Sódavatnsvél til bjargar á Alþingi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. janúar 2019 10:58 Alþingismenn eru duglegir að að fylla á flöskur sínar í sódavatnsvél. Vísir/Vilhelm Plastflöskum fækkaði um 2500 í fyrra með kaupum á sódavatnsvél. Þá hafi magn fjölpósts til þingsins minnkað til muna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Í október hafi Alþingi fengið viðurkenningu verkefnisins Græn skref í ríkisrekstri fyrir innleiðingu á fyrsta Græna skrefinu. „Með aukinni umhverfisvitund og innleiðingu aðgerða í umhverfismálum hafa ýmsar breytingar orðið sem gera Alþingi að umhverfisvænni vinnustað. Grænu skrefin eru í hópi ábyrgðarverkefna Umhverfisstofnunar. Skulu nú nefndar til sögunnar nokkrar jákvæðar breytingar á Alþingi, þeim vinnustað sem kannski hvað oftast er milli tannanna á fólki,“ segir í tilkynningunni.Spara 2.500 flöskum á ári Innkaup á sódavatni hafa dregist saman um 87 prósent en þingmenn og aðrir starfsmenn nota nú sódavatnsvél og fylla á margnota flöskur sem þeir fengu að gjöf frá Alþingi. Þessi aðgerð fækki einnota plastflöskum árlega um 2500. Þá hafi Alþingi borist um 40 kíló af fjölpósti í hverjum mánuði, tæplega hálfu tonni af pappír. „Hluti póstsins var innpakkaður í plast. Forsætisnefnd ákvað að draga úr móttöku á fjölpósti til þingmanna og innleiddi stefnu þess efnis í desember síðastliðnum. Nú er einungis tekið á móti átta eintökum af skýrslum (einni fyrir hvern þingflokk) og fjórum eintökum af blöðum. Óskað var eftir því að blöð og skýrslur væru ekki pakkaðar í plast og að þingmenn fengju í staðinn sendan hlekk á skýrslur.“Umhverfisvænar samgöngur Stefnan nær ekki til dagblaða og landshluta- eða bæjarblaða en áskriftir að þeim eru óbreyttar enn sem komið er. „Til að auðvelda aðgang að blöðum var sett upp lesstofa þar sem hægt er að skoða skýrslur og blöð sem berast.“ Þá hafi aukin áhersla verið sett á umhverfisvænni samgöngur. „Starfsmenn og þingmenn hafa tekið vel í að hjóla og ganga til vinnu. Fleiri koma á hjólum til vinnu og settar voru upp rafmagnshleðslustöðvar fyrir bíla.“ Auk þess hefur flokkun úrgangs aukist mikið en endurvinnsluhlutfall á Alþingi árið 2017 var 72 prósent. Alþingi Umhverfismál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Plastflöskum fækkaði um 2500 í fyrra með kaupum á sódavatnsvél. Þá hafi magn fjölpósts til þingsins minnkað til muna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Í október hafi Alþingi fengið viðurkenningu verkefnisins Græn skref í ríkisrekstri fyrir innleiðingu á fyrsta Græna skrefinu. „Með aukinni umhverfisvitund og innleiðingu aðgerða í umhverfismálum hafa ýmsar breytingar orðið sem gera Alþingi að umhverfisvænni vinnustað. Grænu skrefin eru í hópi ábyrgðarverkefna Umhverfisstofnunar. Skulu nú nefndar til sögunnar nokkrar jákvæðar breytingar á Alþingi, þeim vinnustað sem kannski hvað oftast er milli tannanna á fólki,“ segir í tilkynningunni.Spara 2.500 flöskum á ári Innkaup á sódavatni hafa dregist saman um 87 prósent en þingmenn og aðrir starfsmenn nota nú sódavatnsvél og fylla á margnota flöskur sem þeir fengu að gjöf frá Alþingi. Þessi aðgerð fækki einnota plastflöskum árlega um 2500. Þá hafi Alþingi borist um 40 kíló af fjölpósti í hverjum mánuði, tæplega hálfu tonni af pappír. „Hluti póstsins var innpakkaður í plast. Forsætisnefnd ákvað að draga úr móttöku á fjölpósti til þingmanna og innleiddi stefnu þess efnis í desember síðastliðnum. Nú er einungis tekið á móti átta eintökum af skýrslum (einni fyrir hvern þingflokk) og fjórum eintökum af blöðum. Óskað var eftir því að blöð og skýrslur væru ekki pakkaðar í plast og að þingmenn fengju í staðinn sendan hlekk á skýrslur.“Umhverfisvænar samgöngur Stefnan nær ekki til dagblaða og landshluta- eða bæjarblaða en áskriftir að þeim eru óbreyttar enn sem komið er. „Til að auðvelda aðgang að blöðum var sett upp lesstofa þar sem hægt er að skoða skýrslur og blöð sem berast.“ Þá hafi aukin áhersla verið sett á umhverfisvænni samgöngur. „Starfsmenn og þingmenn hafa tekið vel í að hjóla og ganga til vinnu. Fleiri koma á hjólum til vinnu og settar voru upp rafmagnshleðslustöðvar fyrir bíla.“ Auk þess hefur flokkun úrgangs aukist mikið en endurvinnsluhlutfall á Alþingi árið 2017 var 72 prósent.
Alþingi Umhverfismál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira