Microsoft varar við Daily Mail í vefvafra sínum Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2019 20:12 Snjalltækjaútgáfa Edge-vafrans er nú með viðbót sem á að reyna að stemma stigu við útbreiðslu falsfrétta. Vísir/Getty Netverjar sem fara inn á vefsíðu breska götublaðsins Daily Mail í Edge-vefvafra tæknirisans Microsoft fá nú viðvörun um að efni blaðsins sé illa treystandi. Viðvörunin er hluti af nýrri viðbót við vafrann sem er ætlað að stemma stigu við falsfréttum. Viðbótin frá hugbúnaðarfyrirtækinu NewsGuard var upphaflega valkvæð en Microsoft byrjaði að setja hana sjálfkrafa í allar snjalltækjaútgáfur af Edge-vafranum í vikunni, að sögn The Guardian. Gamlir fréttahaukar standa að NewsGuard sem segjast reyna að koma upp viðmiðum um hvaða fréttasíðum er treystandi. Mail Online, vefútgáfa Daily Mail, fékk aðeins eitt stig af fimm mögulegum við mat á trúverðugleika hjá NewsGuard. Það er sama einkunn og rússneski ríkismiðillinn RT fékk. Þeir sem fara inn á Mail Online fá því skilaboð sem segja vefsíðuna yfirleitt „bregðast í að halda uppi grunngildum um nákvæmni og ábyrgð“ og að hún hafi „neyðst til að greiða bætur í fjölda áberandi mála“. Vefsíðan hafi reglulega birt efni sem hafi „skaðað orðspor, valdið víðtækum ótta eða gerst sek um áreitni eða brot á friðhelgi einkalífsins“. Talsmaður Mail Online segir að miðilinn hafi frétt af viðbótinni nýlega og eigi í viðræðum við NewsGuard um að breyta einkunninni sem sé „svívirðilega röng“. Steve Brill, einn stofnenda NewsGuard, segir að einkunn Mail Online hafi verið ákveðin eftir gegnsæja yfirlegu. Fulltrúi Mail Online hafi skellt á greinanda fyrirtækisins þegar unnið var að því að ákveða einkunnina. Daily Mail og systurblað þess Mail on Sunday hefur ítrekað gerst sekt um misvísandi eða efnislega ranga umfjöllun. Þannig komst fjölmiðlanefnd Bretlands til dæmis að þeirri niðurstöðu árið 2017 að síðarnefnda blaðið hefði gerst sekt um að hafa birt verulega misvísandi fullyrðingar um meint svik loftslagsvísindamanna. Neyddist blaðið til þess að birta úrskurð nefndarinnar á síðum sínum. Fjölmiðlanefndin taldi að Mail on Sunday hefði hvorki gætt að sannleiksgildi fréttar sinnar né hugað að því að leiðrétta fullyrðingar sem voru settar fram í henni. Fjölmiðlar Microsoft Tengdar fréttir Breskt götublað gert afturreka með ásakanir gegn loftslagsvísindamönnum Mail on Sunday hafði fullyrt að vísindamenn hefðu hagrætt gögnum til að ýkja hnattræna hlýnun. Blaðið þurfti að birta dóm siðanefndar um að það væri ekki rétt. 19. september 2017 14:47 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Netverjar sem fara inn á vefsíðu breska götublaðsins Daily Mail í Edge-vefvafra tæknirisans Microsoft fá nú viðvörun um að efni blaðsins sé illa treystandi. Viðvörunin er hluti af nýrri viðbót við vafrann sem er ætlað að stemma stigu við falsfréttum. Viðbótin frá hugbúnaðarfyrirtækinu NewsGuard var upphaflega valkvæð en Microsoft byrjaði að setja hana sjálfkrafa í allar snjalltækjaútgáfur af Edge-vafranum í vikunni, að sögn The Guardian. Gamlir fréttahaukar standa að NewsGuard sem segjast reyna að koma upp viðmiðum um hvaða fréttasíðum er treystandi. Mail Online, vefútgáfa Daily Mail, fékk aðeins eitt stig af fimm mögulegum við mat á trúverðugleika hjá NewsGuard. Það er sama einkunn og rússneski ríkismiðillinn RT fékk. Þeir sem fara inn á Mail Online fá því skilaboð sem segja vefsíðuna yfirleitt „bregðast í að halda uppi grunngildum um nákvæmni og ábyrgð“ og að hún hafi „neyðst til að greiða bætur í fjölda áberandi mála“. Vefsíðan hafi reglulega birt efni sem hafi „skaðað orðspor, valdið víðtækum ótta eða gerst sek um áreitni eða brot á friðhelgi einkalífsins“. Talsmaður Mail Online segir að miðilinn hafi frétt af viðbótinni nýlega og eigi í viðræðum við NewsGuard um að breyta einkunninni sem sé „svívirðilega röng“. Steve Brill, einn stofnenda NewsGuard, segir að einkunn Mail Online hafi verið ákveðin eftir gegnsæja yfirlegu. Fulltrúi Mail Online hafi skellt á greinanda fyrirtækisins þegar unnið var að því að ákveða einkunnina. Daily Mail og systurblað þess Mail on Sunday hefur ítrekað gerst sekt um misvísandi eða efnislega ranga umfjöllun. Þannig komst fjölmiðlanefnd Bretlands til dæmis að þeirri niðurstöðu árið 2017 að síðarnefnda blaðið hefði gerst sekt um að hafa birt verulega misvísandi fullyrðingar um meint svik loftslagsvísindamanna. Neyddist blaðið til þess að birta úrskurð nefndarinnar á síðum sínum. Fjölmiðlanefndin taldi að Mail on Sunday hefði hvorki gætt að sannleiksgildi fréttar sinnar né hugað að því að leiðrétta fullyrðingar sem voru settar fram í henni.
Fjölmiðlar Microsoft Tengdar fréttir Breskt götublað gert afturreka með ásakanir gegn loftslagsvísindamönnum Mail on Sunday hafði fullyrt að vísindamenn hefðu hagrætt gögnum til að ýkja hnattræna hlýnun. Blaðið þurfti að birta dóm siðanefndar um að það væri ekki rétt. 19. september 2017 14:47 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Breskt götublað gert afturreka með ásakanir gegn loftslagsvísindamönnum Mail on Sunday hafði fullyrt að vísindamenn hefðu hagrætt gögnum til að ýkja hnattræna hlýnun. Blaðið þurfti að birta dóm siðanefndar um að það væri ekki rétt. 19. september 2017 14:47