Dyravörðurinn mun þurfa aðstoð ævilangt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2019 16:04 Dyraverðir sýndu mikla samstöðu í kjölfar árásarinnar og komu meðal annars saman fyrir utan Shooters og lögðu hanska sína á tröppurnar fyrir framan næturklúbbinn. Vísir Læknir dyravarðarins sem lamaðist fyrir neðan háls eftir líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst í fyrra segir hann munu þurfa aðstoð ævilangt. Um sé að ræða svokallaðan alskaða. Afar ólíklegt sé að hann nái nokkrum bata sem hafi áhrif á hans getu. Endurhæfingin snúi að því að laga umhverfið að honum með rafmagnshjólastól, lyftu og aðstoðarfólki. Þetta kom fram í vitnisburði læknisins sem vinnur náið með dyraverðinum í endurhæfingu sem staðið hefur yfir nú í á fimmta mánuð. Dyravörðurinn, sem er 37 ára, starfaði á skemmtistaðnum Shooters og var á vakt umrædda nótt þegar fjórir pólskir menn réðust á hann og kollega hans eftir að hafa verið áður vikið af staðnum. Tveir til viðbótar tóku þátt í árásinni en ekki hefur tekist að bera kennsl á þá. Dyravörðurinn svaraði spurningum saksóknara, verjanda og dómara á endurhæfingadeild Landspítalans í dag. Þar ætlar hann sér að ganga út þrátt fyrir að líkurnar á því séu engar að mati lækna. Markmið sé að koma honum á einhvern hátt í eigin búsetu en neyðarrúrræði sé hjúkrunarheimili. Læknir lýsti því að lömunin væri tilkomin vegna skaða á mænu sem virðist hafa orðið í kjölfar árásar Artur Pawel Wisocki á hann. Artur viðurkennir árásina en neitar að hafa hrint dyraverðinum í gólfið inni á Shooters þangað sem hann elti hann á hlaupum. Segir Artur þá báða hafa dottið og Artur síðan farið frá. Dyravörðurinn segir Artur hins vegar hafa hrint sér og í framhaldinu bæði sparkað í sig og kýlt þar sem hann lá í tröppum við bakdyr staðarins sem snúa út á Austurvöll. Síðan hefur maðurinn ekki getað hreyft sig nema að örlitlu leyti neðan við háls. Miskabótakrafa dyravarðarins á hendur Artur hljóðar upp á 123 milljónir króna. Fangelsisdómur við stórfelldri líkamsárás varðar sextán árum. Dómsmál Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Áttaði sig á alvarleika málsins þegar dyravörðurinn bað hann um að færa fæturna Yfirdyravörður á English Pub lýsti því við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur hvernig hann hefði séð að minnsta kosti fjóra hettuklædda menn hlaupa upp tröppurnar á Shooters og ráðast á dyraverði þar. 11. janúar 2019 14:21 Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00 Segir Artur hafa kýlt og sparkað í sig þar sem hann lá Læknir sem tók á móti alvarlega slösuðum dyraverðinum umrædda nótt telur að töluvert mikinn kraft þurfi til að brjóta hálshryggjarlið. Brotið varð til þess að gekk inn í mænuna og olli lömuninni. 11. janúar 2019 14:50 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Læknir dyravarðarins sem lamaðist fyrir neðan háls eftir líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst í fyrra segir hann munu þurfa aðstoð ævilangt. Um sé að ræða svokallaðan alskaða. Afar ólíklegt sé að hann nái nokkrum bata sem hafi áhrif á hans getu. Endurhæfingin snúi að því að laga umhverfið að honum með rafmagnshjólastól, lyftu og aðstoðarfólki. Þetta kom fram í vitnisburði læknisins sem vinnur náið með dyraverðinum í endurhæfingu sem staðið hefur yfir nú í á fimmta mánuð. Dyravörðurinn, sem er 37 ára, starfaði á skemmtistaðnum Shooters og var á vakt umrædda nótt þegar fjórir pólskir menn réðust á hann og kollega hans eftir að hafa verið áður vikið af staðnum. Tveir til viðbótar tóku þátt í árásinni en ekki hefur tekist að bera kennsl á þá. Dyravörðurinn svaraði spurningum saksóknara, verjanda og dómara á endurhæfingadeild Landspítalans í dag. Þar ætlar hann sér að ganga út þrátt fyrir að líkurnar á því séu engar að mati lækna. Markmið sé að koma honum á einhvern hátt í eigin búsetu en neyðarrúrræði sé hjúkrunarheimili. Læknir lýsti því að lömunin væri tilkomin vegna skaða á mænu sem virðist hafa orðið í kjölfar árásar Artur Pawel Wisocki á hann. Artur viðurkennir árásina en neitar að hafa hrint dyraverðinum í gólfið inni á Shooters þangað sem hann elti hann á hlaupum. Segir Artur þá báða hafa dottið og Artur síðan farið frá. Dyravörðurinn segir Artur hins vegar hafa hrint sér og í framhaldinu bæði sparkað í sig og kýlt þar sem hann lá í tröppum við bakdyr staðarins sem snúa út á Austurvöll. Síðan hefur maðurinn ekki getað hreyft sig nema að örlitlu leyti neðan við háls. Miskabótakrafa dyravarðarins á hendur Artur hljóðar upp á 123 milljónir króna. Fangelsisdómur við stórfelldri líkamsárás varðar sextán árum.
Dómsmál Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Áttaði sig á alvarleika málsins þegar dyravörðurinn bað hann um að færa fæturna Yfirdyravörður á English Pub lýsti því við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur hvernig hann hefði séð að minnsta kosti fjóra hettuklædda menn hlaupa upp tröppurnar á Shooters og ráðast á dyraverði þar. 11. janúar 2019 14:21 Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00 Segir Artur hafa kýlt og sparkað í sig þar sem hann lá Læknir sem tók á móti alvarlega slösuðum dyraverðinum umrædda nótt telur að töluvert mikinn kraft þurfi til að brjóta hálshryggjarlið. Brotið varð til þess að gekk inn í mænuna og olli lömuninni. 11. janúar 2019 14:50 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Áttaði sig á alvarleika málsins þegar dyravörðurinn bað hann um að færa fæturna Yfirdyravörður á English Pub lýsti því við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur hvernig hann hefði séð að minnsta kosti fjóra hettuklædda menn hlaupa upp tröppurnar á Shooters og ráðast á dyraverði þar. 11. janúar 2019 14:21
Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00
Segir Artur hafa kýlt og sparkað í sig þar sem hann lá Læknir sem tók á móti alvarlega slösuðum dyraverðinum umrædda nótt telur að töluvert mikinn kraft þurfi til að brjóta hálshryggjarlið. Brotið varð til þess að gekk inn í mænuna og olli lömuninni. 11. janúar 2019 14:50