Breyting á klukkunni muni ekki fjölga birtustundum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2019 07:17 Það verður kalt en bjart sunnan heiða í dag. vísir/Vilhelm Vegna legu landsins á hárri breiddargráðu eru fáar birtustundir í boði á Íslandi yfir háveturinn og mun þeim ekki fjölga með breytingu á stillingu klukkunnar. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en þar segir jafnframt að norðan átt sé nú ráðandi í veðrinu á landinu. Strekkingur er algengur vindstyrkur í þeirri átt en þó er alltaf breytileiki á vindhraða: „Það má til dæmis nefna að á suðausturhorninu eru vindstrengir af styrk hvassviðris þar sem kalt loft steypir sér niður af Vatnajökli. Stærstur hluti höfuðborgarsvæðisins er hins vegar í hægviðri í skjóli fjalla. Eins og svo oft áður í norðanátt verða él norðan- og austanlands. Sunnan heiða er hins vegar léttskýjaður dagur í vændum og því útlit fyrir að sjáist til sólar. Gallinn er hins vegar sá að vegna legu landsins á hárri breiddargráðu eru birtustundir fáar í boði á Íslandi um hávetur og þeim fjölgar ekki með breytingu á stillingu klukkunnar,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Í kvöld hefur svo norðan áttin gengið niður og dregið úr éljum. „Eins og oft vill verða þegar lægir eftir norðanátt, þá nær frostið sér á strik. Loftið er kalt í grunninn. Í hægum vindi og léttskýjuðu veðri kólnar einnig grunnt lag af lofti næst jörðu vegna útgeislunar. Segja má að kuldinn í kvöld sé því bæði aðfluttur og heimatilbúinn, líkur eru á að frost nái að mælast 10 stig eða meira í flestum landshlutum. Á morgun nálgast tiltölulega veikluleg vetrarlægð úr suðvestri og sendir úrkomubakka inn á land. Úrkoman í þeim bakka verður yfirleitt snjókoma, en með suðurströndinni nær að hlýna rétt upp fyrir frostmark og þar færir úrkoman sig því yfir í slyddu eða rigningu. Á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra helst þó úrkomulaust lengst af á morgun,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.Veðurhorfur á landinu:Norðan 8-15 m/s, en 15-20 í vindstrengjum suðaustantil á landinu. Él norðan og austanlands, annars léttskýjað. Lægir smám saman í dag og dregur úr éljum. Frost 2 til 8 stig, en kólnar meira í kvöld.Austlæg átt 5-10 á morgun. Yfirleitt þurrt norðvestan- og vestanlands. Snjókoma með köflum annars staðar og slydda eða rigning með suðurströndinni. Hiti rétt yfir frostmarki syðst og minnkandi frost í öðrum landshlutum.Á fimmtudag:Austlæg átt 5-10 m/s. Bjartviðri norðvestan- og vestanlands. Snjókoma með köflum annars staðar og slydda syðst. Hiti rétt yfir frostmarki með suðurströndinni, en allt að 8 stiga frost í innsveitum fyrir norðan.Á föstudag:Austlæg átt 3-8 og dálítil él á víð og dreif, en skúrir með suðurströndinni. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Suðaustan 10-18 og rigning eða slydda, hiti 0 til 5 stig. Þurrt norðaustantil og vægt frost. Suðvestlægari seinnipartinn með snjókomu eða slyddu og síðar éljum á sunnan- og vestanverðu landinu. Klukkan á Íslandi Veður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Vegna legu landsins á hárri breiddargráðu eru fáar birtustundir í boði á Íslandi yfir háveturinn og mun þeim ekki fjölga með breytingu á stillingu klukkunnar. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en þar segir jafnframt að norðan átt sé nú ráðandi í veðrinu á landinu. Strekkingur er algengur vindstyrkur í þeirri átt en þó er alltaf breytileiki á vindhraða: „Það má til dæmis nefna að á suðausturhorninu eru vindstrengir af styrk hvassviðris þar sem kalt loft steypir sér niður af Vatnajökli. Stærstur hluti höfuðborgarsvæðisins er hins vegar í hægviðri í skjóli fjalla. Eins og svo oft áður í norðanátt verða él norðan- og austanlands. Sunnan heiða er hins vegar léttskýjaður dagur í vændum og því útlit fyrir að sjáist til sólar. Gallinn er hins vegar sá að vegna legu landsins á hárri breiddargráðu eru birtustundir fáar í boði á Íslandi um hávetur og þeim fjölgar ekki með breytingu á stillingu klukkunnar,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Í kvöld hefur svo norðan áttin gengið niður og dregið úr éljum. „Eins og oft vill verða þegar lægir eftir norðanátt, þá nær frostið sér á strik. Loftið er kalt í grunninn. Í hægum vindi og léttskýjuðu veðri kólnar einnig grunnt lag af lofti næst jörðu vegna útgeislunar. Segja má að kuldinn í kvöld sé því bæði aðfluttur og heimatilbúinn, líkur eru á að frost nái að mælast 10 stig eða meira í flestum landshlutum. Á morgun nálgast tiltölulega veikluleg vetrarlægð úr suðvestri og sendir úrkomubakka inn á land. Úrkoman í þeim bakka verður yfirleitt snjókoma, en með suðurströndinni nær að hlýna rétt upp fyrir frostmark og þar færir úrkoman sig því yfir í slyddu eða rigningu. Á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra helst þó úrkomulaust lengst af á morgun,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.Veðurhorfur á landinu:Norðan 8-15 m/s, en 15-20 í vindstrengjum suðaustantil á landinu. Él norðan og austanlands, annars léttskýjað. Lægir smám saman í dag og dregur úr éljum. Frost 2 til 8 stig, en kólnar meira í kvöld.Austlæg átt 5-10 á morgun. Yfirleitt þurrt norðvestan- og vestanlands. Snjókoma með köflum annars staðar og slydda eða rigning með suðurströndinni. Hiti rétt yfir frostmarki syðst og minnkandi frost í öðrum landshlutum.Á fimmtudag:Austlæg átt 5-10 m/s. Bjartviðri norðvestan- og vestanlands. Snjókoma með köflum annars staðar og slydda syðst. Hiti rétt yfir frostmarki með suðurströndinni, en allt að 8 stiga frost í innsveitum fyrir norðan.Á föstudag:Austlæg átt 3-8 og dálítil él á víð og dreif, en skúrir með suðurströndinni. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Suðaustan 10-18 og rigning eða slydda, hiti 0 til 5 stig. Þurrt norðaustantil og vægt frost. Suðvestlægari seinnipartinn með snjókomu eða slyddu og síðar éljum á sunnan- og vestanverðu landinu.
Klukkan á Íslandi Veður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira