Einn af þremur styður veggjöld Kjartan Hreinn Njálsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. janúar 2019 06:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Meirihluti landsmanna, eða 56,1 prósent aðspurðra, er frekar eða mjög andvígur hugmyndum um að veggjöld verði innheimt til að fjármagna uppbyggingu helstu stofnleiða samgöngukerfisins samkvæmt könnun sem Zenter gerði að beiðni Fréttablaðsins. Einn af hverjum þremur er frekar eða mjög hlynntur slíkum hugmyndum. Í nýrri samgönguáætlun til næstu 15 ára sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur lagt fyrir Alþingi er að finna tillögur um að innleiða veggjöld, bæði til að mæta fyrirsjáanlegri minnkun á tekjum ríkisins af sérstökum gjöldum á eldsneyti og flýta brýnum endurbótum og uppbyggingu vegakerfisins. „Mér finnst merkilega mikill stuðningur við veggjöld í ljósi þess að engar útfærslur liggja fyrir,“ segir Sigurður Ingi. „Og sömuleiðis í ljósi þess að um umtalsverðar kerfisbreytingar er að ræða.“ Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að 32,6 prósent eru mjög andvíg hugmyndum um veggjöld en aðeins 9,8 prósent eru mjög fylgjandi veggjöldum. Mestur er stuðningurinn meðal íbúa á Vesturlandi, Vestfjörðum og á Norðurlandi, eða á bilinu 39 til 41 prósent. Flestir er mótfallnir veggjöldum á Suðurlandi og á Reykjanesi, eða 74 og 70 prósent. Rétt rúmlega helmingur íbúa höfuðborgarsvæðisins er mótfallinn hugmyndum um veggjöld, eða 54 prósent, en 34 prósent höfuðborgarbúa sögðust hlynnt slíkum hugmyndum. Niðurstöðurnar leiða jafnframt í ljós að fólk sem lokið hefur framhaldsnámi í háskóla er marktækt hlynntara veggjöldum en aðrir menntunarhópar, eða 45 prósent. „Það er ágætt að rifja það upp að þegar Hvalfjarðargöng komu til sögunnar vorum við á svipuðum stað í umræðunni. Þá voru á milli 70 og 80 prósent þjóðarinnar á móti Hvalfjarðargöngum og stór meirihluti ætlaði aldrei að keyra þau,“ segir Sigurður Ingi. Samgönguáætlunin er nú til meðferðar hjá umhverfis- og samgöngunefnd og bíður síðari umræðu. Könnun Zenter var netkönnun sem gerð var dagana 18. til 22. janúar. Úrtakið var 3.100 einstaklingar og svarhlutfallið 41,5 prósent. Gögn voru vigtuð til að úrtak endurspegli álit þjóðarinnar. Tekið var tillit til kyns, aldurs og búsetu. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Vegtollar Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Meirihluti landsmanna, eða 56,1 prósent aðspurðra, er frekar eða mjög andvígur hugmyndum um að veggjöld verði innheimt til að fjármagna uppbyggingu helstu stofnleiða samgöngukerfisins samkvæmt könnun sem Zenter gerði að beiðni Fréttablaðsins. Einn af hverjum þremur er frekar eða mjög hlynntur slíkum hugmyndum. Í nýrri samgönguáætlun til næstu 15 ára sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur lagt fyrir Alþingi er að finna tillögur um að innleiða veggjöld, bæði til að mæta fyrirsjáanlegri minnkun á tekjum ríkisins af sérstökum gjöldum á eldsneyti og flýta brýnum endurbótum og uppbyggingu vegakerfisins. „Mér finnst merkilega mikill stuðningur við veggjöld í ljósi þess að engar útfærslur liggja fyrir,“ segir Sigurður Ingi. „Og sömuleiðis í ljósi þess að um umtalsverðar kerfisbreytingar er að ræða.“ Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að 32,6 prósent eru mjög andvíg hugmyndum um veggjöld en aðeins 9,8 prósent eru mjög fylgjandi veggjöldum. Mestur er stuðningurinn meðal íbúa á Vesturlandi, Vestfjörðum og á Norðurlandi, eða á bilinu 39 til 41 prósent. Flestir er mótfallnir veggjöldum á Suðurlandi og á Reykjanesi, eða 74 og 70 prósent. Rétt rúmlega helmingur íbúa höfuðborgarsvæðisins er mótfallinn hugmyndum um veggjöld, eða 54 prósent, en 34 prósent höfuðborgarbúa sögðust hlynnt slíkum hugmyndum. Niðurstöðurnar leiða jafnframt í ljós að fólk sem lokið hefur framhaldsnámi í háskóla er marktækt hlynntara veggjöldum en aðrir menntunarhópar, eða 45 prósent. „Það er ágætt að rifja það upp að þegar Hvalfjarðargöng komu til sögunnar vorum við á svipuðum stað í umræðunni. Þá voru á milli 70 og 80 prósent þjóðarinnar á móti Hvalfjarðargöngum og stór meirihluti ætlaði aldrei að keyra þau,“ segir Sigurður Ingi. Samgönguáætlunin er nú til meðferðar hjá umhverfis- og samgöngunefnd og bíður síðari umræðu. Könnun Zenter var netkönnun sem gerð var dagana 18. til 22. janúar. Úrtakið var 3.100 einstaklingar og svarhlutfallið 41,5 prósent. Gögn voru vigtuð til að úrtak endurspegli álit þjóðarinnar. Tekið var tillit til kyns, aldurs og búsetu.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Vegtollar Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði