Fyrsta íslenska trollið Þórlindur Kjartansson skrifar 25. janúar 2019 07:00 Eflaust hefðu margir útlendingar rekið upp stór augu í morgun ef þeir voru snemma á vappi. Eins og allir Íslendingar vita er það nefnilega í dag—Bóndadaginn—sem Þorri gengur í garð og þá fylgja öll íslensk heimili fornum siðum sem tengjast þessum degi. Þeir hafa því verið margir heimilisfeðurnir sem ruku út í morgun að fornum sið til þess að fagna Þorra og bjóða hann velkominn í garð. Húsbóndinn á að fara fyrstur á fætur og láta ekki undrunaraugu útlendinga trufla sig þegar hann fylgir þeirri gömlu hefð að fara út á skyrtunni einni klæða, en bæði berlæraður og berfættur nema með annan fótinn ofan í brókarskálm, hoppa svo á þeim fæti sem brókin hangir á í kringum bæinn eða húsið, hrópa svo upp „Vertu velkominn Þorri, vertu ekki mjög grimmur.“Velkominn Þorri Frá þessari góðu hefð er sagt í Sögu daganna eftir Árna Björnsson og þess getið að elstu heimildir um þessa fornu hefð komi frá síra Jóni Halldórssyni, sem skrifaði um þennan sið í bréfi árið 1728. Reyndar er síra Jón ekki bara elsta heimildin um þessa hefð heldur sú eina. Og þar sem ekki er vitað til þess að nokkur hafi séð einn einasta mann viðhafa þetta furðulega háttalag hér á landi eða annars staðar þá er líklegasta ályktunin sú að hér sé um að ræða fyrsta íslenska trollið—og að síra Jón, í einhverju húmorskasti, vetrarþunglyndi, sveppatrippi eða fylleríisrugli, hafi ákveðið að skálda upp úr sér þennan Fóstbræðraskets og halda því að sagnfræðingum framtíðarinnar að hann væri órækur vitnisburður um raunverulega siði á Íslandi árið sautjánhundruð og súrkál. Kannski var síra Jón óheppinn að þessi siður hafi ekki náð að festa rætur. Stundum þarf ekki svo mikið til. Ef nokkrir bændur hefðu tekið sig saman um það í upphafi átjándu aldar að halda þennan sið þá hefðu óinnvígðir—nýjar kynslóðir og nýir nágrannar—í raun aldrei nokkra hugmynd um að öll þessi kostulega seremónía væri ekkert annað en hugarfóstur drukkins fulltrúa kirkjuvaldsins. Og kannski værum við enn í dag hoppandi með brókina lafandi á ökklanum á þessum degi. Og þá myndu blessaðir ferðamennirnir sannarlega telja sig hafa komist í feitt og hver veit nema hefðin myndi dreifast um alla jarðarkringluna eins og Föstudagurinn svarti, Valentínusardagurinn og Hrekkjavakan.Sinn er siður Þær eiga nefnilega ekki alltaf djúpar rætur hefðirnar sem við teljum sjálfsagðar og ef maður verður vitni að einhverju framandi í nýju landi þá dregur maður umsvifalaust þá ályktun að um sé að ræða rótgróna hefð. Ég var til dæmis gestur í ákaflega fallegu brúðkaupi í sumar þar sem brúðhjónin voru gefin saman undir berum himni á kirkjulóðinni. Fjöldi gesta var á svæðinu og stór hópur ferðamanna fylgdist með. Eftir að athöfnin sjálf hafði farið fram fóru brúðhjónin ásamt presti inn í kirkjuna en gestirnir biðu fyrir utan eftir að fagna þeim. Útlensku áhorfendunum hefur eflaust þótt að þeir hafi komist í feitt og gátu hróðugir sagt fólki frá því þegar heim kom hvernig íslenskir brúðkaupssiðir eru. „Þar er það sko þannig að giftingin sjálf fer fram úti í garði, en svo þegar hún er búin þá fara brúðhjónin ein inn í kirkjuna í stutta stund og gestirnir bíða fyrir utan. Þannig er þetta sko á Íslandi—ég sá það með eigin augum.“ Og hver veit nema einhvers staðar í heiminum verði boðið upp á „Icelandic Style Wedding“ pakka sem byggist á einmitt þessari hugmyndafræði.Hefðirnar móta okkur Það eru örugglega ýmsar hefðir og venjur sem við tökum sem sjálfsögðum hlutum en eiga rætur sínar í einhverjum súrum innherjabrandara, herfilegum misskilningi eða vanhugsuðum öfgum. Hvernig byrjaði sú krafa að múslimskar konur hyldu andlit sitt? Af hverju voru nánast allir grískir karlmenn allsberir á sprellanum á höggmyndum en sumar konur máttu hafa yfir sér slæðu? Af hverju er eðlilegra að sýna morð í sjónvarpi heldur en konubrjóst og af hverju er hryllilegra að sjá typpi í bíómynd heldur en kvenmannssköp? Og svo er það nú þetta með listaverkið í Seðlabankanum. Það er kannski ekki bein ógn við frjálslynd lífsviðhorf að Seðlabankinn hætti að hafa til sýnis listaverk með konubrjóst á skrifstofum stjórnenda—og kannski var myndin ósmekkleg og fáránleg í þessu samhengi. En samt—þetta var ekki góður kafli í opinberri umræðu. Allt þetta upphlaup skiptir nefnilega máli. Út frá svona uppákomum geta smám saman myndast ný viðmið sem á örskömmum tíma geta orðið að hefð og vana. Ofurviðkvæmni gagnvart sífellt sakleysislegri hlutum er nefnilega farin að ráða býsna miklu um mótun samfélagsins.Hoppandi rugl Er þessi litli og tapaði slagur á virðulegri skrifstofu hluti af þróun sem mun leiða til þess að skólar munu skirrast við að sýna nemendum í sagnfræði og listasögu svipaðar myndir? Kennarar vilja ekki lenda í vandræðum ef þeir sýna heimssögulegar myndir af allsberum körlum og konum. Er þá ekki bara betra að sleppa því? Ættum við að mála yfir typpin á grísku styttunum—eins og spéhræddir Ameríkanar hafa málað yfir brjóst á alls konar listaverkum og skemmt þau? Jújú, vissulega er þetta ekki 100% sambærilegt—en hver ætlar að mótmæla því að nú þurfi bara einn nemandi að kvarta undan sýningu á Venusarstyttu í kennslustofu til þess að allt fari í bál og brand? Hverjir ætla að vera dómendur í þeirri eilífu jafnvægislist að viðhalda almennu frjálslyndi og almennri skynsemi—en jafnframt segja aldrei neitt eða gera nokkuð sem gæti farið öfugt ofan í einn einasta mann? Verða það ef til vill þeir öfgafyllstu þegar allt kemur til alls?Ruglaðir Íslendingar Ef samansafn mestu listamanna og frjálslyndra hugsuða mannkynssögunnar yrði vitni að þessari umræðu á Íslandi þá þætti þeim hún örugglega umtalsvert miklu fáránlegri heldur en ef þeir sæju menn hoppandi á öðrum fæti kringum húsin sín, með brókina hangandi á öðrum hælnum, í myrkri og kafaldsbyl að bjóða velkominn Þorra. Það væri að minnsta kosti hægt að hafa gaman af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þórlindur Kjartansson Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Eflaust hefðu margir útlendingar rekið upp stór augu í morgun ef þeir voru snemma á vappi. Eins og allir Íslendingar vita er það nefnilega í dag—Bóndadaginn—sem Þorri gengur í garð og þá fylgja öll íslensk heimili fornum siðum sem tengjast þessum degi. Þeir hafa því verið margir heimilisfeðurnir sem ruku út í morgun að fornum sið til þess að fagna Þorra og bjóða hann velkominn í garð. Húsbóndinn á að fara fyrstur á fætur og láta ekki undrunaraugu útlendinga trufla sig þegar hann fylgir þeirri gömlu hefð að fara út á skyrtunni einni klæða, en bæði berlæraður og berfættur nema með annan fótinn ofan í brókarskálm, hoppa svo á þeim fæti sem brókin hangir á í kringum bæinn eða húsið, hrópa svo upp „Vertu velkominn Þorri, vertu ekki mjög grimmur.“Velkominn Þorri Frá þessari góðu hefð er sagt í Sögu daganna eftir Árna Björnsson og þess getið að elstu heimildir um þessa fornu hefð komi frá síra Jóni Halldórssyni, sem skrifaði um þennan sið í bréfi árið 1728. Reyndar er síra Jón ekki bara elsta heimildin um þessa hefð heldur sú eina. Og þar sem ekki er vitað til þess að nokkur hafi séð einn einasta mann viðhafa þetta furðulega háttalag hér á landi eða annars staðar þá er líklegasta ályktunin sú að hér sé um að ræða fyrsta íslenska trollið—og að síra Jón, í einhverju húmorskasti, vetrarþunglyndi, sveppatrippi eða fylleríisrugli, hafi ákveðið að skálda upp úr sér þennan Fóstbræðraskets og halda því að sagnfræðingum framtíðarinnar að hann væri órækur vitnisburður um raunverulega siði á Íslandi árið sautjánhundruð og súrkál. Kannski var síra Jón óheppinn að þessi siður hafi ekki náð að festa rætur. Stundum þarf ekki svo mikið til. Ef nokkrir bændur hefðu tekið sig saman um það í upphafi átjándu aldar að halda þennan sið þá hefðu óinnvígðir—nýjar kynslóðir og nýir nágrannar—í raun aldrei nokkra hugmynd um að öll þessi kostulega seremónía væri ekkert annað en hugarfóstur drukkins fulltrúa kirkjuvaldsins. Og kannski værum við enn í dag hoppandi með brókina lafandi á ökklanum á þessum degi. Og þá myndu blessaðir ferðamennirnir sannarlega telja sig hafa komist í feitt og hver veit nema hefðin myndi dreifast um alla jarðarkringluna eins og Föstudagurinn svarti, Valentínusardagurinn og Hrekkjavakan.Sinn er siður Þær eiga nefnilega ekki alltaf djúpar rætur hefðirnar sem við teljum sjálfsagðar og ef maður verður vitni að einhverju framandi í nýju landi þá dregur maður umsvifalaust þá ályktun að um sé að ræða rótgróna hefð. Ég var til dæmis gestur í ákaflega fallegu brúðkaupi í sumar þar sem brúðhjónin voru gefin saman undir berum himni á kirkjulóðinni. Fjöldi gesta var á svæðinu og stór hópur ferðamanna fylgdist með. Eftir að athöfnin sjálf hafði farið fram fóru brúðhjónin ásamt presti inn í kirkjuna en gestirnir biðu fyrir utan eftir að fagna þeim. Útlensku áhorfendunum hefur eflaust þótt að þeir hafi komist í feitt og gátu hróðugir sagt fólki frá því þegar heim kom hvernig íslenskir brúðkaupssiðir eru. „Þar er það sko þannig að giftingin sjálf fer fram úti í garði, en svo þegar hún er búin þá fara brúðhjónin ein inn í kirkjuna í stutta stund og gestirnir bíða fyrir utan. Þannig er þetta sko á Íslandi—ég sá það með eigin augum.“ Og hver veit nema einhvers staðar í heiminum verði boðið upp á „Icelandic Style Wedding“ pakka sem byggist á einmitt þessari hugmyndafræði.Hefðirnar móta okkur Það eru örugglega ýmsar hefðir og venjur sem við tökum sem sjálfsögðum hlutum en eiga rætur sínar í einhverjum súrum innherjabrandara, herfilegum misskilningi eða vanhugsuðum öfgum. Hvernig byrjaði sú krafa að múslimskar konur hyldu andlit sitt? Af hverju voru nánast allir grískir karlmenn allsberir á sprellanum á höggmyndum en sumar konur máttu hafa yfir sér slæðu? Af hverju er eðlilegra að sýna morð í sjónvarpi heldur en konubrjóst og af hverju er hryllilegra að sjá typpi í bíómynd heldur en kvenmannssköp? Og svo er það nú þetta með listaverkið í Seðlabankanum. Það er kannski ekki bein ógn við frjálslynd lífsviðhorf að Seðlabankinn hætti að hafa til sýnis listaverk með konubrjóst á skrifstofum stjórnenda—og kannski var myndin ósmekkleg og fáránleg í þessu samhengi. En samt—þetta var ekki góður kafli í opinberri umræðu. Allt þetta upphlaup skiptir nefnilega máli. Út frá svona uppákomum geta smám saman myndast ný viðmið sem á örskömmum tíma geta orðið að hefð og vana. Ofurviðkvæmni gagnvart sífellt sakleysislegri hlutum er nefnilega farin að ráða býsna miklu um mótun samfélagsins.Hoppandi rugl Er þessi litli og tapaði slagur á virðulegri skrifstofu hluti af þróun sem mun leiða til þess að skólar munu skirrast við að sýna nemendum í sagnfræði og listasögu svipaðar myndir? Kennarar vilja ekki lenda í vandræðum ef þeir sýna heimssögulegar myndir af allsberum körlum og konum. Er þá ekki bara betra að sleppa því? Ættum við að mála yfir typpin á grísku styttunum—eins og spéhræddir Ameríkanar hafa málað yfir brjóst á alls konar listaverkum og skemmt þau? Jújú, vissulega er þetta ekki 100% sambærilegt—en hver ætlar að mótmæla því að nú þurfi bara einn nemandi að kvarta undan sýningu á Venusarstyttu í kennslustofu til þess að allt fari í bál og brand? Hverjir ætla að vera dómendur í þeirri eilífu jafnvægislist að viðhalda almennu frjálslyndi og almennri skynsemi—en jafnframt segja aldrei neitt eða gera nokkuð sem gæti farið öfugt ofan í einn einasta mann? Verða það ef til vill þeir öfgafyllstu þegar allt kemur til alls?Ruglaðir Íslendingar Ef samansafn mestu listamanna og frjálslyndra hugsuða mannkynssögunnar yrði vitni að þessari umræðu á Íslandi þá þætti þeim hún örugglega umtalsvert miklu fáránlegri heldur en ef þeir sæju menn hoppandi á öðrum fæti kringum húsin sín, með brókina hangandi á öðrum hælnum, í myrkri og kafaldsbyl að bjóða velkominn Þorra. Það væri að minnsta kosti hægt að hafa gaman af því.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar