Sony lætur R. Kelly gossa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. janúar 2019 20:58 Fyrirtækið vill hafa lágt um ákvörðunina og ætlar ekki að senda frá sér sérstaka yfirlýsingu vegna málsins. vísir/getty Útgáfufyrirtækið Sony hefur ákveðið að slíta viðskiptasambandi sínu við bandaríska R&B tónlistarmanninn R. Kelly en fjöldi kvenna hefur á síðustu árum stigið fram og sakað rapparann um gróf kynferðisbrot. Þetta herma heimildir Variety. Fyrirtækið vill hafa lágt um ákvörðunina og hyggst ekki senda frá sér formlega tilkynningu þess efnis. Ákvörðunin hefur legið fyrir um nokkurt skeið en fyrirtækið þurfti að fara að öllu með gát til að forðast lagalegar flækjur. Sony hefur fjarlægt nafn listamannsins af heimasíðu RCA Records en á heimasíðunni má sjá yfirlit yfir alla listamenn sem eru á samningi hjá fyrirtækinu. Síðast gaf R. Kelly út plötu sem var með jólaþema árið 2016 en síðan þá hefur hann gefið út nokkur lög sjálfur með leyfi Sony. Hart hefur verið sótt að Sony á síðustu árum fyrir að gefa út tónlist eftir rapparann þrátt fyrir frásagnir kvennanna og hefur þess verið krafist að fyrirtækið láti R. Kelly gossa. Heimildarmyndin Surviving R. Kelly vakti þá undrun og hneykslan en í henni saka nokkrar konur R. Kelly um gróft kynferðislegt ofbeldi. Margar þeirra sem stigið hafa fram segja rapparann hafa haldið sér í sértrúarsöfnuði gegn vilja sínum. Þær hafi þurft að stunda kynlíf með honum og kalla hann „Pabba“. Heimildarmyndin hefur orðið til þess að lögregluyfirvöld í Chicago og Atlanta hófu að rannsaka málið að nýju. MeToo Mál R. Kelly Sony Bandaríkin Tónlist Tengdar fréttir Húsleit hjá R. Kelly vegna meintra brota á byggingarreglugerð Yfirvöld í Chicago-borg í Bandaríkjunum réðust í húsleit í upptökuveri tónlistarmannsins R. Kelly í gær vegna meintra brota á byggingarreglugerð. Tónlistarmaðurinn stendur nú frammi fyrir fjölda rannsókna eftir að heimildarmynd um hann var sýnd í Bandaríkjunum. 17. janúar 2019 11:04 „Þetta skrímsli er faðir minn“ Joann Kelly, dóttir rapparans R. Kelly, tjáði sig í fyrsta skipti um ásakanirnar í garð föður síns í Instagram-sögu sinni í gær. 12. janúar 2019 11:27 „Öllum var sama því við vorum svartar stelpur“ Fjöldi kvenna hefur undanfarin misseri stigið fram og sakað bandaríska R&B-tónlistarmanninn R Kelly um kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi. 18. janúar 2019 11:45 Chance The Rapper biðst afsökunar á að hafa starfað með R. Kelly Rapparinn Chance The Rapper birti í dag afsökunarbeiðni til fórnarlamba rapparans R. Kelly. Chance The Rapper gaf út lagið Somewhere In Paradise með R. Kelly árið 2015. 6. janúar 2019 13:24 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Útgáfufyrirtækið Sony hefur ákveðið að slíta viðskiptasambandi sínu við bandaríska R&B tónlistarmanninn R. Kelly en fjöldi kvenna hefur á síðustu árum stigið fram og sakað rapparann um gróf kynferðisbrot. Þetta herma heimildir Variety. Fyrirtækið vill hafa lágt um ákvörðunina og hyggst ekki senda frá sér formlega tilkynningu þess efnis. Ákvörðunin hefur legið fyrir um nokkurt skeið en fyrirtækið þurfti að fara að öllu með gát til að forðast lagalegar flækjur. Sony hefur fjarlægt nafn listamannsins af heimasíðu RCA Records en á heimasíðunni má sjá yfirlit yfir alla listamenn sem eru á samningi hjá fyrirtækinu. Síðast gaf R. Kelly út plötu sem var með jólaþema árið 2016 en síðan þá hefur hann gefið út nokkur lög sjálfur með leyfi Sony. Hart hefur verið sótt að Sony á síðustu árum fyrir að gefa út tónlist eftir rapparann þrátt fyrir frásagnir kvennanna og hefur þess verið krafist að fyrirtækið láti R. Kelly gossa. Heimildarmyndin Surviving R. Kelly vakti þá undrun og hneykslan en í henni saka nokkrar konur R. Kelly um gróft kynferðislegt ofbeldi. Margar þeirra sem stigið hafa fram segja rapparann hafa haldið sér í sértrúarsöfnuði gegn vilja sínum. Þær hafi þurft að stunda kynlíf með honum og kalla hann „Pabba“. Heimildarmyndin hefur orðið til þess að lögregluyfirvöld í Chicago og Atlanta hófu að rannsaka málið að nýju.
MeToo Mál R. Kelly Sony Bandaríkin Tónlist Tengdar fréttir Húsleit hjá R. Kelly vegna meintra brota á byggingarreglugerð Yfirvöld í Chicago-borg í Bandaríkjunum réðust í húsleit í upptökuveri tónlistarmannsins R. Kelly í gær vegna meintra brota á byggingarreglugerð. Tónlistarmaðurinn stendur nú frammi fyrir fjölda rannsókna eftir að heimildarmynd um hann var sýnd í Bandaríkjunum. 17. janúar 2019 11:04 „Þetta skrímsli er faðir minn“ Joann Kelly, dóttir rapparans R. Kelly, tjáði sig í fyrsta skipti um ásakanirnar í garð föður síns í Instagram-sögu sinni í gær. 12. janúar 2019 11:27 „Öllum var sama því við vorum svartar stelpur“ Fjöldi kvenna hefur undanfarin misseri stigið fram og sakað bandaríska R&B-tónlistarmanninn R Kelly um kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi. 18. janúar 2019 11:45 Chance The Rapper biðst afsökunar á að hafa starfað með R. Kelly Rapparinn Chance The Rapper birti í dag afsökunarbeiðni til fórnarlamba rapparans R. Kelly. Chance The Rapper gaf út lagið Somewhere In Paradise með R. Kelly árið 2015. 6. janúar 2019 13:24 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Húsleit hjá R. Kelly vegna meintra brota á byggingarreglugerð Yfirvöld í Chicago-borg í Bandaríkjunum réðust í húsleit í upptökuveri tónlistarmannsins R. Kelly í gær vegna meintra brota á byggingarreglugerð. Tónlistarmaðurinn stendur nú frammi fyrir fjölda rannsókna eftir að heimildarmynd um hann var sýnd í Bandaríkjunum. 17. janúar 2019 11:04
„Þetta skrímsli er faðir minn“ Joann Kelly, dóttir rapparans R. Kelly, tjáði sig í fyrsta skipti um ásakanirnar í garð föður síns í Instagram-sögu sinni í gær. 12. janúar 2019 11:27
„Öllum var sama því við vorum svartar stelpur“ Fjöldi kvenna hefur undanfarin misseri stigið fram og sakað bandaríska R&B-tónlistarmanninn R Kelly um kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi. 18. janúar 2019 11:45
Chance The Rapper biðst afsökunar á að hafa starfað með R. Kelly Rapparinn Chance The Rapper birti í dag afsökunarbeiðni til fórnarlamba rapparans R. Kelly. Chance The Rapper gaf út lagið Somewhere In Paradise með R. Kelly árið 2015. 6. janúar 2019 13:24