Færist í aukana að stríðandi fylkingar virði rétt barna að vettugi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 29. janúar 2019 19:00 UNICEF - Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna - áætlar að eitt af hverjum fjórum börnum í heiminum búi við átök eða aðrar hörmungar og um 34 milljónir barna búi við alvarlegan skort á barnavernd og nauðsynlegri þjónustu. Þetta kemur fram í alþjóðlegri neyðaráætlun UNICEF fyrir árið 2019. Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir aukna þörf fyrir neyðaraðstoð koma með vaxandi átökum í heiminum. „Þetta er stærsta neyðaraðstoðin til þessa,“ segir hann. „3.9 milljarðar Bandaríkjadala.“Bergsteinn segir stríðandi fylkingar í auknu mæli vanvirða réttindi barna.Mynd/FriðrikÍ ár gerir UNICEF ráð fyrir því að ná til rúmlega fjörutíu milljóna barna í 59 löndum. UNICEF væntir þess að geta veitt 10 milljón börnum formlega eða óformlega grunnmenntun, bólusetja 10,3 milljón börn gegn mislingum, tryggja 43 milljónum manns aðgengi að hreinu vatni, veita yfir 4 milljónum barna sálrænan stuðning og meðhöndla 4,2 milljónir barna gegn alvarlegri bráðavannæringu. Tæplega 90 prósent fjarmagnsins sem kallað er eftir mun renna til aðstoðar við börn á átakasvæðum. Bergsteinn segir að átakasvæði í heiminum hafi ekki verið fleiri í þrjá áratugi. „Það er sorgleg staðreynd að nú á 30 ára afmæli barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna í ár hafa ekki verið átök í fleiri ríkjum í 30 ár. Þannig að átök setja heilmikinn svip á þessa neyðaráætlun.“ Bergsteinn segir UNICEF taka eftir því að fylkingar sem eiga í átökum virði alþjóðalög að vettugi í meira mæli en áður. „Stríðandi fylkingar í þeim átökum sem ríkja í dag eru í sífellt auknu mæli að brjóta á réttindum bara. Mun minna mæli að fara eftir alþjóðalögum og í mjög auknum mæli að ráðast á hjálparstarfsfólk og hefta aðgengi hjálparsamtaka að fólki sem þarf á hjálp að halda.“ Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Mósambík: 60 þúsund nemendur fengið aðgang að vatni og salernisaðstöðu Á fimm árum hafa 67 þúsund manns í sex héruðum í Sambesíu-fylki í Mósambík fengið aðgang að hreinu vatni og 60 þúsund nemendur við 145 skóla aðgang að hreinu vatni og bættri salernisaðstöðu í gegnum íslenska þróunarsamvinnu. 7. desember 2018 15:00 Sérstaklega kallað eftir vernd kvenna og stúlkna í átökum Samkvæmt nýsamþykktri landsáætlun Íslands um konur, frið og öryggi verður stutt við verkefni í þróunarsamvinnu á sviði mannúðarmála sem vinna að framgangi ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi. 30. nóvember 2018 09:30 Íslenskur stuðningur við börn í flóttamannabyggðum Úganda Tæplega 20 þúsund börn í norðurhluta Úganda koma til með að njóta framlags frá utanríkisráðuneytinu sem hefur ákveðið að styrkja Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í verkefnum sem tengjast vatns-, salernis- og hreinlætismálum með tæplega 120 milljóna króna framlagi. 17. janúar 2019 09:15 Söfnuðu 47,5 milljónum til hjálparstarfs í Jemen Neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi vegna neyðarástands í Jemen lauk í gær. Söfnunin sem hófst í byrjun nóvember gekk framar vonum og nemur framlag Rauða krossins alls um 47,5 milljónum króna sem fer til lífsbjargandi hjálparstarfs í Jemen. 28. desember 2018 10:15 Meira en 145 þúsund börn Róhingja fara nú í skóla - mörg í fyrsta sinn Meira en 145 þúsund börn Róhingja í flóttamannabúðunum í Cox's Bazar hefja nú skólagöngu í Bangladess á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Börnin flúðu ofbeldi og ofsóknir í heimalandi sínu Mjanmar. 24. janúar 2019 11:45 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
UNICEF - Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna - áætlar að eitt af hverjum fjórum börnum í heiminum búi við átök eða aðrar hörmungar og um 34 milljónir barna búi við alvarlegan skort á barnavernd og nauðsynlegri þjónustu. Þetta kemur fram í alþjóðlegri neyðaráætlun UNICEF fyrir árið 2019. Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir aukna þörf fyrir neyðaraðstoð koma með vaxandi átökum í heiminum. „Þetta er stærsta neyðaraðstoðin til þessa,“ segir hann. „3.9 milljarðar Bandaríkjadala.“Bergsteinn segir stríðandi fylkingar í auknu mæli vanvirða réttindi barna.Mynd/FriðrikÍ ár gerir UNICEF ráð fyrir því að ná til rúmlega fjörutíu milljóna barna í 59 löndum. UNICEF væntir þess að geta veitt 10 milljón börnum formlega eða óformlega grunnmenntun, bólusetja 10,3 milljón börn gegn mislingum, tryggja 43 milljónum manns aðgengi að hreinu vatni, veita yfir 4 milljónum barna sálrænan stuðning og meðhöndla 4,2 milljónir barna gegn alvarlegri bráðavannæringu. Tæplega 90 prósent fjarmagnsins sem kallað er eftir mun renna til aðstoðar við börn á átakasvæðum. Bergsteinn segir að átakasvæði í heiminum hafi ekki verið fleiri í þrjá áratugi. „Það er sorgleg staðreynd að nú á 30 ára afmæli barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna í ár hafa ekki verið átök í fleiri ríkjum í 30 ár. Þannig að átök setja heilmikinn svip á þessa neyðaráætlun.“ Bergsteinn segir UNICEF taka eftir því að fylkingar sem eiga í átökum virði alþjóðalög að vettugi í meira mæli en áður. „Stríðandi fylkingar í þeim átökum sem ríkja í dag eru í sífellt auknu mæli að brjóta á réttindum bara. Mun minna mæli að fara eftir alþjóðalögum og í mjög auknum mæli að ráðast á hjálparstarfsfólk og hefta aðgengi hjálparsamtaka að fólki sem þarf á hjálp að halda.“
Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Mósambík: 60 þúsund nemendur fengið aðgang að vatni og salernisaðstöðu Á fimm árum hafa 67 þúsund manns í sex héruðum í Sambesíu-fylki í Mósambík fengið aðgang að hreinu vatni og 60 þúsund nemendur við 145 skóla aðgang að hreinu vatni og bættri salernisaðstöðu í gegnum íslenska þróunarsamvinnu. 7. desember 2018 15:00 Sérstaklega kallað eftir vernd kvenna og stúlkna í átökum Samkvæmt nýsamþykktri landsáætlun Íslands um konur, frið og öryggi verður stutt við verkefni í þróunarsamvinnu á sviði mannúðarmála sem vinna að framgangi ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi. 30. nóvember 2018 09:30 Íslenskur stuðningur við börn í flóttamannabyggðum Úganda Tæplega 20 þúsund börn í norðurhluta Úganda koma til með að njóta framlags frá utanríkisráðuneytinu sem hefur ákveðið að styrkja Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í verkefnum sem tengjast vatns-, salernis- og hreinlætismálum með tæplega 120 milljóna króna framlagi. 17. janúar 2019 09:15 Söfnuðu 47,5 milljónum til hjálparstarfs í Jemen Neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi vegna neyðarástands í Jemen lauk í gær. Söfnunin sem hófst í byrjun nóvember gekk framar vonum og nemur framlag Rauða krossins alls um 47,5 milljónum króna sem fer til lífsbjargandi hjálparstarfs í Jemen. 28. desember 2018 10:15 Meira en 145 þúsund börn Róhingja fara nú í skóla - mörg í fyrsta sinn Meira en 145 þúsund börn Róhingja í flóttamannabúðunum í Cox's Bazar hefja nú skólagöngu í Bangladess á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Börnin flúðu ofbeldi og ofsóknir í heimalandi sínu Mjanmar. 24. janúar 2019 11:45 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Mósambík: 60 þúsund nemendur fengið aðgang að vatni og salernisaðstöðu Á fimm árum hafa 67 þúsund manns í sex héruðum í Sambesíu-fylki í Mósambík fengið aðgang að hreinu vatni og 60 þúsund nemendur við 145 skóla aðgang að hreinu vatni og bættri salernisaðstöðu í gegnum íslenska þróunarsamvinnu. 7. desember 2018 15:00
Sérstaklega kallað eftir vernd kvenna og stúlkna í átökum Samkvæmt nýsamþykktri landsáætlun Íslands um konur, frið og öryggi verður stutt við verkefni í þróunarsamvinnu á sviði mannúðarmála sem vinna að framgangi ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi. 30. nóvember 2018 09:30
Íslenskur stuðningur við börn í flóttamannabyggðum Úganda Tæplega 20 þúsund börn í norðurhluta Úganda koma til með að njóta framlags frá utanríkisráðuneytinu sem hefur ákveðið að styrkja Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í verkefnum sem tengjast vatns-, salernis- og hreinlætismálum með tæplega 120 milljóna króna framlagi. 17. janúar 2019 09:15
Söfnuðu 47,5 milljónum til hjálparstarfs í Jemen Neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi vegna neyðarástands í Jemen lauk í gær. Söfnunin sem hófst í byrjun nóvember gekk framar vonum og nemur framlag Rauða krossins alls um 47,5 milljónum króna sem fer til lífsbjargandi hjálparstarfs í Jemen. 28. desember 2018 10:15
Meira en 145 þúsund börn Róhingja fara nú í skóla - mörg í fyrsta sinn Meira en 145 þúsund börn Róhingja í flóttamannabúðunum í Cox's Bazar hefja nú skólagöngu í Bangladess á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Börnin flúðu ofbeldi og ofsóknir í heimalandi sínu Mjanmar. 24. janúar 2019 11:45
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent