Ætla að byggja upp eldflaugavarnir í geimnum Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2019 23:00 Donald Trump í Pentagon í dag. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hét því í dag að Bandaríkin myndu þróa eldflaugavarnarkerfi í geimnum. Þetta sagði Trump í ræðu í höfuðstöðvum herafla Bandaríkjanna, Pentagon, í dag og sagði hann að kerfið myndi finna og granda öllum eldflaugum sem skotið væri að Bandaríkjunum, hvenær sem er og hvar sem er. Tilefni ræðu Trump var sérstök úttekt hersins á eldflaugavörnum Bandaríkjanna og í skýrslu sem fylgdi úttektinni segir að einstök ógn stafi af Norður-Kóreu, jafnvel þó Trump sjálfur hafi lýst því yfir í fyrra að engin ógn stafaði lengur af einræðisríkinu. Trump nefndi Rússland, Kína og Norður-Kóreu ekki í ræðu sinni en Pat Shanahan, starfandi varnarmálaráðherra, hélt einnig ræðu og sagði þau ríki vinna hörðum höndum að því að þróa eldflaugar sem erfiðara væri að sjá, fylgjast með og granda. Sem dæmi má nefna að Vladimir Pútín, forseti Rússlands, opinberaði nýverið eldflaugar sem hann segir ómögulegt að granda eftir að henni hafi verið skotið á loft. Ein þeirra getur flogið á um tuttuguföldum hljóðhraða og tekið skarpar beygjur til að leika á eldflaugavarnir. Kínverjar hafa einnig verið að vinna að þróun slíkra eldflauga.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninumAP fréttaveitan segir að um sé að ræða áætlun sem gengur út á að koma skynjurum fyrir í geimnum svo hægt verði að finna eldflaugar um leið og þeim er skotið á loft. Einnig stendur til að kanna möguleikann á því að koma tólum fyrir á braut um jörðu sem grandað geta eldflaugum, þegar skynjararnir eru búnir að finna þær.Samkvæmt Defense One verður meðal annars skoðað hvort hægt verði að granda eldflaugum með leysigeislum úr geimnum.AP vísar í orð hershöfðingjans Robert Ashley, þegar hann ræddi við þingmenn í fyrra, en hann sagði að þróun hljóðfrárra eldflauga myndi gerbreyta hernaði á komandi árum. Mögulegt yrði að gera árásir á skotmörk með minni fyrirvara, yfir lengri vegalengdir og með stærri sprengjum en áður. Bandaríkin Geimurinn Kína Norður-Kórea Rússland Tengdar fréttir Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum Yfirvöld Kína segjast hafa komið nýjum langdrægum eldflaugum fyrir í Kína sem geti grandað herskipum Bandaríkjanna í Suður-Kínahafi. 10. janúar 2019 09:15 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hét því í dag að Bandaríkin myndu þróa eldflaugavarnarkerfi í geimnum. Þetta sagði Trump í ræðu í höfuðstöðvum herafla Bandaríkjanna, Pentagon, í dag og sagði hann að kerfið myndi finna og granda öllum eldflaugum sem skotið væri að Bandaríkjunum, hvenær sem er og hvar sem er. Tilefni ræðu Trump var sérstök úttekt hersins á eldflaugavörnum Bandaríkjanna og í skýrslu sem fylgdi úttektinni segir að einstök ógn stafi af Norður-Kóreu, jafnvel þó Trump sjálfur hafi lýst því yfir í fyrra að engin ógn stafaði lengur af einræðisríkinu. Trump nefndi Rússland, Kína og Norður-Kóreu ekki í ræðu sinni en Pat Shanahan, starfandi varnarmálaráðherra, hélt einnig ræðu og sagði þau ríki vinna hörðum höndum að því að þróa eldflaugar sem erfiðara væri að sjá, fylgjast með og granda. Sem dæmi má nefna að Vladimir Pútín, forseti Rússlands, opinberaði nýverið eldflaugar sem hann segir ómögulegt að granda eftir að henni hafi verið skotið á loft. Ein þeirra getur flogið á um tuttuguföldum hljóðhraða og tekið skarpar beygjur til að leika á eldflaugavarnir. Kínverjar hafa einnig verið að vinna að þróun slíkra eldflauga.Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninumAP fréttaveitan segir að um sé að ræða áætlun sem gengur út á að koma skynjurum fyrir í geimnum svo hægt verði að finna eldflaugar um leið og þeim er skotið á loft. Einnig stendur til að kanna möguleikann á því að koma tólum fyrir á braut um jörðu sem grandað geta eldflaugum, þegar skynjararnir eru búnir að finna þær.Samkvæmt Defense One verður meðal annars skoðað hvort hægt verði að granda eldflaugum með leysigeislum úr geimnum.AP vísar í orð hershöfðingjans Robert Ashley, þegar hann ræddi við þingmenn í fyrra, en hann sagði að þróun hljóðfrárra eldflauga myndi gerbreyta hernaði á komandi árum. Mögulegt yrði að gera árásir á skotmörk með minni fyrirvara, yfir lengri vegalengdir og með stærri sprengjum en áður.
Bandaríkin Geimurinn Kína Norður-Kórea Rússland Tengdar fréttir Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum Yfirvöld Kína segjast hafa komið nýjum langdrægum eldflaugum fyrir í Kína sem geti grandað herskipum Bandaríkjanna í Suður-Kínahafi. 10. janúar 2019 09:15 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Sjá meira
Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum Yfirvöld Kína segjast hafa komið nýjum langdrægum eldflaugum fyrir í Kína sem geti grandað herskipum Bandaríkjanna í Suður-Kínahafi. 10. janúar 2019 09:15