Sendir andstæðingum hvalveiða tóninn: „Hlægilegt af þessu fólki“ Birgir Olgeirsson skrifar 17. janúar 2019 16:38 Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. Vísir/Getty Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða sem unnin var að beiðni sjávarútvegsráðherra. Andstæðingar hvalveiða hafa löngum bent á að þær gætu haft slæm áhrif á ímynd Íslands erlendis og gætu haft það í för með sér að komum ferðamanna hingað til lands myndi fækka. Einn maður hefur haldið því lengi fram að svo sé ekki en það er Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. Kristján hefur kynnt sér innihald skýrslunnar en hann segir að niðurstöður hennar séu í takt við það sem hann reiknaði með. „Það hefði verið skrýtið hefði þetta verið öðruvísi,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Árið 2009 komu tæplega fimm hundruð þúsund erlendir ferðamenn til Íslands. Sama ár voru lög sett um hvalveiðar í atvinnuskyni. Kristján segir að frá árinu 2009 hafi Íslendingar veitt hvali, reyndar með hléum, en á þeim tíma hefur erlendum ferðamönnum fjölgað mikið en rúmar tvær milljónir ferðamanna komu hingað til lands í fyrra. „Þeir sem eru á móti hvalveiðum héldu því fram að erlendir ferðamenn myndu fælast frá Íslandi. Þetta er hlægilegt af þessu fólki að láta svona,“ segir Kristján og bendir á að hlutfall Bandaríkjamanna í heildarfjölda ferðamanna í fyrra hafi numið 30 prósentum.Kristján sagði í heimildarmynd sem frumsýnd var á síðasta ári að fólk væri áhugasamt um að koma til Íslands að skoða hvali og smakka hvalkjöt.Vísir/GettyHann vill meina að allt tal um að hvalveiðar myndu hafa neikvæð áhrif á ferðamennsku hér á landi sé rökleysa og skýrslan og tölurnar tali sínu máli.Fjallað var um hvalveiðar Íslendinga í heimildarmynd sem kom út í fyrra en þar var rætt við Kristján sem fullyrti að rekja mætti fjölda ferðamanna hér á landi til hvalveiða. Sagði Kristján í myndinni að fólk sé áhugasamt um að koma til Íslands og skoða hvali og smakka hvalkjöt. Það fáist hvergi annarsstaðar í heiminum. „Er það eitthvað óraunhæft?“ spyr Kristján í samtali við Vísi í dag. Í skýrslu Hagfræðistofnunar kemur fram að skilgreina megi fleiri hvalategundir sem nytjastofn en með því er í reynd verið að mæla með frekari hvalveiðum. Kristján tekur undir þetta og bendir á að það megi vel hefja veiðar á sandreyði en sá stofn sé upp á tíu til fimmtán þúsund dýr að mati Kristjáns sem sjáist mikið af í ágúst og september við Íslandsstrendur. Kristján segir áhugaverðustu niðurstöðu þessarar skýrslu vera að sjá hversu mikið hvalirnir taki til sín. Þeir gangi á aðra nytjastofna. „Allt þarf þetta að éta og þeir koma hérna á sumrin til að éta. Þeir eru ekkert í megrun, þetta tekur til sín og hefur áhrif á annað ef þeim fjölgar úr hófi fram. Sá kafli er eitthvað sem menn ættu að hafa áhyggjur af.“ Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Líklegt að fleiri hvalastofnar þoli sjálfbærar veiðar Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu. 17. janúar 2019 12:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða sem unnin var að beiðni sjávarútvegsráðherra. Andstæðingar hvalveiða hafa löngum bent á að þær gætu haft slæm áhrif á ímynd Íslands erlendis og gætu haft það í för með sér að komum ferðamanna hingað til lands myndi fækka. Einn maður hefur haldið því lengi fram að svo sé ekki en það er Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. Kristján hefur kynnt sér innihald skýrslunnar en hann segir að niðurstöður hennar séu í takt við það sem hann reiknaði með. „Það hefði verið skrýtið hefði þetta verið öðruvísi,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Árið 2009 komu tæplega fimm hundruð þúsund erlendir ferðamenn til Íslands. Sama ár voru lög sett um hvalveiðar í atvinnuskyni. Kristján segir að frá árinu 2009 hafi Íslendingar veitt hvali, reyndar með hléum, en á þeim tíma hefur erlendum ferðamönnum fjölgað mikið en rúmar tvær milljónir ferðamanna komu hingað til lands í fyrra. „Þeir sem eru á móti hvalveiðum héldu því fram að erlendir ferðamenn myndu fælast frá Íslandi. Þetta er hlægilegt af þessu fólki að láta svona,“ segir Kristján og bendir á að hlutfall Bandaríkjamanna í heildarfjölda ferðamanna í fyrra hafi numið 30 prósentum.Kristján sagði í heimildarmynd sem frumsýnd var á síðasta ári að fólk væri áhugasamt um að koma til Íslands að skoða hvali og smakka hvalkjöt.Vísir/GettyHann vill meina að allt tal um að hvalveiðar myndu hafa neikvæð áhrif á ferðamennsku hér á landi sé rökleysa og skýrslan og tölurnar tali sínu máli.Fjallað var um hvalveiðar Íslendinga í heimildarmynd sem kom út í fyrra en þar var rætt við Kristján sem fullyrti að rekja mætti fjölda ferðamanna hér á landi til hvalveiða. Sagði Kristján í myndinni að fólk sé áhugasamt um að koma til Íslands og skoða hvali og smakka hvalkjöt. Það fáist hvergi annarsstaðar í heiminum. „Er það eitthvað óraunhæft?“ spyr Kristján í samtali við Vísi í dag. Í skýrslu Hagfræðistofnunar kemur fram að skilgreina megi fleiri hvalategundir sem nytjastofn en með því er í reynd verið að mæla með frekari hvalveiðum. Kristján tekur undir þetta og bendir á að það megi vel hefja veiðar á sandreyði en sá stofn sé upp á tíu til fimmtán þúsund dýr að mati Kristjáns sem sjáist mikið af í ágúst og september við Íslandsstrendur. Kristján segir áhugaverðustu niðurstöðu þessarar skýrslu vera að sjá hversu mikið hvalirnir taki til sín. Þeir gangi á aðra nytjastofna. „Allt þarf þetta að éta og þeir koma hérna á sumrin til að éta. Þeir eru ekkert í megrun, þetta tekur til sín og hefur áhrif á annað ef þeim fjölgar úr hófi fram. Sá kafli er eitthvað sem menn ættu að hafa áhyggjur af.“
Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00 Líklegt að fleiri hvalastofnar þoli sjálfbærar veiðar Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu. 17. janúar 2019 12:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. 16. janúar 2019 17:00
Líklegt að fleiri hvalastofnar þoli sjálfbærar veiðar Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu. 17. janúar 2019 12:00