Drottningin biðlar til Breta um að finna „sameiginlega leið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2019 10:35 Svo virðist sem Brexit hafi hreyft við Elísabetu II Englandsdrottningu. vísir/getty Elísabet II Englandsdrottning hefur biðlað til þjóðar sinnar um að virða ólík sjónarmið og að finna „sameiginlega leið.“ Stjórnmálaskýrendur segja hana vísa til umræðunnar um Brexit með ummælum sínum en drottningin lét þessi orð falla á 100 ára afmælisfögnuði félagasamtaka kvenna í Sandringham. „Að leggja áherslu á þolinmæði, vináttu, sterkt samfélag og að huga að þörfum annarra er eins mikilvægt í dag og það var þegar samtökin voru stofnuð fyrir öllum þessum árum. Að sjálfsögðu glímir hver kynslóð við sínar áskoranir og tækifæri. En á sama tíma og við leitum að svörum í nútímanum þá kýs ég þær leiðir sem hafa reynst vel, eins og að tala vel um aðra og að virða ólík sjónarmið; að sameinast um að finna sameiginlega leið og að missa aldrei sjónar á heildarmyndinni,“ sagði drottningin á afmælisfögnuðinum.Endurómur frá jólum Þessi orð hennar enduróma hátíðarávarp hennar til bresku þjóðarinnar um síðustu jól þar sem hún bað um að ágreiningurinn yrði lagður til hliðar. Þá, líkt og nú, voru stjórnmálaskýrendur á því að drottningin væri að vísa til Brexit en í síðustu viku hafnaði breska þingið útgöngusamningi sem ríkisstjórn Theresu May hafði náð við Evrópusambandið. Alls óljóst er því hvernig útgöngu Breta úr sambandinu verður háttað en stefnt er á að þingið greiði atkvæði um annan samning í næstu viku. Bretar eiga svo að ganga úr ESB þann 29. mars. Nicholas Witchell, fréttamaður BBC sem sérhæfir sig í fréttaflutningi af konungsfjölskyldunni, segir lítinn efa varðandi það að drottningin hafi verið að senda skilaboð. „Það er óhugsandi að þjóðhöfðingi myndi segja eitthvað í þessa átt án þess að það væri séð sem vísun í ástandið í stjórnmálum landsins,“ segir Witchell. Sem þjóðhöfðingi er drottningin hlutlaus þegar kemur að breskum stjórnmálum og tjáir sig vanalega ekki um umdeild málefni. Svo virðist sem að Brexit hafi þó hreyft við henni ef marka má orð hennar núna sem og um jólin. Bretland Brexit Evrópusambandið Kóngafólk Tengdar fréttir Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05 May leitar leiða til þess að losa um Brexit-hnútinn Theresa May, forsætisráðherra Breta, mun í dag kynna næstu skref varðandi Brexit eftir að breska þingið hafnaði útgöngusamningnum sem ríkisstjórn hennar og Evrópusambandið náðu samkomulagi um á síðasta ári. 21. janúar 2019 13:38 Besta leiðin til að koma í veg fyrir Brexit án samnings er að semja Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kom fyrir fulltrúadeild Breska þingsins í dag og ræddi áform ríkisstjórnarinnar í Brexit málinu. 21. janúar 2019 19:33 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira
Elísabet II Englandsdrottning hefur biðlað til þjóðar sinnar um að virða ólík sjónarmið og að finna „sameiginlega leið.“ Stjórnmálaskýrendur segja hana vísa til umræðunnar um Brexit með ummælum sínum en drottningin lét þessi orð falla á 100 ára afmælisfögnuði félagasamtaka kvenna í Sandringham. „Að leggja áherslu á þolinmæði, vináttu, sterkt samfélag og að huga að þörfum annarra er eins mikilvægt í dag og það var þegar samtökin voru stofnuð fyrir öllum þessum árum. Að sjálfsögðu glímir hver kynslóð við sínar áskoranir og tækifæri. En á sama tíma og við leitum að svörum í nútímanum þá kýs ég þær leiðir sem hafa reynst vel, eins og að tala vel um aðra og að virða ólík sjónarmið; að sameinast um að finna sameiginlega leið og að missa aldrei sjónar á heildarmyndinni,“ sagði drottningin á afmælisfögnuðinum.Endurómur frá jólum Þessi orð hennar enduróma hátíðarávarp hennar til bresku þjóðarinnar um síðustu jól þar sem hún bað um að ágreiningurinn yrði lagður til hliðar. Þá, líkt og nú, voru stjórnmálaskýrendur á því að drottningin væri að vísa til Brexit en í síðustu viku hafnaði breska þingið útgöngusamningi sem ríkisstjórn Theresu May hafði náð við Evrópusambandið. Alls óljóst er því hvernig útgöngu Breta úr sambandinu verður háttað en stefnt er á að þingið greiði atkvæði um annan samning í næstu viku. Bretar eiga svo að ganga úr ESB þann 29. mars. Nicholas Witchell, fréttamaður BBC sem sérhæfir sig í fréttaflutningi af konungsfjölskyldunni, segir lítinn efa varðandi það að drottningin hafi verið að senda skilaboð. „Það er óhugsandi að þjóðhöfðingi myndi segja eitthvað í þessa átt án þess að það væri séð sem vísun í ástandið í stjórnmálum landsins,“ segir Witchell. Sem þjóðhöfðingi er drottningin hlutlaus þegar kemur að breskum stjórnmálum og tjáir sig vanalega ekki um umdeild málefni. Svo virðist sem að Brexit hafi þó hreyft við henni ef marka má orð hennar núna sem og um jólin.
Bretland Brexit Evrópusambandið Kóngafólk Tengdar fréttir Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05 May leitar leiða til þess að losa um Brexit-hnútinn Theresa May, forsætisráðherra Breta, mun í dag kynna næstu skref varðandi Brexit eftir að breska þingið hafnaði útgöngusamningnum sem ríkisstjórn hennar og Evrópusambandið náðu samkomulagi um á síðasta ári. 21. janúar 2019 13:38 Besta leiðin til að koma í veg fyrir Brexit án samnings er að semja Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kom fyrir fulltrúadeild Breska þingsins í dag og ræddi áform ríkisstjórnarinnar í Brexit málinu. 21. janúar 2019 19:33 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira
Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05
May leitar leiða til þess að losa um Brexit-hnútinn Theresa May, forsætisráðherra Breta, mun í dag kynna næstu skref varðandi Brexit eftir að breska þingið hafnaði útgöngusamningnum sem ríkisstjórn hennar og Evrópusambandið náðu samkomulagi um á síðasta ári. 21. janúar 2019 13:38
Besta leiðin til að koma í veg fyrir Brexit án samnings er að semja Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kom fyrir fulltrúadeild Breska þingsins í dag og ræddi áform ríkisstjórnarinnar í Brexit málinu. 21. janúar 2019 19:33