Komst naumlega út úr brennandi hjólhýsi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. janúar 2019 19:45 Maður sem komst naumlega út úr brennandi hjólhýsi við Grandagarð í gær missti nær allar eigur sínar í brunanum. Hann hefur búið í hjólhýsinu í fjórtán ár og segir brunann mikið áfall. Á fimmta tímanum í gær barst lögreglu tilkynning um bruna í hjólhýsi og bíl. Var umferð lokað um svæðið og hröðuðu slökkviliðsbílar sér á vettvang. Eigandi hjólhýsisins var inni í því þegar eldur blossaði upp, en hjólhýsið hefur verið heimili hans í 14 ár.Haukur Tómasson hefur búið í hjólhýsinu í 14 árSkjáskot úr frétt„Rafmagnið fór af og þá blossaði eldur fyrir aftan mig. Það kviknaði út frá rafmagni, það var ekkert annað,“ sagði Haukur Tómasson, eigandi hjólhýsisins. Haukur sat í rólegheitum og horfði á enska boltann þegar eldurinn blossaði upp fyrir aftan hann. Hann sagðist vera heppinn að hafa náð að hraða sér út því skömmu seinna fuðraði hjólhýsið upp. Sem betur fer komst Haukur í tæka tíð út úr hjólhýsinu. Þó reyndi hann að skríða aftur inn til að bjarga eigum sínum en varð fljótt ljóst að sú tilraun yrði ekki líkleg til árangurs, því í sömu andrá var hjólhýsið orðið alelda. Það eina sem bjargaðist voru bíllyklar sem fyrir einskæra hepppni voru í buxnavasa Hauks. „Það fór allt saman, allir lyklar. Það fór allt. Ég hafði ekki tíma til að koma eignum í burtu. Ég ætlaði inn aftur en það var ekki séns,“ sagði Haukur. Slysavarnarfélagið lánaði Hauki föt til að klæðast og fékk hann lánað greiðslukort til að verða sér úti um lyf þar sem allar eigur Hauks urðu eldinum að bráð.Hvað tekur við? „Ég veit það ekki, ég er ekki búinn að átta mig á því enn hvað ég geri. Þetta var mikið áfall, geysilega mikið áfall,“ sagði Haukur. Slökkvilið Tengdar fréttir Vaknaði upp við vondan draum á rúmsjó: „Ég er bara í sjokki“ Ásgeir Helgi Þórðarson segir það hafa verið mikið áfall þegar hann fékk þau tíðindi á rúmsjó að nýlegur Mercedes-Benz hefði brunnið til kaldra kola. 13. janúar 2019 11:43 Eldur logaði í hjólhýsi á Granda Mikinn sótsvartan reyk lagði frá Grandanum í Reykjavík þar sem eldur logaði í hjólhýsi. Lögregla lokaði fyrir umferð um svæðið. 12. janúar 2019 16:33 Kom sér út áður en slökkvilið bar að garði Karlmaður sem býr í hjólhýsinu sem brann við Grandagarð í dag, komst út úr hjólhýsinu áður en slökkvilið bar að garði. Hjólhýsið var alelda þegar slökkvilið mætti á vettvang að sögn varðstjóra. 12. janúar 2019 20:07 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Sjá meira
Maður sem komst naumlega út úr brennandi hjólhýsi við Grandagarð í gær missti nær allar eigur sínar í brunanum. Hann hefur búið í hjólhýsinu í fjórtán ár og segir brunann mikið áfall. Á fimmta tímanum í gær barst lögreglu tilkynning um bruna í hjólhýsi og bíl. Var umferð lokað um svæðið og hröðuðu slökkviliðsbílar sér á vettvang. Eigandi hjólhýsisins var inni í því þegar eldur blossaði upp, en hjólhýsið hefur verið heimili hans í 14 ár.Haukur Tómasson hefur búið í hjólhýsinu í 14 árSkjáskot úr frétt„Rafmagnið fór af og þá blossaði eldur fyrir aftan mig. Það kviknaði út frá rafmagni, það var ekkert annað,“ sagði Haukur Tómasson, eigandi hjólhýsisins. Haukur sat í rólegheitum og horfði á enska boltann þegar eldurinn blossaði upp fyrir aftan hann. Hann sagðist vera heppinn að hafa náð að hraða sér út því skömmu seinna fuðraði hjólhýsið upp. Sem betur fer komst Haukur í tæka tíð út úr hjólhýsinu. Þó reyndi hann að skríða aftur inn til að bjarga eigum sínum en varð fljótt ljóst að sú tilraun yrði ekki líkleg til árangurs, því í sömu andrá var hjólhýsið orðið alelda. Það eina sem bjargaðist voru bíllyklar sem fyrir einskæra hepppni voru í buxnavasa Hauks. „Það fór allt saman, allir lyklar. Það fór allt. Ég hafði ekki tíma til að koma eignum í burtu. Ég ætlaði inn aftur en það var ekki séns,“ sagði Haukur. Slysavarnarfélagið lánaði Hauki föt til að klæðast og fékk hann lánað greiðslukort til að verða sér úti um lyf þar sem allar eigur Hauks urðu eldinum að bráð.Hvað tekur við? „Ég veit það ekki, ég er ekki búinn að átta mig á því enn hvað ég geri. Þetta var mikið áfall, geysilega mikið áfall,“ sagði Haukur.
Slökkvilið Tengdar fréttir Vaknaði upp við vondan draum á rúmsjó: „Ég er bara í sjokki“ Ásgeir Helgi Þórðarson segir það hafa verið mikið áfall þegar hann fékk þau tíðindi á rúmsjó að nýlegur Mercedes-Benz hefði brunnið til kaldra kola. 13. janúar 2019 11:43 Eldur logaði í hjólhýsi á Granda Mikinn sótsvartan reyk lagði frá Grandanum í Reykjavík þar sem eldur logaði í hjólhýsi. Lögregla lokaði fyrir umferð um svæðið. 12. janúar 2019 16:33 Kom sér út áður en slökkvilið bar að garði Karlmaður sem býr í hjólhýsinu sem brann við Grandagarð í dag, komst út úr hjólhýsinu áður en slökkvilið bar að garði. Hjólhýsið var alelda þegar slökkvilið mætti á vettvang að sögn varðstjóra. 12. janúar 2019 20:07 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Sjá meira
Vaknaði upp við vondan draum á rúmsjó: „Ég er bara í sjokki“ Ásgeir Helgi Þórðarson segir það hafa verið mikið áfall þegar hann fékk þau tíðindi á rúmsjó að nýlegur Mercedes-Benz hefði brunnið til kaldra kola. 13. janúar 2019 11:43
Eldur logaði í hjólhýsi á Granda Mikinn sótsvartan reyk lagði frá Grandanum í Reykjavík þar sem eldur logaði í hjólhýsi. Lögregla lokaði fyrir umferð um svæðið. 12. janúar 2019 16:33
Kom sér út áður en slökkvilið bar að garði Karlmaður sem býr í hjólhýsinu sem brann við Grandagarð í dag, komst út úr hjólhýsinu áður en slökkvilið bar að garði. Hjólhýsið var alelda þegar slökkvilið mætti á vettvang að sögn varðstjóra. 12. janúar 2019 20:07