Leita aðstoðar vegna óhóflegrar áreitni í garð Meghan og Katrínar á samfélagsmiðlum Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2019 23:48 Katrín hertogaynja af Cambridge og Meghan hertogaynja af Sussex hafa lengi verið sagðar elda grátt silfur saman. Lítið virðist þó til í þeim orðrómum. Getty/UK Press Pool/ Kensingtonhöll, sem fer með málefni hertogahjónanna af Cambridge og Sussex, hefur beðið samfélagsmiðlanna Instagram og Twitter um hjálp í baráttu við gríðarlega áreitni sem hertogaynjurnar Katrín og Meghan verða fyrir á miðlunum. Bandaríska fréttastofan CNN hefur eftir heimildarmanni sínum að höllin hafi beðið stjórnendur Instagram og Twitter um að hafa eftirlit með andstyggilegum athugasemdum notenda sem skrifaðar eru við færslur tengdar hertogaynjunum. Athugasemdirnar eru gjarnan ritaðar af „stuðningsmönnum“ annarrar og beinast þá gegn hinni.Sjá einnig: Drottningin sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum Meghan og Katrínar Haft er eftir heimildarmanninum að verkefnið hafi reynst afar erfitt þar sem téð áreitni sé svo umfangsmikil. Þá eru ummælin sem samfélagsmiðlanotendur viðhafa um hertogaynjurnar sögð bæði lituð kvenfyrirlitningu og kynþáttafordómum. Kensingtonhöll hefur hingað til gripið til þess ráðs að ritskoða athugasemdir notenda á samfélagsmiðlum sínum. Heimildarmaður CNN segir það hafa gengið vel, sérstaklega á Instagram þar sem innanbúðarmenn hafi tekið vel í að aðstoða talsmenn hallarinnar. Töluvert hefur verið fjallað um meintan ágreining Katrínar og Meghan í breskum götublöðum og fjölmiðlum vestanhafs. Kensingtonhöll hefur gefið út yfirlýsingar um að ekkert sé hæft í orðrómum um slíkt. Svo virðist sem ágreiningurinn sé þó raunverulegur á milli aðdáenda Katrínar annars vegar og Meghan hins vegar. Áreitnin í þeirra garð á samfélagsmiðlum varð að lokum kveikjan að herferðinni #HelloToKindness, sem hleypt var af stokkunum á mánudag og ætlað er að stemma stigu við hinni neikvæðu orðræðu. Bretland Kóngafólk Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Næsta konunglega barn sagt fæðast í apríl Hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan Markle, eiga von á sínu fyrsta barni nú í vor. 14. janúar 2019 19:56 Drottningin sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum Meghan og Katrínar Í frétt bandaríska slúðurblaðsins Us Weekly segir að Katrín og Meghan hafi grafið hina meintu stríðsöxi yfir hátíðarnar, drottningunni til mikillar ánægju. 3. janúar 2019 21:30 Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Kensingtonhöll, sem fer með málefni hertogahjónanna af Cambridge og Sussex, hefur beðið samfélagsmiðlanna Instagram og Twitter um hjálp í baráttu við gríðarlega áreitni sem hertogaynjurnar Katrín og Meghan verða fyrir á miðlunum. Bandaríska fréttastofan CNN hefur eftir heimildarmanni sínum að höllin hafi beðið stjórnendur Instagram og Twitter um að hafa eftirlit með andstyggilegum athugasemdum notenda sem skrifaðar eru við færslur tengdar hertogaynjunum. Athugasemdirnar eru gjarnan ritaðar af „stuðningsmönnum“ annarrar og beinast þá gegn hinni.Sjá einnig: Drottningin sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum Meghan og Katrínar Haft er eftir heimildarmanninum að verkefnið hafi reynst afar erfitt þar sem téð áreitni sé svo umfangsmikil. Þá eru ummælin sem samfélagsmiðlanotendur viðhafa um hertogaynjurnar sögð bæði lituð kvenfyrirlitningu og kynþáttafordómum. Kensingtonhöll hefur hingað til gripið til þess ráðs að ritskoða athugasemdir notenda á samfélagsmiðlum sínum. Heimildarmaður CNN segir það hafa gengið vel, sérstaklega á Instagram þar sem innanbúðarmenn hafi tekið vel í að aðstoða talsmenn hallarinnar. Töluvert hefur verið fjallað um meintan ágreining Katrínar og Meghan í breskum götublöðum og fjölmiðlum vestanhafs. Kensingtonhöll hefur gefið út yfirlýsingar um að ekkert sé hæft í orðrómum um slíkt. Svo virðist sem ágreiningurinn sé þó raunverulegur á milli aðdáenda Katrínar annars vegar og Meghan hins vegar. Áreitnin í þeirra garð á samfélagsmiðlum varð að lokum kveikjan að herferðinni #HelloToKindness, sem hleypt var af stokkunum á mánudag og ætlað er að stemma stigu við hinni neikvæðu orðræðu.
Bretland Kóngafólk Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Næsta konunglega barn sagt fæðast í apríl Hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan Markle, eiga von á sínu fyrsta barni nú í vor. 14. janúar 2019 19:56 Drottningin sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum Meghan og Katrínar Í frétt bandaríska slúðurblaðsins Us Weekly segir að Katrín og Meghan hafi grafið hina meintu stríðsöxi yfir hátíðarnar, drottningunni til mikillar ánægju. 3. janúar 2019 21:30 Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Næsta konunglega barn sagt fæðast í apríl Hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan Markle, eiga von á sínu fyrsta barni nú í vor. 14. janúar 2019 19:56
Drottningin sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum Meghan og Katrínar Í frétt bandaríska slúðurblaðsins Us Weekly segir að Katrín og Meghan hafi grafið hina meintu stríðsöxi yfir hátíðarnar, drottningunni til mikillar ánægju. 3. janúar 2019 21:30
Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01