Karlmenn efla líka tengslanetið við konur Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. janúar 2019 07:00 Viðurkenningarhátíð FKA verður haldin 31. janúar í Gamla bíói klukkan 16.30. Þar heiðrum við þrjár konur sem allar hafa skarað fram úr í atvinnulífinu. Þessari hátíð hefur FKA staðið fyrir frá árinu 1999, að árinu 2001 undanskildu. Fyrsta konan til að hljóta FKA viðurkenninguna var Hillary Rodham Clinton. Síðan þá hafa hátt í sjötíu konur verið heiðraðar fyrir þeirra framlag í þágu íslensks atvinnulífs, einstaka aðilar reyndar inn á milli. Á þessa hátíð fjölmennum við FKA-konur í hundraða tali og stundum hef ég verið spurð að því hvort karlmenn megi ekki mæta líka. Svarið er auðvitað: Jú, endilega! Sumum karlmönnum þykir mæting á hátíðina reyndar mjög sérstök upplifun. Það skýrist af því að þar eru kynjahlutföllin öfug við þau sem við eigum að venjast á viðburðum í atvinnulífinu. Ég man til dæmis eftir einum karlkyns gesti á hátíðinni okkar í fyrra. Hann er ónefndur forstjóri í Kauphallarfyrirtæki. Þessi maður kom á hlaupum inn, glaður í bragði, heilsaði með virktum en snarstansaði síðan í anddyrinu og hvíslaði að mér: ,,Rakel, er ég eini karlmaðurinn sem er hérna?“ Ég hló og hughreysti hann með því að benda honum á hvaða karlmenn væru nú þegar komnir inn í sal. Þar hitti ég hann stundu síðar í hrókasamræðum við hóp FKA-kvenna og auðvitað skemmti hann sér konunglega. Nokkrum vikum síðar hitti ég þennan mann á fjölmennri ráðstefnu SA. Þar voru að venju mun fleiri karlmenn en konur. Við rifjuðum upp þetta litla atvik úr anddyrinu og ég benti honum á að oft líður konum í atvinnulífinu nákvæmlega eins og honum leið þetta umrædda augnablik. Sérstaklega á fundum. Ég nefni sem dæmi að 78% framkvæmdastjórnenda Kauphallarfyrirtækja eru karlmenn. Sem er mikil synd því rannsóknir sýna að meiri líkur eru á betri árangri með blönduðum teymum. Ég hvet því forystumenn í atvinnulífinu til að nýta Viðurkenningarhátíð FKA sem tækifæri til að efla tengslanet sitt við konur í atvinnulífinu. Þarna fjölmennum við á okkar stærstu hátíð ársins og að okkar mati er það bara jákvætt að sem flestir fagni með okkur. Sjáumst í Gamla bíói á fimmtudag.Höfundur er formaður FKA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Sjá meira
Viðurkenningarhátíð FKA verður haldin 31. janúar í Gamla bíói klukkan 16.30. Þar heiðrum við þrjár konur sem allar hafa skarað fram úr í atvinnulífinu. Þessari hátíð hefur FKA staðið fyrir frá árinu 1999, að árinu 2001 undanskildu. Fyrsta konan til að hljóta FKA viðurkenninguna var Hillary Rodham Clinton. Síðan þá hafa hátt í sjötíu konur verið heiðraðar fyrir þeirra framlag í þágu íslensks atvinnulífs, einstaka aðilar reyndar inn á milli. Á þessa hátíð fjölmennum við FKA-konur í hundraða tali og stundum hef ég verið spurð að því hvort karlmenn megi ekki mæta líka. Svarið er auðvitað: Jú, endilega! Sumum karlmönnum þykir mæting á hátíðina reyndar mjög sérstök upplifun. Það skýrist af því að þar eru kynjahlutföllin öfug við þau sem við eigum að venjast á viðburðum í atvinnulífinu. Ég man til dæmis eftir einum karlkyns gesti á hátíðinni okkar í fyrra. Hann er ónefndur forstjóri í Kauphallarfyrirtæki. Þessi maður kom á hlaupum inn, glaður í bragði, heilsaði með virktum en snarstansaði síðan í anddyrinu og hvíslaði að mér: ,,Rakel, er ég eini karlmaðurinn sem er hérna?“ Ég hló og hughreysti hann með því að benda honum á hvaða karlmenn væru nú þegar komnir inn í sal. Þar hitti ég hann stundu síðar í hrókasamræðum við hóp FKA-kvenna og auðvitað skemmti hann sér konunglega. Nokkrum vikum síðar hitti ég þennan mann á fjölmennri ráðstefnu SA. Þar voru að venju mun fleiri karlmenn en konur. Við rifjuðum upp þetta litla atvik úr anddyrinu og ég benti honum á að oft líður konum í atvinnulífinu nákvæmlega eins og honum leið þetta umrædda augnablik. Sérstaklega á fundum. Ég nefni sem dæmi að 78% framkvæmdastjórnenda Kauphallarfyrirtækja eru karlmenn. Sem er mikil synd því rannsóknir sýna að meiri líkur eru á betri árangri með blönduðum teymum. Ég hvet því forystumenn í atvinnulífinu til að nýta Viðurkenningarhátíð FKA sem tækifæri til að efla tengslanet sitt við konur í atvinnulífinu. Þarna fjölmennum við á okkar stærstu hátíð ársins og að okkar mati er það bara jákvætt að sem flestir fagni með okkur. Sjáumst í Gamla bíói á fimmtudag.Höfundur er formaður FKA
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun