Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hefst í næstu viku Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2019 17:32 Agnes Callamard er franskur sérfræðingur í mannréttindamálum og rannsakar ólöglegar aftökur fyrir mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Vísir/EPA Sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málum sem varða ólöglegar aftökur segist ætla að halda til Tyrklands til að stýra „sjálfstæðri alþjóðlegri rannsókn“ á morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi í næstu viku. Sádiarabísk stjórnvöld eru sögð hafa látið myrða hann en því neita Sádar. Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl 2. október. Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa orðið margsaga um hvað kom fyrir blaðamanninn en viðurkenndu á endanum að hann hefði látið lífið á ræðisskrifstofunni. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi sem var gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandi sínu. Agnes Callamard, fulltrúi SÞ í ólöglegum, óformbundnum og gerræðislegum aftökum, segir Reuters-fréttastofunni að hún ætli að hefja rannsóknina með vikulangri ferð til Tyrklands frá 28. janúar til 3. febrúar. Þar muni hún meta aðstæður morðsins og „hvers eðlis og hversu langt ábyrgð ríkja eða einstaklinga á morðinu“ nái. Niðurstöður rannsóknarinnar ætlar Callamard að kynna þegar mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman í júní. Embætti hennar heyrir undir ráðið og hefur hún umboð til að rannsaka aftökur. Stjórnvöld í Ríad hafa dregið hóp manna fyrir dóm vegna morðsins á Khashoggi. Ellefu hafa verið ákærðir þar og krefjast þarlendir saksóknarar dauðadóms yfir fimm þeirra. Morðið á Khashoggi Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tyrkland Tengdar fréttir Meintir morðingjar Khashoggi dregnir fyrir dóm í Sádi-Arabíu Saksóknarar krefjast dauðarefsingar yfir fimm af ellefu manns sem þeir saka um aðild að morðinu á blaðamanninum. 3. janúar 2019 10:55 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málum sem varða ólöglegar aftökur segist ætla að halda til Tyrklands til að stýra „sjálfstæðri alþjóðlegri rannsókn“ á morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi í næstu viku. Sádiarabísk stjórnvöld eru sögð hafa látið myrða hann en því neita Sádar. Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl 2. október. Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa orðið margsaga um hvað kom fyrir blaðamanninn en viðurkenndu á endanum að hann hefði látið lífið á ræðisskrifstofunni. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi sem var gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandi sínu. Agnes Callamard, fulltrúi SÞ í ólöglegum, óformbundnum og gerræðislegum aftökum, segir Reuters-fréttastofunni að hún ætli að hefja rannsóknina með vikulangri ferð til Tyrklands frá 28. janúar til 3. febrúar. Þar muni hún meta aðstæður morðsins og „hvers eðlis og hversu langt ábyrgð ríkja eða einstaklinga á morðinu“ nái. Niðurstöður rannsóknarinnar ætlar Callamard að kynna þegar mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman í júní. Embætti hennar heyrir undir ráðið og hefur hún umboð til að rannsaka aftökur. Stjórnvöld í Ríad hafa dregið hóp manna fyrir dóm vegna morðsins á Khashoggi. Ellefu hafa verið ákærðir þar og krefjast þarlendir saksóknarar dauðadóms yfir fimm þeirra.
Morðið á Khashoggi Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tyrkland Tengdar fréttir Meintir morðingjar Khashoggi dregnir fyrir dóm í Sádi-Arabíu Saksóknarar krefjast dauðarefsingar yfir fimm af ellefu manns sem þeir saka um aðild að morðinu á blaðamanninum. 3. janúar 2019 10:55 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Meintir morðingjar Khashoggi dregnir fyrir dóm í Sádi-Arabíu Saksóknarar krefjast dauðarefsingar yfir fimm af ellefu manns sem þeir saka um aðild að morðinu á blaðamanninum. 3. janúar 2019 10:55