Lýsa yfir neyðarástandi vegna ísbjarna Andri Eysteinsson skrifar 9. febrúar 2019 17:33 Ísbjörn á ferð norður af Svalbarða. Getty/Wildest Animal Yfirvöld á rússneska eyjaklasanum Novaja Semlja í Norður-Íshafi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna tíðra árása ísbjarna á íbúa svæðisins.Breska ríkisútvarpið hefur það eftir svæðisyfirvöldum að árásir bjarndýranna á fólk hafi aukist upp á síðkastið. Einnig eru birnirnir orðnir ágengari en áður og eru dæmi um að dýrin hafi leitað inn í þjónustubyggingar og heimili. Fregnir hafa borist af 52 bjarndýrum í nágrenni Belushya Guba, stærsta bæjar eyjaklasans. Sveitarstjóri Belushya Guba, Vigansha Musin sagði í yfirlýsingu að meira en fimm birnir væru í raun með fasta búsetu í nágrenni bæjarins. Musin sagði einnig að frá því að hann flutti til Novaja Semlja, árið 1983, hafi aldrei nokkurn tíma borið jafn mikið á ísbjörnum og nú. Haft er eftir bæjarstarfsmönnum að íbúar séu hræddir, fólk forðist það að fara út úr húsi og börn fari ekki í skólann vegna ástandsins.Leita inn á land í auknum mæli vegna loftslagsbreytinga Rússnesk yfirvöld hafa neitað að veita sérstök leyfi til að skjóta birnina sem eru flokkaðir til tegunda í útrýmingarhættu í Rússlandi. Birnirnir munu vera hættir að bregðast við hefðbundnum aðferðum til að fæla þá í burtu. Rekja má þessa breytingu á hegðun bjarnanna til loftslagsbreytinga. Ísinn sem birnirnir dvelja yfirleitt á minnkar og því neyðast þeir til að leita inn á land til að finna fæðu. Hana geta þeir fundið í bæjum eyjaklasans. Dýr Rússland Umhverfismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Yfirvöld á rússneska eyjaklasanum Novaja Semlja í Norður-Íshafi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna tíðra árása ísbjarna á íbúa svæðisins.Breska ríkisútvarpið hefur það eftir svæðisyfirvöldum að árásir bjarndýranna á fólk hafi aukist upp á síðkastið. Einnig eru birnirnir orðnir ágengari en áður og eru dæmi um að dýrin hafi leitað inn í þjónustubyggingar og heimili. Fregnir hafa borist af 52 bjarndýrum í nágrenni Belushya Guba, stærsta bæjar eyjaklasans. Sveitarstjóri Belushya Guba, Vigansha Musin sagði í yfirlýsingu að meira en fimm birnir væru í raun með fasta búsetu í nágrenni bæjarins. Musin sagði einnig að frá því að hann flutti til Novaja Semlja, árið 1983, hafi aldrei nokkurn tíma borið jafn mikið á ísbjörnum og nú. Haft er eftir bæjarstarfsmönnum að íbúar séu hræddir, fólk forðist það að fara út úr húsi og börn fari ekki í skólann vegna ástandsins.Leita inn á land í auknum mæli vegna loftslagsbreytinga Rússnesk yfirvöld hafa neitað að veita sérstök leyfi til að skjóta birnina sem eru flokkaðir til tegunda í útrýmingarhættu í Rússlandi. Birnirnir munu vera hættir að bregðast við hefðbundnum aðferðum til að fæla þá í burtu. Rekja má þessa breytingu á hegðun bjarnanna til loftslagsbreytinga. Ísinn sem birnirnir dvelja yfirleitt á minnkar og því neyðast þeir til að leita inn á land til að finna fæðu. Hana geta þeir fundið í bæjum eyjaklasans.
Dýr Rússland Umhverfismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira