Hjúkrunarfræðingar grétu af hlátri vegna Birgittubrandara Ara Eldjárns Jakob Bjarnar skrifar 24. janúar 2019 15:37 Hjúkrunarfræðingunum þótti Birgittu-brandari Ára alveg ljómandi fyndinn og skemmtilegur. Ari Eldjárn, hinn dáði grínisti, fór á kostum á afmælisfagnaði hjúkrunarfræðinga þar sem hann meðal annars beindi spjótum sínum að Birgittu Haukdal og féll það í afar góðan jarðveg, svo góðan að segja má að salurinn hafi grátið af hlátri. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnaði 100 ára afmæli sínu, félagið var stofnað árið 1919 og er þannig með elstu félögum landsins. Boðað var til dýrðlegs fagnaðar á Nordica hótel og komust færri að en vildu. Dagskráin var glæsileg; Ari Bragi Kárason trompetleikari blés samkomuna inn, Björg Þórhallsdóttir hjúkrunarfræðingur og söngkona kom fram við undirleik Hilmars Arnar Agnarssonar. Guðbjörg Pálsdóttir formaður Fíh, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Alma Möller landlæknir ávörpuðu samkomuna, Björg Þórhallsdóttir og kór hjúkrunarfræðinga sungu en kórstjóri er Hilmar Örn Agnarsson. Það var svo Ari Eldjárn sem sá um gleðina og grínið. Og hann vissi á hvaða hnappa átti að ýta.Klippa: Ari Eldjárn skemmtir hjúkrunarfræðingum Ari brást ekki frekar en fyrri daginn, hann gerði sér meðal annars mat úr Klausturmálinu og venti þá óvænt kvæði sínu í kross og blandaði hinni umdeildu bók Birgittu Haukdal, Lára fer til læknis, í málið. Og þá í fornminjalegu samhengi. Salurinn sprakk en ekki ætti að þurfa að hafa mörg orð um það mál sem Ari vísar til, sem upp kom í haust en hjúkrunarfræðingar gagnrýndu mjög þá mynd af hjúkrunarfræðingum sem dregin var upp í þeirri bók. Birgittu fannst hún ekki eiga þá gagnrýni skilið, eða árásir eins og hún orðaði það, en þó var orðalagi breytt í bókinni í annarri prentun. Eins og Ari kemur inná: „Talin vera eitt af lykilverkum íslenskrar bókmenntasögu á 21. öldinni. Tvær mismunandi útgáfur hafa varðveist, merkilegt nokk, þar sem orðalagi hefur verið breytt. Annars er lítið vitað um höfundinn en fundist hafa plastlíkneski af henni í Góða hirðinum, við uppgröft þar.“ Ari bætti því við að ef einhvers staðar væri staður og stund fyrir þennan brandara, þá væri það við þetta tiltekna tækifæri. Tengdar fréttir „Finnst ég ekki eiga skilið svona árásir“ Birgittu Haukdal, söngkonu og rithöfundi, finnst það leitt ef það hefur sært einhverja með orðavali í nýjustu bók sinni Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 17:59 Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42 Hjúkrunarkonan orðin hjúkrunarfræðingur í barnabók Birgittu Láru-upplag ársins komið í 12 þúsund eintök. 5. desember 2018 10:56 Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Ari Eldjárn, hinn dáði grínisti, fór á kostum á afmælisfagnaði hjúkrunarfræðinga þar sem hann meðal annars beindi spjótum sínum að Birgittu Haukdal og féll það í afar góðan jarðveg, svo góðan að segja má að salurinn hafi grátið af hlátri. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnaði 100 ára afmæli sínu, félagið var stofnað árið 1919 og er þannig með elstu félögum landsins. Boðað var til dýrðlegs fagnaðar á Nordica hótel og komust færri að en vildu. Dagskráin var glæsileg; Ari Bragi Kárason trompetleikari blés samkomuna inn, Björg Þórhallsdóttir hjúkrunarfræðingur og söngkona kom fram við undirleik Hilmars Arnar Agnarssonar. Guðbjörg Pálsdóttir formaður Fíh, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Alma Möller landlæknir ávörpuðu samkomuna, Björg Þórhallsdóttir og kór hjúkrunarfræðinga sungu en kórstjóri er Hilmar Örn Agnarsson. Það var svo Ari Eldjárn sem sá um gleðina og grínið. Og hann vissi á hvaða hnappa átti að ýta.Klippa: Ari Eldjárn skemmtir hjúkrunarfræðingum Ari brást ekki frekar en fyrri daginn, hann gerði sér meðal annars mat úr Klausturmálinu og venti þá óvænt kvæði sínu í kross og blandaði hinni umdeildu bók Birgittu Haukdal, Lára fer til læknis, í málið. Og þá í fornminjalegu samhengi. Salurinn sprakk en ekki ætti að þurfa að hafa mörg orð um það mál sem Ari vísar til, sem upp kom í haust en hjúkrunarfræðingar gagnrýndu mjög þá mynd af hjúkrunarfræðingum sem dregin var upp í þeirri bók. Birgittu fannst hún ekki eiga þá gagnrýni skilið, eða árásir eins og hún orðaði það, en þó var orðalagi breytt í bókinni í annarri prentun. Eins og Ari kemur inná: „Talin vera eitt af lykilverkum íslenskrar bókmenntasögu á 21. öldinni. Tvær mismunandi útgáfur hafa varðveist, merkilegt nokk, þar sem orðalagi hefur verið breytt. Annars er lítið vitað um höfundinn en fundist hafa plastlíkneski af henni í Góða hirðinum, við uppgröft þar.“ Ari bætti því við að ef einhvers staðar væri staður og stund fyrir þennan brandara, þá væri það við þetta tiltekna tækifæri.
Tengdar fréttir „Finnst ég ekki eiga skilið svona árásir“ Birgittu Haukdal, söngkonu og rithöfundi, finnst það leitt ef það hefur sært einhverja með orðavali í nýjustu bók sinni Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 17:59 Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42 Hjúkrunarkonan orðin hjúkrunarfræðingur í barnabók Birgittu Láru-upplag ársins komið í 12 þúsund eintök. 5. desember 2018 10:56 Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
„Finnst ég ekki eiga skilið svona árásir“ Birgittu Haukdal, söngkonu og rithöfundi, finnst það leitt ef það hefur sært einhverja með orðavali í nýjustu bók sinni Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 17:59
Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42
Hjúkrunarkonan orðin hjúkrunarfræðingur í barnabók Birgittu Láru-upplag ársins komið í 12 þúsund eintök. 5. desember 2018 10:56
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“