelli. 7. febrúar 2019 21:09 Leit að konu í Skaftafelli: Var á ferð með fjölskyldu sinni Konan er á sextugsaldri en hún varð viðskila við fjölskyldu sína um miðjan dag. 7. febrúar 2019 23:49 Konan sem leitað var að fundin heil á húfi Á þriðja hundrað manns tók þátt í leitinni. 8. febrúar 2019 00:40 Mest lesið Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Innlent Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Innlent Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Innlent Steini frá Straumnesi látinn Innlent Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Innlent Óku á yfir 60 og missa ökuréttindin Innlent Fleiri fréttir Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Ánægja með gjaldfrjálsar skólamáltíðir en fjármögnunin áskorun Verðbólga eykst og Alþingi í óvissu Gerðu úttekt á skrifstofu Ríkissáttasemjara Stærsti árgangur sögunnar fer í framhaldsskóla: „Það verður þétt setið í skólastofunni“ Flakk á fylginu og brunamótamatið vanáætlað Lögregla varar við „Nígeríubréfum“ og öðrum netglæpum Veita engar upplýsingar um tilboðið í Háholt Nýju tilboði í Háholt svarað með gagntilboði Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði um tíu prósent árið 2024 Tveir skjálftar úti á Reykjaneshrygg Sjá meira
Aðstæður til leitar að konu á sextugsaldri í Skaftafelli í gær voru erfiðar að sögn björgunarsveitarmanna sem tóku þátt í leitinni. Konan fannst skömmu eftir miðnætti og var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Konan sem týndist í gær er frá Japan en hefur verið búsett í Evrópu í á annan áratug. Hún hefur verið á ferðalagi með fjölskyldu sinni á Íslandi síðustu daga. Upp úr miðjum degi varð hún viðskila við samferðafólk sitt. Á sjöunda tímanum voru björgunarsveitir á Suðausturlandi boðaðar út til leitar auk lögreglu og áhafnar á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Í heildina tóku á þriðja hundrað björgunarsveitarmenn úr Reykjavík í vestri og Vopnafirði í austri þátt í leitinni.Leitarsvæðið var stórt og á þriðja hundrað björgunarsveitarmanna tóku þátt í leitinni.LoftmyndirAðstæður leiðinlegar og erfiðar Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar á Suðausturlandi, stýrði aðgerðum á vettvangi í gær en hann segir að leiðindaveður hafi verið á leitarsvæðinu. „Þegar líða tók á kvöldið þá fór að hvessa og það var sennilega hátt í 20, 25 metra vindur upp á heiði þar sem konan finnst,“ segir Friðrik. „Þannig að aðstæður voru mjög leiðinlegar og erfiðar.“ Í verstu hviðunum þurftu björgunarsveitarmenn að beygja sig undan vindi en auk þess segir Friðrik að snjór í kjarrlendinu í Skaftafelli hafi gert erfitt fyrir.TF-Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í leitinni. Hér er hún við Skaftafell í gærkvöldi.LandsbjörgVar búin að sjá þyrluna á sveimi Friðrik segir að konan hafi verið afskaplega fegin að sjá björgunarmenn sem gengu fram á hana eftir miðnætti í nótt, ekki fjarri staðnum þar sem hún varð viðskila við fjölskyldu sína. Hún hafði villst af slóða á svæðinu. „Hún var mjög fegin að sjá fólk. Hún var búin að sjá þyrluna yfir sér nokkrum sinnum en þeir sáu ekki til hennar. Hún hafði ekki orðið vör við leitarmenn en það eru þarna tveir leitarmenn sem sjá þennan troðning og fara hann og finna hana þar, búna að hnipra sig niður og orðin verulega köld.“ Friðrik segir að konan hafi þó verið ágætlega búna til útivistar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var fengin til þess að flytja konuna undir læknishendur á Höfn í Hornafirði. „Það var mat læknis um borð að hún skyldi fara inn á Landspítalann til eftirfylgni þar í nótt og þá aðallega út af ofkælingu.“
Björgunarsveitir Skaftárhreppur Tengdar fréttir Leitað verður eins lengi að konunni og aðstæður leyfa Mannskapur streymir enn á svæðið. 7. febrúar 2019 22:23 Þyrlan, hundar og drónar leita að konunni Auka mannskapur kallaður út vegna leitarinnar í Skaftafelli. 7. febrúar 2019 21:09 Leit að konu í Skaftafelli: Var á ferð með fjölskyldu sinni Konan er á sextugsaldri en hún varð viðskila við fjölskyldu sína um miðjan dag. 7. febrúar 2019 23:49 Konan sem leitað var að fundin heil á húfi Á þriðja hundrað manns tók þátt í leitinni. 8. febrúar 2019 00:40 Mest lesið Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Innlent Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Innlent Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Innlent Steini frá Straumnesi látinn Innlent Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Innlent Óku á yfir 60 og missa ökuréttindin Innlent Fleiri fréttir Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Ánægja með gjaldfrjálsar skólamáltíðir en fjármögnunin áskorun Verðbólga eykst og Alþingi í óvissu Gerðu úttekt á skrifstofu Ríkissáttasemjara Stærsti árgangur sögunnar fer í framhaldsskóla: „Það verður þétt setið í skólastofunni“ Flakk á fylginu og brunamótamatið vanáætlað Lögregla varar við „Nígeríubréfum“ og öðrum netglæpum Veita engar upplýsingar um tilboðið í Háholt Nýju tilboði í Háholt svarað með gagntilboði Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði um tíu prósent árið 2024 Tveir skjálftar úti á Reykjaneshrygg Sjá meira
Leitað verður eins lengi að konunni og aðstæður leyfa Mannskapur streymir enn á svæðið. 7. febrúar 2019 22:23
Þyrlan, hundar og drónar leita að konunni Auka mannskapur kallaður út vegna leitarinnar í Skaftafelli. 7. febrúar 2019 21:09
Leit að konu í Skaftafelli: Var á ferð með fjölskyldu sinni Konan er á sextugsaldri en hún varð viðskila við fjölskyldu sína um miðjan dag. 7. febrúar 2019 23:49
Konan sem leitað var að fundin heil á húfi Á þriðja hundrað manns tók þátt í leitinni. 8. febrúar 2019 00:40