Nota gervigreind og Instagram í nýrri herferð undir merkjum "Höldum fókus“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. janúar 2019 11:30 Skjáskot úr auglýsingu sem blaðamaður fékk upp með að tengjast í gegnum Instagram. Ný herferð Samgöngustofu, Strætó og Sjóvá undir merkjum „Höldum fókus“ hófst í dag. Er þetta í fjórða sinn sem ráðist er í slíka herferð en markmið hennar er að minna ökumenn á að nota ekki farsímann undir stýri þar sem það skapar mikla hættu í umferðinni. Framleiðslustofan Tjarnargatan vinnur herferðina líkt og undanfarin ár en að þessu sinni er notast við Instagram-aðgang þeirra sem horfa á auglýsingar „Höldum fókus“ með hjálp frá gervigreind frá Google. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu, og Einar Ben hjá Tjarnargötunni ræddu herferðina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Einar Magnús sagði að því miður hefði verið ástæða til að fara í herferðina enn á ný. „Við erum alltaf að vona að við getum hætt þessu en það kom í ljós í viðhorfskönnun sem að Samgöngustofa gerði í lok síðasta árs að þó að niðurstöður séu mun betri en árið á undan þá eru ennþá 25 prósent sem játa á sig að vera að skrifa skilaboð á meðan á akstri stendur í símann. Það er sem sagt fjórðungur allra svarenda en hins vegar að sama skapi segja 100 prósent allra svarenda að þetta sé hættulegt sem er mjög undarlegt. Þannig að við sjáum að við þurfum því miður að hamra á því að fólk haldi fókus, fólk haldi athyglinni á umferðinni,“ sagði Einar Magnús.Þarf að fara nýjar leiðir til að koma skilaboðunum áleiðis Spurður hvort að það væru frekar yngri ökumenn heldur en eldri sem væru að nota símann sagði Einar að þeir yngri væru í aðeins stærri áhættuhópi. „En þetta er samt alveg ótrúlega breitt í gegnum aldurshópa alveg upp úr og jafnvel foreldrar sem eru að viðhafa í ásýnd barnanna sinna.“ Einar Ben sagði að vandamálið varðandi notkun ökumanna á síma undir stýri væri mjög alvarlegt. Stöðugt þyrfti að vera að minna fólk á að nota ekki símann. „Þetta er líka þannig málefni að það þarf oft að fara nýjar leiðir til að miðla þessum skilaboðum áfram. Því þetta er eitthvað sem við vitum en við þurfum einhvern veginn að ná í gegnum „clutterið“ og undirstrika við fólk að þetta sé áhætta sem er aldrei þess virði að taka,“ sagði Einar. Hann sagði herferðina undirstrika það að á meðan sumar áhættur sem við tökum í lífinu geti verið af því góða, eins og að kynnast nýju fólki eða ferðast, þá væri áhættan við að nota símann meðan á akstri stendur aldrei þess virði að taka.„Ein persónulegasta auglýsing sem nokkur maður hefur fengið á Íslandi“ Þeir sem fara inn á holdumfokus.is er boðið að tengjast með Instagram-reikningi en þeir sem ekki eru með Instagram eða vilja ekki tengja reikninginn geta líka horft á auglýsingarnar með öðrum hætti. „En það sem gerist ef þú tengist með Instagram þá færðu í raun sérsniðna auglýsingu. Það er tekið á móti þér með nafni, það er rennt í gegnum myndirnar og hashtögg sem þú notar og við sérsníðum upplifun út frá því hvernig þitt líf er á net og samfélagsmiðlum,“ segir Einar Ben en gervigreindin les Instagram-reikning notandans. „Og ég held að ég geti fullyrt að þetta sé þá ein persónulegasta auglýsing sem nokkur maður hefur fengið á Íslandi.“ Einar Magnús sagði herferðina mjög áhrifamikla. „Og það er til mikils að vinna. 25 prósent af öllum bílslysum í Bandaríkjunum eru vegna farsímanotkunar og þetta er orðin algengari dánarorsök í umferðinni á meðal ungmenna í Bandaríkjunum heldur en ölvunarakstur. Það er engin ástæða, ekki nokkur ástæða, að ætla að það sé skárra hér á Íslandi þó að við eigum erfitt með að festa hönd á.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Samfélagsmiðlar Samgöngur Strætó Tryggingar Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Ný herferð Samgöngustofu, Strætó og Sjóvá undir merkjum „Höldum fókus“ hófst í dag. Er þetta í fjórða sinn sem ráðist er í slíka herferð en markmið hennar er að minna ökumenn á að nota ekki farsímann undir stýri þar sem það skapar mikla hættu í umferðinni. Framleiðslustofan Tjarnargatan vinnur herferðina líkt og undanfarin ár en að þessu sinni er notast við Instagram-aðgang þeirra sem horfa á auglýsingar „Höldum fókus“ með hjálp frá gervigreind frá Google. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu, og Einar Ben hjá Tjarnargötunni ræddu herferðina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Einar Magnús sagði að því miður hefði verið ástæða til að fara í herferðina enn á ný. „Við erum alltaf að vona að við getum hætt þessu en það kom í ljós í viðhorfskönnun sem að Samgöngustofa gerði í lok síðasta árs að þó að niðurstöður séu mun betri en árið á undan þá eru ennþá 25 prósent sem játa á sig að vera að skrifa skilaboð á meðan á akstri stendur í símann. Það er sem sagt fjórðungur allra svarenda en hins vegar að sama skapi segja 100 prósent allra svarenda að þetta sé hættulegt sem er mjög undarlegt. Þannig að við sjáum að við þurfum því miður að hamra á því að fólk haldi fókus, fólk haldi athyglinni á umferðinni,“ sagði Einar Magnús.Þarf að fara nýjar leiðir til að koma skilaboðunum áleiðis Spurður hvort að það væru frekar yngri ökumenn heldur en eldri sem væru að nota símann sagði Einar að þeir yngri væru í aðeins stærri áhættuhópi. „En þetta er samt alveg ótrúlega breitt í gegnum aldurshópa alveg upp úr og jafnvel foreldrar sem eru að viðhafa í ásýnd barnanna sinna.“ Einar Ben sagði að vandamálið varðandi notkun ökumanna á síma undir stýri væri mjög alvarlegt. Stöðugt þyrfti að vera að minna fólk á að nota ekki símann. „Þetta er líka þannig málefni að það þarf oft að fara nýjar leiðir til að miðla þessum skilaboðum áfram. Því þetta er eitthvað sem við vitum en við þurfum einhvern veginn að ná í gegnum „clutterið“ og undirstrika við fólk að þetta sé áhætta sem er aldrei þess virði að taka,“ sagði Einar. Hann sagði herferðina undirstrika það að á meðan sumar áhættur sem við tökum í lífinu geti verið af því góða, eins og að kynnast nýju fólki eða ferðast, þá væri áhættan við að nota símann meðan á akstri stendur aldrei þess virði að taka.„Ein persónulegasta auglýsing sem nokkur maður hefur fengið á Íslandi“ Þeir sem fara inn á holdumfokus.is er boðið að tengjast með Instagram-reikningi en þeir sem ekki eru með Instagram eða vilja ekki tengja reikninginn geta líka horft á auglýsingarnar með öðrum hætti. „En það sem gerist ef þú tengist með Instagram þá færðu í raun sérsniðna auglýsingu. Það er tekið á móti þér með nafni, það er rennt í gegnum myndirnar og hashtögg sem þú notar og við sérsníðum upplifun út frá því hvernig þitt líf er á net og samfélagsmiðlum,“ segir Einar Ben en gervigreindin les Instagram-reikning notandans. „Og ég held að ég geti fullyrt að þetta sé þá ein persónulegasta auglýsing sem nokkur maður hefur fengið á Íslandi.“ Einar Magnús sagði herferðina mjög áhrifamikla. „Og það er til mikils að vinna. 25 prósent af öllum bílslysum í Bandaríkjunum eru vegna farsímanotkunar og þetta er orðin algengari dánarorsök í umferðinni á meðal ungmenna í Bandaríkjunum heldur en ölvunarakstur. Það er engin ástæða, ekki nokkur ástæða, að ætla að það sé skárra hér á Íslandi þó að við eigum erfitt með að festa hönd á.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Samfélagsmiðlar Samgöngur Strætó Tryggingar Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira