Samþykktu að lækka umferðarhraða á vesturhluta Hringbrautar í 40 km/klst Birgir Olgeirsson skrifar 30. janúar 2019 15:15 Íbúar í Vesturbænum fullyrða margir hverjir að það sé daglegt brauð að sjá ökumenn aka yfir á rauðu ljósi. Vísir/Kolbeinn Tumi Skipulags- og samgönguráð gerði samþykkt um að lækka hámarkshraða á Hringbraut, milli Sæmundargötu og Ánanausta, niður í 40 kílómetra á klukkustund. Var þetta samþykkt á fundi ráðsins í dag en formaður þess, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hún bendir þó á að þetta hafi verið samþykkt með fyrirvara um samþykki frá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Einnig var samþykkt að fara í fleiri úrbætur á framkvæmdum í samstarfi við Vegagerðina sem er veghaldari Hringbrautar. Þar á meðal að bæta lýsingu við gönguþveranir á Hringbraut á þessum kafla. Setja upp hraðavaraskilti og kassa á völdum stöðum fyrir löggæslumyndavélar (hraða- og rauðljósamyndavélar), hefja undirbúning þess að endurnýja allan búnað fyrir umferðarljósastýringar á Hringbraut á þessum kafla með það að markmiði að heildarendurnýjun ljúki á næsta ári og bæta gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu fyrir óvarða vegfarendur en forhönnun þeirra er í vinnslu og verður lokið í næstu viku. Á sama tíma samþykkti skipulags- og samgönguráð að lækka hámarkshraða niður í 40 km/klst á eftirfarandi götum: - Hofsvallagötu, milli Hringbrautar og Ægissíðu. - Ægissíðu. - Nesvegi, milli Kaplaskjólsvegar og Granaskjóls/Sörlaskjóls. 6. febrúar næstkomandi klukkan 20 verður haldinn íbúafundur í Vesturbæ þar sem öryggismál í tengslum við Hringbrautina verða í brennidepli. Verður fundurinn haldinn í Vesturbæjarskóla og eru íbúar hvattir til að mæta. Á fundinum verða eftirtaldir til svara: Frá Vegagerð: Auður Þóra Árnadóttir - forstöðumaður umferðardeildar. Frá Reykjavíkurborg: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir - formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Frá lögreglunni: Sigríður Björk Guðjónsdóttir - lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins & Ásgeir Þór Ásgeirsson – yfirlögregluþjónn. Frá Samgöngustofu: Gunnar Geir Gunnarsson - deildarstjóri öryggis og fræðsludeildar & Edda Doris Meyer - sérfræðingur á mannvirkjadeild Frá samgönguráðuneyti: Jónas Birgir Jónasson - lögfræðingur á skrifstofu samgangna í Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu Borgarstjórn Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00 Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13 Borgarstjóri vill lækka hámarkshraða á Hringbraut Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur undir áhyggjur íbúa og segir að vandinn felist í of miklum hraða á Hringbraut. 12. janúar 2019 12:16 Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Mest seldu bílar í Evrópu í nóvember Bílar Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Skipulags- og samgönguráð gerði samþykkt um að lækka hámarkshraða á Hringbraut, milli Sæmundargötu og Ánanausta, niður í 40 kílómetra á klukkustund. Var þetta samþykkt á fundi ráðsins í dag en formaður þess, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hún bendir þó á að þetta hafi verið samþykkt með fyrirvara um samþykki frá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Einnig var samþykkt að fara í fleiri úrbætur á framkvæmdum í samstarfi við Vegagerðina sem er veghaldari Hringbrautar. Þar á meðal að bæta lýsingu við gönguþveranir á Hringbraut á þessum kafla. Setja upp hraðavaraskilti og kassa á völdum stöðum fyrir löggæslumyndavélar (hraða- og rauðljósamyndavélar), hefja undirbúning þess að endurnýja allan búnað fyrir umferðarljósastýringar á Hringbraut á þessum kafla með það að markmiði að heildarendurnýjun ljúki á næsta ári og bæta gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu fyrir óvarða vegfarendur en forhönnun þeirra er í vinnslu og verður lokið í næstu viku. Á sama tíma samþykkti skipulags- og samgönguráð að lækka hámarkshraða niður í 40 km/klst á eftirfarandi götum: - Hofsvallagötu, milli Hringbrautar og Ægissíðu. - Ægissíðu. - Nesvegi, milli Kaplaskjólsvegar og Granaskjóls/Sörlaskjóls. 6. febrúar næstkomandi klukkan 20 verður haldinn íbúafundur í Vesturbæ þar sem öryggismál í tengslum við Hringbrautina verða í brennidepli. Verður fundurinn haldinn í Vesturbæjarskóla og eru íbúar hvattir til að mæta. Á fundinum verða eftirtaldir til svara: Frá Vegagerð: Auður Þóra Árnadóttir - forstöðumaður umferðardeildar. Frá Reykjavíkurborg: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir - formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Frá lögreglunni: Sigríður Björk Guðjónsdóttir - lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins & Ásgeir Þór Ásgeirsson – yfirlögregluþjónn. Frá Samgöngustofu: Gunnar Geir Gunnarsson - deildarstjóri öryggis og fræðsludeildar & Edda Doris Meyer - sérfræðingur á mannvirkjadeild Frá samgönguráðuneyti: Jónas Birgir Jónasson - lögfræðingur á skrifstofu samgangna í Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu
Borgarstjórn Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00 Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13 Borgarstjóri vill lækka hámarkshraða á Hringbraut Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur undir áhyggjur íbúa og segir að vandinn felist í of miklum hraða á Hringbraut. 12. janúar 2019 12:16 Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Mest seldu bílar í Evrópu í nóvember Bílar Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00
Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13
Borgarstjóri vill lækka hámarkshraða á Hringbraut Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur undir áhyggjur íbúa og segir að vandinn felist í of miklum hraða á Hringbraut. 12. janúar 2019 12:16