Pure Icelandic sheep Guðrún Vilmundardóttir skrifar 24. janúar 2019 07:30 Þar sem ég gekk til vinnu í gærmorgun skrikaði mér fótur í hálkunni á leiðinni yfir Lækjargötu. Vinsamlegur ferðamaður forðaði mér frá falli. Rifjaðist þá upp rúmlega tuttugu ára gamalt atvik, þegar enginn gangandi vegfarandi var á ferð. Yfirleitt nokkurs staðar. Minnir mig. Ég átti gasalega fínt skósítt þungt ullarpils, loðfóðraðan plast-jakka með miklum boðungum – og hafði ég í tilefni kvöldsins fengið lánaðan forláta skinnhatt hjá ömmu, „pure Icelandic sheep,“ var bróderað innan í fóðrið. Í þessari múnderíngu arkaði ég af stað á vinafund. Leið mín lá yfir gönguljósin á Hringbraut. Tugir bíla námu staðar og ég skundaði yfir, eini gangandi vegfarandinn í augsýn. Þá rann ég í hálkunni. Kollsteyptist. Eins og í teiknimynd. Fætur upp í loft svo ullarpilsið hvolfdist yfir loðfóðraða plastjakkann en hrundi svo einhvern veginn aftur niður um mig miðja svo ég fékk giska mjúka lendingu, flötum beinum, með skósítt pilsið upp um mig og „pure Icelandic sheep“ ofan í augum. Ég sá ekki bofs. Ég hélt náttúrlega að þetta væri mitt síðasta. Þegar ég rankaði við mér var allt svart svo ég gerði ráð fyrir að vera í yfirliði. Leið svo nokkur stund. Fór ég þá að greina umhverfishljóð. Upp úr því hafði ég rænu á því að ýta pure Icelandic sheep frá augunum. Þar sem ég áttaði mig á aðstæðum í skjannabirtu bílljósanna tók ég umsvifalaust þá einörðu ákvörðun að nú væri best að láta eins og ekkert hefði í skorist. Stóð upp, hristi niður um mig pilsið, lagaði hattinn og arkaði af stað. Held ég fái mér brodda undir skóna. Og taki fram hattinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Þar sem ég gekk til vinnu í gærmorgun skrikaði mér fótur í hálkunni á leiðinni yfir Lækjargötu. Vinsamlegur ferðamaður forðaði mér frá falli. Rifjaðist þá upp rúmlega tuttugu ára gamalt atvik, þegar enginn gangandi vegfarandi var á ferð. Yfirleitt nokkurs staðar. Minnir mig. Ég átti gasalega fínt skósítt þungt ullarpils, loðfóðraðan plast-jakka með miklum boðungum – og hafði ég í tilefni kvöldsins fengið lánaðan forláta skinnhatt hjá ömmu, „pure Icelandic sheep,“ var bróderað innan í fóðrið. Í þessari múnderíngu arkaði ég af stað á vinafund. Leið mín lá yfir gönguljósin á Hringbraut. Tugir bíla námu staðar og ég skundaði yfir, eini gangandi vegfarandinn í augsýn. Þá rann ég í hálkunni. Kollsteyptist. Eins og í teiknimynd. Fætur upp í loft svo ullarpilsið hvolfdist yfir loðfóðraða plastjakkann en hrundi svo einhvern veginn aftur niður um mig miðja svo ég fékk giska mjúka lendingu, flötum beinum, með skósítt pilsið upp um mig og „pure Icelandic sheep“ ofan í augum. Ég sá ekki bofs. Ég hélt náttúrlega að þetta væri mitt síðasta. Þegar ég rankaði við mér var allt svart svo ég gerði ráð fyrir að vera í yfirliði. Leið svo nokkur stund. Fór ég þá að greina umhverfishljóð. Upp úr því hafði ég rænu á því að ýta pure Icelandic sheep frá augunum. Þar sem ég áttaði mig á aðstæðum í skjannabirtu bílljósanna tók ég umsvifalaust þá einörðu ákvörðun að nú væri best að láta eins og ekkert hefði í skorist. Stóð upp, hristi niður um mig pilsið, lagaði hattinn og arkaði af stað. Held ég fái mér brodda undir skóna. Og taki fram hattinn.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar