Milljarðavelta á fíkniefnamarkaði á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. janúar 2019 18:30 Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/ERNIR Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, telur að fíkniefnamarkaðurinn á Íslandi velti milljörðum. Þeir sem sérhæfi sig í innflutningi og dreifingu á fíkniefnum einblíni ekki lengur á eitt tiltekið efni heldur hagi seglum eftir því hvar mesta gróðavonin sé hverju sinni.Þetta kom fram í viðtali við Karl Steinar í Bítinu á Bylgunni á morgun þar sem yfirlögregluþjónninn fór yfir víðan völl um starf lögreglunnar til þess að sporna við innflutningu og dreifingu á fíkniefnum.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom framað fíkniefnasalar hafi í auknum mæli snúið sér að smygli á lyfseðilsskyldum lyfjum þar sem gróðinn er meiri, áhættan minni og viðurlögin vægari.„Þetta er svona við höfum kallað fjölþátta brotastarfsemi. Þú ferð bara í allt sem að gefur þér mestan peninginn á hverjum tíma og mixar því saman. Áður voru menn að sérhæfa sig í því að flytja inn kókaín eða flytja inn e-töflur eða eitthvað svoleiðis en það er liðin tíð. Nú fara þeir bara í það sem gefur mest á hverjum tíma,“ sagði Karl Steinar sem tók undir að aukning hafi orðið í innflutning á lyfseðilsskyldum lyfjum.Sagði hann ljóst að þeir sem stæðu að slíkum innflutningi hefðu margvíslegar leiðir til þess að að flytja slík lyf inn enda oft erfitt fyrir lögreglu og tollgæslu að koma í veg fyrir slíkar sendingar. Helsta vandamál þeirra sem stæðu að innflutningi slíkra efni væri hins vegar að koma þeim í dreifingu.„Vandamálin sem þeir standa frammi fyrir er að byggja upp sölunetið, það er að segja að losna við vöruna þegar hún er komin hingað og þar eru kannski meira erfiðleikar sem þeir geta staði frammi fyrir. Það er hins vegar talsverður markaður fyrir lyf og þetta hefur komið af talsvert miklum krafti,“ sagði Karl Steinar.Schengen-samstarfið lífæð ásamt alþjóðlegri samvinnu Lögreglan hér á landi á í nánu sambandi við lögregluyfirvöld í öðrum ríkjum, ekki síst í Evrópu í gegnum Schengen-svæðið og Europol. Skemmst er að minnast samvinnu íslensku, pólsku og hollensku lögreglunnar undir lok árs 2017 þegar lagt var hald á fíkniefni og fjármuni að virði rúmlega 500 milljóna í umfangsmiklum aðgerðum. Karl Steinar segir slíka samvinnu vera lífæð lögreglunnar hér á landi í slíkum málum. „Það sem gagnast lögreglu mest tengt því er aðgangur að ákveðnum upplýsingum á landamærum,“ sagði Karl Steinar um Schengen-samstarfið sem hann telur að gagnist Íslandi og öðrum minni ríkjum sérstaklega vel. „Kannski sérstaklega lítil lönd eins og við sem hafa ekki ráð á því að byggja upp landamæri með þeim hætti sem við þyrftum að gera ef við værum ekki í þessu. Ég myndi segja að eitt af lykilatriðinum okkar til árangurs í dag er þessi erlenda samvinna,“ sagði Karl Steinar. Var hann einnig spurður af því hvort að aldrei hafi áður verið meira af fíkniefnum í umferð hér á landi en nú. Vildi hann ekki taka svo djúpt í árinni en sagði þó að mikið magn væri í umferð. „Ég myndi frekar hallast að því að það væri mjög mikið,“ sagði Karl Steinar sem var einnig beðinn um að meta hversu mikil velta væri með fíkniefni hér á landi. „Það eru einhverjir milljarðar sem eru í þessu og kannski sérstaklega einmitt vegna þess að menn eru að nota þessa fjármuni og koma þeim inn í hefðbundinn rekstur og það er eitthvað sem við þurfum að skoða betur,“ sagði Karl Steinar en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Heilbrigðismál Bítið Lögreglumál Tengdar fréttir Segir aukningu í smygli lyfseðilsskyldra lyfja Fíkniefnasalar snúa sér í auknum mæli að smygli á lyfseðilsskyldum lyfjum þar sem gróðinn er meiri, áhættan minni og viðurlögin vægari. Eftirspurnin er einnig mikil enda kaupir þriðjungur þeirra sem kemur á Vog lyfseðilsskyld lyf á svörtum markaði. 28. janúar 2019 20:00 Hundelt af íslenskum lögregluþjónum í Hollandi Inga Lind Gunnarsdóttir segir sögu sína í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Burðardýra, sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. 28. janúar 2019 10:30 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, telur að fíkniefnamarkaðurinn á Íslandi velti milljörðum. Þeir sem sérhæfi sig í innflutningi og dreifingu á fíkniefnum einblíni ekki lengur á eitt tiltekið efni heldur hagi seglum eftir því hvar mesta gróðavonin sé hverju sinni.Þetta kom fram í viðtali við Karl Steinar í Bítinu á Bylgunni á morgun þar sem yfirlögregluþjónninn fór yfir víðan völl um starf lögreglunnar til þess að sporna við innflutningu og dreifingu á fíkniefnum.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom framað fíkniefnasalar hafi í auknum mæli snúið sér að smygli á lyfseðilsskyldum lyfjum þar sem gróðinn er meiri, áhættan minni og viðurlögin vægari.„Þetta er svona við höfum kallað fjölþátta brotastarfsemi. Þú ferð bara í allt sem að gefur þér mestan peninginn á hverjum tíma og mixar því saman. Áður voru menn að sérhæfa sig í því að flytja inn kókaín eða flytja inn e-töflur eða eitthvað svoleiðis en það er liðin tíð. Nú fara þeir bara í það sem gefur mest á hverjum tíma,“ sagði Karl Steinar sem tók undir að aukning hafi orðið í innflutning á lyfseðilsskyldum lyfjum.Sagði hann ljóst að þeir sem stæðu að slíkum innflutningi hefðu margvíslegar leiðir til þess að að flytja slík lyf inn enda oft erfitt fyrir lögreglu og tollgæslu að koma í veg fyrir slíkar sendingar. Helsta vandamál þeirra sem stæðu að innflutningi slíkra efni væri hins vegar að koma þeim í dreifingu.„Vandamálin sem þeir standa frammi fyrir er að byggja upp sölunetið, það er að segja að losna við vöruna þegar hún er komin hingað og þar eru kannski meira erfiðleikar sem þeir geta staði frammi fyrir. Það er hins vegar talsverður markaður fyrir lyf og þetta hefur komið af talsvert miklum krafti,“ sagði Karl Steinar.Schengen-samstarfið lífæð ásamt alþjóðlegri samvinnu Lögreglan hér á landi á í nánu sambandi við lögregluyfirvöld í öðrum ríkjum, ekki síst í Evrópu í gegnum Schengen-svæðið og Europol. Skemmst er að minnast samvinnu íslensku, pólsku og hollensku lögreglunnar undir lok árs 2017 þegar lagt var hald á fíkniefni og fjármuni að virði rúmlega 500 milljóna í umfangsmiklum aðgerðum. Karl Steinar segir slíka samvinnu vera lífæð lögreglunnar hér á landi í slíkum málum. „Það sem gagnast lögreglu mest tengt því er aðgangur að ákveðnum upplýsingum á landamærum,“ sagði Karl Steinar um Schengen-samstarfið sem hann telur að gagnist Íslandi og öðrum minni ríkjum sérstaklega vel. „Kannski sérstaklega lítil lönd eins og við sem hafa ekki ráð á því að byggja upp landamæri með þeim hætti sem við þyrftum að gera ef við værum ekki í þessu. Ég myndi segja að eitt af lykilatriðinum okkar til árangurs í dag er þessi erlenda samvinna,“ sagði Karl Steinar. Var hann einnig spurður af því hvort að aldrei hafi áður verið meira af fíkniefnum í umferð hér á landi en nú. Vildi hann ekki taka svo djúpt í árinni en sagði þó að mikið magn væri í umferð. „Ég myndi frekar hallast að því að það væri mjög mikið,“ sagði Karl Steinar sem var einnig beðinn um að meta hversu mikil velta væri með fíkniefni hér á landi. „Það eru einhverjir milljarðar sem eru í þessu og kannski sérstaklega einmitt vegna þess að menn eru að nota þessa fjármuni og koma þeim inn í hefðbundinn rekstur og það er eitthvað sem við þurfum að skoða betur,“ sagði Karl Steinar en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Heilbrigðismál Bítið Lögreglumál Tengdar fréttir Segir aukningu í smygli lyfseðilsskyldra lyfja Fíkniefnasalar snúa sér í auknum mæli að smygli á lyfseðilsskyldum lyfjum þar sem gróðinn er meiri, áhættan minni og viðurlögin vægari. Eftirspurnin er einnig mikil enda kaupir þriðjungur þeirra sem kemur á Vog lyfseðilsskyld lyf á svörtum markaði. 28. janúar 2019 20:00 Hundelt af íslenskum lögregluþjónum í Hollandi Inga Lind Gunnarsdóttir segir sögu sína í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Burðardýra, sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. 28. janúar 2019 10:30 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Segir aukningu í smygli lyfseðilsskyldra lyfja Fíkniefnasalar snúa sér í auknum mæli að smygli á lyfseðilsskyldum lyfjum þar sem gróðinn er meiri, áhættan minni og viðurlögin vægari. Eftirspurnin er einnig mikil enda kaupir þriðjungur þeirra sem kemur á Vog lyfseðilsskyld lyf á svörtum markaði. 28. janúar 2019 20:00
Hundelt af íslenskum lögregluþjónum í Hollandi Inga Lind Gunnarsdóttir segir sögu sína í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Burðardýra, sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. 28. janúar 2019 10:30
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent