Bakhjarlar útgöngusinna telja að ekkert verði af Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 11. janúar 2019 10:32 Auðkýfingurinn Peter Hargreaves er með böggum hildar vegna Brexit þessa dagana. Vísir/Getty Tveir stærstu fjárhagslegu bakhjarlar Brexit-sinna á Bretlandi segjast nú telja að ríkisstjórnin muni hætta við útgönguna úr Evrópusambandinu. Til stendur að breska þingið greiði atkvæði um útgöngusamning Theresu May forsætisráðherra í næstu viku. Peter Hargreaves, einn auðugasti maður Bretlands og annar stærsti bakhjarl útgöngusinna fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016, og Crispin Odey, vogunarsjóðsstjóri, segja Reuters-fréttastofunni að þeir búist við því að Bretland verði um kyrrt í ESB þrátt fyrir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Odey segist nú búa sig undir að taka stöðu miðað við að pundið styrkist. Hann hafði áður hagnast á því að veðja gegn breskum eignum þegar áhyggjur af afleiðingum Brexit skóku markaði. „Ég hef algerlega gefist upp. Ég er algerlega örvinlaður, ég held að það verði alls ekkert af Brexit,“ segir Hargreaves sem gaf 3,2 milljónir punda, tæpan hálfan milljarð króna, í kosningabaráttu útgöngusinna. Búist er við því að þingmenn felli útgöngusamning May í atkvæðagreiðslu í þinginu á þriðjudag. May frestaði atkvæðagreiðslu sem átti að fara fram í desember og hefur reynt að knýja fram hagstæðari samning í Brussel, án árangurs. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, varar við því að samningurinn verði felldur sé hætta á að breskt samfélag lamist vegna Brexit. Mögulegt sé að ekkert verði þá af útgöngunni yfir höfuð vegna þess að þingmenn myndu að öllum líkindum ekki samþykkja að ganga úr sambandinu án samnings. Amber Rudd, innanríkisráðherra, segir að útganga án samnings væri slæm fyrir Bretland en rétt sé af ríkisstjórninni að undirbúa þann möguleika. „Ég er staðráðin í að tryggja að við finnum annað möguleika,“ segir Rudd. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Æfa viðbrögð við Brexit án samnings Lest 89 flutningabíla ók í gær tvær ferðir frá hinum yfirgefna Manston flugvelli í Kent til hafnarinnar í Dover. 8. janúar 2019 08:00 Umræður um Brexit-samning May halda áfram Búist er við atkvæðagreiðslu á þriðjudag í næstu viku. 9. janúar 2019 08:42 Corbyn vill nýjar kosningar en ekki þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands, segir að ef Brexit-samkomulag Theresu May, forsætisráðherra, verði fellt á þingi, sem er óhjákvæmilegt að hans mati, eigi að boða til nýrra kosninga. 10. janúar 2019 13:45 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Tveir stærstu fjárhagslegu bakhjarlar Brexit-sinna á Bretlandi segjast nú telja að ríkisstjórnin muni hætta við útgönguna úr Evrópusambandinu. Til stendur að breska þingið greiði atkvæði um útgöngusamning Theresu May forsætisráðherra í næstu viku. Peter Hargreaves, einn auðugasti maður Bretlands og annar stærsti bakhjarl útgöngusinna fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016, og Crispin Odey, vogunarsjóðsstjóri, segja Reuters-fréttastofunni að þeir búist við því að Bretland verði um kyrrt í ESB þrátt fyrir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Odey segist nú búa sig undir að taka stöðu miðað við að pundið styrkist. Hann hafði áður hagnast á því að veðja gegn breskum eignum þegar áhyggjur af afleiðingum Brexit skóku markaði. „Ég hef algerlega gefist upp. Ég er algerlega örvinlaður, ég held að það verði alls ekkert af Brexit,“ segir Hargreaves sem gaf 3,2 milljónir punda, tæpan hálfan milljarð króna, í kosningabaráttu útgöngusinna. Búist er við því að þingmenn felli útgöngusamning May í atkvæðagreiðslu í þinginu á þriðjudag. May frestaði atkvæðagreiðslu sem átti að fara fram í desember og hefur reynt að knýja fram hagstæðari samning í Brussel, án árangurs. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, varar við því að samningurinn verði felldur sé hætta á að breskt samfélag lamist vegna Brexit. Mögulegt sé að ekkert verði þá af útgöngunni yfir höfuð vegna þess að þingmenn myndu að öllum líkindum ekki samþykkja að ganga úr sambandinu án samnings. Amber Rudd, innanríkisráðherra, segir að útganga án samnings væri slæm fyrir Bretland en rétt sé af ríkisstjórninni að undirbúa þann möguleika. „Ég er staðráðin í að tryggja að við finnum annað möguleika,“ segir Rudd.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Æfa viðbrögð við Brexit án samnings Lest 89 flutningabíla ók í gær tvær ferðir frá hinum yfirgefna Manston flugvelli í Kent til hafnarinnar í Dover. 8. janúar 2019 08:00 Umræður um Brexit-samning May halda áfram Búist er við atkvæðagreiðslu á þriðjudag í næstu viku. 9. janúar 2019 08:42 Corbyn vill nýjar kosningar en ekki þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands, segir að ef Brexit-samkomulag Theresu May, forsætisráðherra, verði fellt á þingi, sem er óhjákvæmilegt að hans mati, eigi að boða til nýrra kosninga. 10. janúar 2019 13:45 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Æfa viðbrögð við Brexit án samnings Lest 89 flutningabíla ók í gær tvær ferðir frá hinum yfirgefna Manston flugvelli í Kent til hafnarinnar í Dover. 8. janúar 2019 08:00
Umræður um Brexit-samning May halda áfram Búist er við atkvæðagreiðslu á þriðjudag í næstu viku. 9. janúar 2019 08:42
Corbyn vill nýjar kosningar en ekki þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands, segir að ef Brexit-samkomulag Theresu May, forsætisráðherra, verði fellt á þingi, sem er óhjákvæmilegt að hans mati, eigi að boða til nýrra kosninga. 10. janúar 2019 13:45