Mótmæla minningarathöfn um fórnarlömb nasista í Auschwitz Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. janúar 2019 11:18 Árlega koma eftirlifendur hryllingsins í Auschwitz-búðunum og leggja blómakransa og kerti við hinn svokallaða aftökuvegg til þess að minnast þeirra sem týndu lífi í Helförinni. Beata Zawrzel/Getty Hópur öfga-hægrisinnaðra Pólverja hefur safnast saman fyrir utan Auschwitz-safnið í suðurhluta Póllands, þar sem áður stóðu útrýmingarbúðir nasista, til þess að sýna fram á óánægju sína með pólsk stjórnvöld. Hópurinn telur tæplega 50 pólska þjóðernissinna sem standa fyrir utan safnið og veifa þjóðfána Póllands. Segist hópurinn vilja komast inn á safnið til þess að koma fyrir blómakransi í tilefni þess að í dag eru 74 ár liðin frá því að sovéski herinn tók búðirnar yfir og frelsaði um 7500 fanga. Forsvarsmaður hópsins, Piotr Rybak, sakar pólsk stjórnvöld um að minnast árlega eingöngu þeirra gyðinga sem týndu lífi í Helförinni, en segir þau skauta fram hjá minningu þeirra Pólverja sem létust. Því hafi hópurinn tekið ákvörðun um að safnast saman fyrir utan Auschwitz og mótmæla. Þessi fullyrðing hópsins er þó ekki á rökum reist. Árleg minningarathöfn um þá sem nasistar myrtu í Auschwitz tekur til allra fórnarlamba Helfararinnar, óháð trú, þjóðerni eða kynþætti. Um 1,1 milljón týndi lífinu í Auschwitz, langstærstur hluti þeirra gyðingar. Pólverjar, Rómafólk og sovéskir stríðsfangar voru einnig meðal þeirra sem myrtir voru af nasistum í búðunum á árunum 1940-1945. Pólland Tengdar fréttir Ungt fólk verði að gera sér grein fyrir grimmdarverkum forfeðra sinna Kanslari Þýskalands sagði að ungt fólk sem sé að vaxa úr grasi í dag verði að gera sér grein fyrir þeim grimmdarverkum sem forfeður þeirra voru færir um að fremja. 26. janúar 2019 19:26 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Hópur öfga-hægrisinnaðra Pólverja hefur safnast saman fyrir utan Auschwitz-safnið í suðurhluta Póllands, þar sem áður stóðu útrýmingarbúðir nasista, til þess að sýna fram á óánægju sína með pólsk stjórnvöld. Hópurinn telur tæplega 50 pólska þjóðernissinna sem standa fyrir utan safnið og veifa þjóðfána Póllands. Segist hópurinn vilja komast inn á safnið til þess að koma fyrir blómakransi í tilefni þess að í dag eru 74 ár liðin frá því að sovéski herinn tók búðirnar yfir og frelsaði um 7500 fanga. Forsvarsmaður hópsins, Piotr Rybak, sakar pólsk stjórnvöld um að minnast árlega eingöngu þeirra gyðinga sem týndu lífi í Helförinni, en segir þau skauta fram hjá minningu þeirra Pólverja sem létust. Því hafi hópurinn tekið ákvörðun um að safnast saman fyrir utan Auschwitz og mótmæla. Þessi fullyrðing hópsins er þó ekki á rökum reist. Árleg minningarathöfn um þá sem nasistar myrtu í Auschwitz tekur til allra fórnarlamba Helfararinnar, óháð trú, þjóðerni eða kynþætti. Um 1,1 milljón týndi lífinu í Auschwitz, langstærstur hluti þeirra gyðingar. Pólverjar, Rómafólk og sovéskir stríðsfangar voru einnig meðal þeirra sem myrtir voru af nasistum í búðunum á árunum 1940-1945.
Pólland Tengdar fréttir Ungt fólk verði að gera sér grein fyrir grimmdarverkum forfeðra sinna Kanslari Þýskalands sagði að ungt fólk sem sé að vaxa úr grasi í dag verði að gera sér grein fyrir þeim grimmdarverkum sem forfeður þeirra voru færir um að fremja. 26. janúar 2019 19:26 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Ungt fólk verði að gera sér grein fyrir grimmdarverkum forfeðra sinna Kanslari Þýskalands sagði að ungt fólk sem sé að vaxa úr grasi í dag verði að gera sér grein fyrir þeim grimmdarverkum sem forfeður þeirra voru færir um að fremja. 26. janúar 2019 19:26