Golfarar eru mótfallnir hringli með klukkuna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. janúar 2019 07:00 Haukur Örn Birgisson, formaður GSÍ Ekki liggur fyrir hvort afstaða Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) til breytinga á klukkunni er sú sama nú og síðast þegar slíkt var til umræðu. Golfsamband Íslands (GSÍ) er aftur á móti enn þá ekki hrifið af því að hringlað sé með tímann. Ríkisstjórnin kynnti í liðinni viku til samráðs hugmyndir um aðgerðir til að bregðast við svefntíma þjóðarinnar en sá er almennt of stuttur. Tillögurnar byggja meðal annars á vinnu starfshóps um klukkuna sem heilbrigðisráðherra skipaði. Eftir talsvert hringl um hvar málið ætti heima var niðurstaðan sú að tíminn væri í höndum forsætisráðherra. Tillögurnar nú eru þrenns konar. Í fyrsta lagi að klukkan verði færð í samræmi við legu landsins á jarðarkringlunni og þar með seinkað um klukkustund. Í öðru lagi er til skoðunar að skólar og jafnvel fyrirtæki hefji starfsemi seinna á morgnana en nú gengur og gerist. Í þriðja lagi íhugar ríkisstjórnin að hafa óbreytta stöðu og ráðast í fræðsluátak til að fá fólk til að fara fyrr að sofa. Hugmyndir um sumar- og vetrartíma eru ekki uppi á borðum. Síðast þegar slíkar hugmyndir voru ræddar komu helstu gagnrýnisraddirnar úr röðum ÍSÍ og GSÍ. Þá lagðist Icelandair eindregið gegn þeim þar sem þá færi í vaskinn áralöng vinna við að helga sér afgreiðslutíma á erlendum flugvöllum. Síðan þá hafa rannsóknir á líkamsklukkunni meðal annars hlotið Nóbelsverðlaun í læknisfræði. „Við höfum ekki tekið þetta til umsagnar eða umfjöllunar á ný og því liggur formleg afstaða ekki fyrir,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, en bætir því við að persónulega myndi hún ekki vilja breyta klukkunni. „Það þarf klárlega að skoða þetta út frá öllum hliðum. Framkvæmdastjórnin mun funda næsta fimmtudag og þar verður þetta eflaust rætt.“ „Síðast þegar þetta var rætt á Alþingi þá skiluðum við okkar umsögn og hún er svo sem óbreytt,“ segir Haukur Örn Birgisson, formaður GSÍ. Þegar Fréttablaðið náði af honum tali var hann einmitt staddur erlendis á fimmtu braut. „Ég kaupi rökin um að breyta þessu yfir vetrartímann en ég sé ekki þörfina á sumrin. Breytingin myndi skerða útiverutíma á kvöldin eftir vinnu. Það myndi fela í sér töluvert tekjutap fyrir golfklúbba að missa klukkutíma af deginum. Sjálfur tel ég að við ættum ekki að slá strax út af borðinu hugmyndir um sumar- og vetrartíma,“ segir Haukur. Birtist í Fréttablaðinu Klukkan á Íslandi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvort afstaða Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) til breytinga á klukkunni er sú sama nú og síðast þegar slíkt var til umræðu. Golfsamband Íslands (GSÍ) er aftur á móti enn þá ekki hrifið af því að hringlað sé með tímann. Ríkisstjórnin kynnti í liðinni viku til samráðs hugmyndir um aðgerðir til að bregðast við svefntíma þjóðarinnar en sá er almennt of stuttur. Tillögurnar byggja meðal annars á vinnu starfshóps um klukkuna sem heilbrigðisráðherra skipaði. Eftir talsvert hringl um hvar málið ætti heima var niðurstaðan sú að tíminn væri í höndum forsætisráðherra. Tillögurnar nú eru þrenns konar. Í fyrsta lagi að klukkan verði færð í samræmi við legu landsins á jarðarkringlunni og þar með seinkað um klukkustund. Í öðru lagi er til skoðunar að skólar og jafnvel fyrirtæki hefji starfsemi seinna á morgnana en nú gengur og gerist. Í þriðja lagi íhugar ríkisstjórnin að hafa óbreytta stöðu og ráðast í fræðsluátak til að fá fólk til að fara fyrr að sofa. Hugmyndir um sumar- og vetrartíma eru ekki uppi á borðum. Síðast þegar slíkar hugmyndir voru ræddar komu helstu gagnrýnisraddirnar úr röðum ÍSÍ og GSÍ. Þá lagðist Icelandair eindregið gegn þeim þar sem þá færi í vaskinn áralöng vinna við að helga sér afgreiðslutíma á erlendum flugvöllum. Síðan þá hafa rannsóknir á líkamsklukkunni meðal annars hlotið Nóbelsverðlaun í læknisfræði. „Við höfum ekki tekið þetta til umsagnar eða umfjöllunar á ný og því liggur formleg afstaða ekki fyrir,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, en bætir því við að persónulega myndi hún ekki vilja breyta klukkunni. „Það þarf klárlega að skoða þetta út frá öllum hliðum. Framkvæmdastjórnin mun funda næsta fimmtudag og þar verður þetta eflaust rætt.“ „Síðast þegar þetta var rætt á Alþingi þá skiluðum við okkar umsögn og hún er svo sem óbreytt,“ segir Haukur Örn Birgisson, formaður GSÍ. Þegar Fréttablaðið náði af honum tali var hann einmitt staddur erlendis á fimmtu braut. „Ég kaupi rökin um að breyta þessu yfir vetrartímann en ég sé ekki þörfina á sumrin. Breytingin myndi skerða útiverutíma á kvöldin eftir vinnu. Það myndi fela í sér töluvert tekjutap fyrir golfklúbba að missa klukkutíma af deginum. Sjálfur tel ég að við ættum ekki að slá strax út af borðinu hugmyndir um sumar- og vetrartíma,“ segir Haukur.
Birtist í Fréttablaðinu Klukkan á Íslandi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira