Skrúfuþota Ernis kyrrsett Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. janúar 2019 06:00 Flugvallarstarfsmenn drógu skrúfuþotu Ernis að Flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli og lögðu síðan sendibíl fyrir framan vélina til að tryggja að henni yrði ekki flogið á brott. Fréttablaðið/Stefán Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. „Menn eru aðeins að hnykla vöðvana,“ segir Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis um kyrrsetninguna sem gerð var í fyrradag. Auk lendingagjalda greiðir Ernir Isavia yfirflugsgjöld og leigu vegna aðstöðu í flugstöðvum. Ernir fljúga áætlunarflug frá Reykjavík til Vestmannaeyja, Hornafjarðar, Húsavík, Bíldudals og Gjögurs. Aðspurður segir Hörður skuldina í dag svara til um það bil eins árs þjónustugjalda og nema 98 milljónum króna. „Það hefur safnast upp svolítil skuld sem við höfum átt erfitt með að klára núna vegna þess að andrúmið í flugrekstri er tiltölulega þungt um þessar mundir,“ segir hann. Hörður segir aðdragandann að kyrrsetningu skrúfuþotunnar hafa verið sérstakan. „Ég var í jarðarför austur á Hornafirði þegar þetta gerist og þegar ég kom til borgarinnar um kvöldið var þetta allt afstaðið.“ Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, vill ekki staðfesta upphæð skuldar Ernis við fyrirtækið. Kyrrsetningi sé vegna ógreiddra notanda- og flugleiðsögugjalda innanlands. „Isavia hefur leitað leiða til að komast hjá því að grípa til þessara innheimtuaðgerðar, en ljóst er að um lokaúrræði er að ræða vegna ítrekaðra vanskila,“ segir Guðjón. Aðspurður hvað Ernir þurfi að gera til kyrrsetningunni sé aflétt svarar Guðjón. „Það þarf að greiða skuldina eða leggja fram tryggingu fyrir upphæðinni.“ Dornier skrúfuþotan kom til landsins í maí í fyrra en var ekki tekin í notkun fyrr en í desember. Hún er stærsta flugvél Ernis, tekur 32 farþega. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Hornafjörður Tengdar fréttir Gæti fjölgað farþegum og orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið Niðurgreiðslur flugfargjalda til íbúa landsbyggðarinnar gætu orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið og fjölgað farþegum, að mati forstjóra Flugfélagsins Ernis. 6. desember 2018 21:45 Tafir á skráningu 32 sæta skrúfuþotu flugfélagsins Ernis Dornier-skrúfuþota sem Flugfélagið Ernir keypti í vetur og kom til landsins fyrir rúmum sex vikum stendur enn ónotuð í flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. 6. júlí 2018 06:00 Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar, að sögn eigandans. 4. september 2018 21:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Isavia hefur kyrrsett Dornier skrúfuþotu flugfélagins Ernis á Reykjavíkurflugvelli vegna þjónustugjalda sem félagið skuldar. „Menn eru aðeins að hnykla vöðvana,“ segir Hörður Guðmundsson, eigandi Ernis um kyrrsetninguna sem gerð var í fyrradag. Auk lendingagjalda greiðir Ernir Isavia yfirflugsgjöld og leigu vegna aðstöðu í flugstöðvum. Ernir fljúga áætlunarflug frá Reykjavík til Vestmannaeyja, Hornafjarðar, Húsavík, Bíldudals og Gjögurs. Aðspurður segir Hörður skuldina í dag svara til um það bil eins árs þjónustugjalda og nema 98 milljónum króna. „Það hefur safnast upp svolítil skuld sem við höfum átt erfitt með að klára núna vegna þess að andrúmið í flugrekstri er tiltölulega þungt um þessar mundir,“ segir hann. Hörður segir aðdragandann að kyrrsetningu skrúfuþotunnar hafa verið sérstakan. „Ég var í jarðarför austur á Hornafirði þegar þetta gerist og þegar ég kom til borgarinnar um kvöldið var þetta allt afstaðið.“ Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, vill ekki staðfesta upphæð skuldar Ernis við fyrirtækið. Kyrrsetningi sé vegna ógreiddra notanda- og flugleiðsögugjalda innanlands. „Isavia hefur leitað leiða til að komast hjá því að grípa til þessara innheimtuaðgerðar, en ljóst er að um lokaúrræði er að ræða vegna ítrekaðra vanskila,“ segir Guðjón. Aðspurður hvað Ernir þurfi að gera til kyrrsetningunni sé aflétt svarar Guðjón. „Það þarf að greiða skuldina eða leggja fram tryggingu fyrir upphæðinni.“ Dornier skrúfuþotan kom til landsins í maí í fyrra en var ekki tekin í notkun fyrr en í desember. Hún er stærsta flugvél Ernis, tekur 32 farþega.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Hornafjörður Tengdar fréttir Gæti fjölgað farþegum og orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið Niðurgreiðslur flugfargjalda til íbúa landsbyggðarinnar gætu orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið og fjölgað farþegum, að mati forstjóra Flugfélagsins Ernis. 6. desember 2018 21:45 Tafir á skráningu 32 sæta skrúfuþotu flugfélagsins Ernis Dornier-skrúfuþota sem Flugfélagið Ernir keypti í vetur og kom til landsins fyrir rúmum sex vikum stendur enn ónotuð í flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. 6. júlí 2018 06:00 Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar, að sögn eigandans. 4. september 2018 21:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Gæti fjölgað farþegum og orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið Niðurgreiðslur flugfargjalda til íbúa landsbyggðarinnar gætu orðið lyftistöng fyrir innanlandsflugið og fjölgað farþegum, að mati forstjóra Flugfélagsins Ernis. 6. desember 2018 21:45
Tafir á skráningu 32 sæta skrúfuþotu flugfélagsins Ernis Dornier-skrúfuþota sem Flugfélagið Ernir keypti í vetur og kom til landsins fyrir rúmum sex vikum stendur enn ónotuð í flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. 6. júlí 2018 06:00
Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar, að sögn eigandans. 4. september 2018 21:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent