Þak á endurgreiðslu ríkisins til fjölmiðla verður 50 milljónir á ári Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. janúar 2019 12:15 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra eftir blaðamannafund nú rétt fyrir hádegi þar sem hún kynnti meginefni frumvarpsins. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ráðuneytinu í morgun. Einkareknir fjölmiðlar sem uppfylla skilyrði frumvarpsins geta sótt um endurgreiðslu sem nemur fjórðungi af kostnaði við rekstur ritstjórnar á ári hverju. Þak endurgreiðslu til einstakra fjölmiðla verður 50 milljónir króna á ári. Með frumvarpinu vill ríkisstjórnin efna loforð sem sett var fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en þar segir að bæta þurfi rekstrarumhverfi fjölmiðla og efla lýðræðislega umræðu og lýðræðisþátttöku. Frumvarpið byggir á tillögum nefndar sem skipuð var tíð Illuga Gunnarsson fyrrverandi menntamálaráðherra. Nefndin skilaði skýrslu með tillögum í fyrra. Frumvarpið sækir að hluta fyrirmynd í sambærilega löggjöf á hinum Norðurlöndunum, einkum Danmerkur og Noregs, um opinberan stuðning og ívilnanir til einkarekinna fjölmiðla.Meginefni frumvarpsins: a) Ríkissjóður mun styrkja einkarekna fjölmiðla um allt að 25% af tilteknum hluta ritstjórnarkostnaðar. Sækja þarf sérstaklega um endurgreiðsluna. b) Til þess að geta fengið styrkinn þurfa viðkomandi fjölmðilar að uppfylla ýmis skilyrði fjölmiðlalaga. Efni þeirra þarf að vera fjölbreytt og fyrir allan almenning og þarf að byggjast á fréttum, fréttatengdu efni og samfélagsumræðu í víðum skilningi. c) Þak á hámarksfjárhæð styrkja til einstakra fjölmiðla verður 50 milljónir króna ári en heimild verður til að veita staðbundnum miðlum álag. Frumvarpið gerir ráð fyrir að fjölmiðlarnir uppfylli tiltekin skilyrði til að geta hlotið styrk eða endurgreiðslu á hluta kostnaðar við öflun og miðlun frétta, fréttatengt efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni. Fjölmiðlanefnd mun hafa eftirlit með því að skilyrðin séu uppfyllt en einkareknir fjölmiðlar munu þurfa að beina umsóknum sínum þangað.Helstu skilyrði sem fjölmiðlar þurfa að uppfylla eru: a) Fjölmiðill skal vera skráður eða hafa leyfi til hljóð- eða myndmiðlunar. b) Fjölmiðill skal hafa starfað óslitið í tólf mánuði eða lengur fyrir þann tíma er umsókn berst til fjölmiðlanefndar. c) Aðalmarkmið fjölmiðils skal vera miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllun um samfélagsleg málefni. d) Efni fjölmiðilsins skal vera fjölbreytt og fyrir allan almenning á Íslandi. e) Starfsmenn í fullu stafi þurfa að vera þrír að lágmarki. f) Fjölmiðill skal ekki vera í vanskilum við opinbera aðila eða lífeyrissjóði. g) Prentmiðlar skulu koma út að lágmarki 48 sinnum á ári. Netmiðlar, hljóð- og myndmiðlar og aðrir sambærilegir miðlar skulu miðla nýju efni daglega. Þá er gerð krafa um að ritstjórnarefni skuli að lágmarki vera 40% af því efni sem birtist í prentmiðlum sem dreift er endurgjaldslaust til lesenda. Ritstjórnarefni í öðrum prentmiðlum og hjá netmiðlum skal að lágmarki vera helmingur af birtu efni. Þá þarf að minnsta kosti einn sjötti hluti ritstjórnarefnis að vera byggður á sjálfstæðri frétta- eða heimildaöflun. Gert er ráð fyrir að framlag ríkisins til fjölmiðla vegna endurgreiðslunnar muni nema 300-400 milljónum króna á ári. Frumvarpið er búið að fara í gegnum kostnaðarmat í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og það er einhugur um framlagningu þess í ríkisstjórn að sögn Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra.Opnað hefur verið fyrir umsagnir um frumvarpið á Samráðsgáttinni. Fjölmiðlar Íslenska á tækniöld Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ráðuneytinu í morgun. Einkareknir fjölmiðlar sem uppfylla skilyrði frumvarpsins geta sótt um endurgreiðslu sem nemur fjórðungi af kostnaði við rekstur ritstjórnar á ári hverju. Þak endurgreiðslu til einstakra fjölmiðla verður 50 milljónir króna á ári. Með frumvarpinu vill ríkisstjórnin efna loforð sem sett var fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en þar segir að bæta þurfi rekstrarumhverfi fjölmiðla og efla lýðræðislega umræðu og lýðræðisþátttöku. Frumvarpið byggir á tillögum nefndar sem skipuð var tíð Illuga Gunnarsson fyrrverandi menntamálaráðherra. Nefndin skilaði skýrslu með tillögum í fyrra. Frumvarpið sækir að hluta fyrirmynd í sambærilega löggjöf á hinum Norðurlöndunum, einkum Danmerkur og Noregs, um opinberan stuðning og ívilnanir til einkarekinna fjölmiðla.Meginefni frumvarpsins: a) Ríkissjóður mun styrkja einkarekna fjölmiðla um allt að 25% af tilteknum hluta ritstjórnarkostnaðar. Sækja þarf sérstaklega um endurgreiðsluna. b) Til þess að geta fengið styrkinn þurfa viðkomandi fjölmðilar að uppfylla ýmis skilyrði fjölmiðlalaga. Efni þeirra þarf að vera fjölbreytt og fyrir allan almenning og þarf að byggjast á fréttum, fréttatengdu efni og samfélagsumræðu í víðum skilningi. c) Þak á hámarksfjárhæð styrkja til einstakra fjölmiðla verður 50 milljónir króna ári en heimild verður til að veita staðbundnum miðlum álag. Frumvarpið gerir ráð fyrir að fjölmiðlarnir uppfylli tiltekin skilyrði til að geta hlotið styrk eða endurgreiðslu á hluta kostnaðar við öflun og miðlun frétta, fréttatengt efni og umfjöllun um samfélagsleg málefni. Fjölmiðlanefnd mun hafa eftirlit með því að skilyrðin séu uppfyllt en einkareknir fjölmiðlar munu þurfa að beina umsóknum sínum þangað.Helstu skilyrði sem fjölmiðlar þurfa að uppfylla eru: a) Fjölmiðill skal vera skráður eða hafa leyfi til hljóð- eða myndmiðlunar. b) Fjölmiðill skal hafa starfað óslitið í tólf mánuði eða lengur fyrir þann tíma er umsókn berst til fjölmiðlanefndar. c) Aðalmarkmið fjölmiðils skal vera miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllun um samfélagsleg málefni. d) Efni fjölmiðilsins skal vera fjölbreytt og fyrir allan almenning á Íslandi. e) Starfsmenn í fullu stafi þurfa að vera þrír að lágmarki. f) Fjölmiðill skal ekki vera í vanskilum við opinbera aðila eða lífeyrissjóði. g) Prentmiðlar skulu koma út að lágmarki 48 sinnum á ári. Netmiðlar, hljóð- og myndmiðlar og aðrir sambærilegir miðlar skulu miðla nýju efni daglega. Þá er gerð krafa um að ritstjórnarefni skuli að lágmarki vera 40% af því efni sem birtist í prentmiðlum sem dreift er endurgjaldslaust til lesenda. Ritstjórnarefni í öðrum prentmiðlum og hjá netmiðlum skal að lágmarki vera helmingur af birtu efni. Þá þarf að minnsta kosti einn sjötti hluti ritstjórnarefnis að vera byggður á sjálfstæðri frétta- eða heimildaöflun. Gert er ráð fyrir að framlag ríkisins til fjölmiðla vegna endurgreiðslunnar muni nema 300-400 milljónum króna á ári. Frumvarpið er búið að fara í gegnum kostnaðarmat í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og það er einhugur um framlagningu þess í ríkisstjórn að sögn Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra.Opnað hefur verið fyrir umsagnir um frumvarpið á Samráðsgáttinni.
Fjölmiðlar Íslenska á tækniöld Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur