Þriggja metra skítaskán Sif Sigmarsdóttir skrifar 19. janúar 2019 07:30 Vinkona mín hér í London vandi dóttur sína af bleiu ekki alls fyrir löngu. Nýverið eignaðist vinkonan son. Breytt heimsmynd fór fyrir brjóstið á þeirri stuttu. Hún var ekki lengur þungamiðja veraldarinnar heldur hafði móðir hennar nú öðrum hnöppum að hneppa – aðra rassa að skeina. Vinkona mín sat í sófanum og gaf syni sínum brjóst þegar dóttirin bar upp kröfu: „Mamma, komdu að leika við mig.“ „Ekki strax. Litli bróðir er að borða.“ Málamiðlun var óásættanleg. Sú stutta dró sig í keng, varð eldrauð í framan og með kreppta hnefa kúkaði hún í buxurnar. Margra vikna herferð var hafin. Í hvert sinn sem móðirin brást ekki við óskum stúlkunnar strax gerði sú yngri í brækurnar. Eitt sinn voru móðir og börn stödd úti á róló. Stelpan klifraði upp þriggja metra langa rennibraut á meðan mamman sat á bekk og gaf bróður hennar brjóst. „Mamma, komdu að renna með mér,“ hrópaði stelpan þar sem hún stóð efst í rennibrautinni. „Ekki strax.“ Það þurfti ekki að spyrja að því. Sú stutta dró sig í keng. Mamman vissi samstundis hvaða skilaboð biðu hennar í brókum dótturinnar. En dóttirin hafði fleira til málanna að leggja. Hún settist niður. Því næst þaut hún niður rennibrautina á rassinum. Eftir endilangri brautinni lá þriggja metra löng skán. Móðirin rauk upp. Skömmustuleg skreið hún eftir rennibrautinni og þurrkaði burt ummerki óánægju dóttur sinnar með blautþurrkum á meðan róló-gestir horfðu á. Dóttir vinkonu minnar er ekki sú eina hér í Bretlandi sem situr í skítnum.Corbyn með matvinnsluvél Brexit-raunir Breta náðu hámarki í vikunni. Útgöngusamningur Theresu May var kolfelldur í breska þinginu. Bretar eru í djúpum skít. Útganga Breta úr Evrópusambandinu er einn sjálfhverfasti gjörningur síðan Narkissos sá spegilmynd sína í vatnsfleti og varð svo ástfanginn að hann sat og glápti á sjálfan sig uns hann veslaðist upp og dó. Þetta hófst allt á því að veikgeðja leiðtogar Breska íhaldsflokksins lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu til að verja eigið fylgi gegn uppgangi and-Evrópuflokksins UKIP. Og enn snýst Brexit um Íhaldsflokkinn. Furðufugla-armur flokksins heimtar „hart Brexit“ og leiðir heila þjóð, blindur eftir áratuga langt hugmyndafræðilegt runk, fram af klettabrún sem hann lofar að endi í háttvísum Downton Abbey þætti. Ekki er stjórnarandstaðan minna upptekin af eigin spegilmynd. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, heldur að hann sé staddur í sögunni um Salómon konung sem tekur á móti tveimur konum er báðar segjast vera móðir sama barns. Þegar konungur, til að kanna móðurást kvennanna, leggur til að hann höggvi barnið í tvennt réttir Corbyn kóngi matvinnsluvél: „Gerðu það sem þú vilt við þetta barn svo lengi sem boðað verður til kosninga.“ Evrópusinnar allra flokka sparka loks vígreifir í spilaborgina hrópandi „rasistar, rasistar“, á barmi þess að tryggja að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar verði hunsuð. Í leiðinni renna þeir stoðum undir þá kenningu að allt það fólk sem sagðist hafa kosið Brexit vegna þess að því fannst það utangátta í samfélagi sem stýrt er af alls ráðandi elítu, sama hvernig kosningar fara, var kannski ekki haldið ofsóknaræði eftir allt saman.Veröld sem aldrei var Dóttir vinkonu minnar kúkaði í buxurnar í baráttu fyrir fortíð sem aldrei var og framtíð sem aldrei yrði; veröld þar sem sólin og móðir hennar snerust kringum hana eina. Það skipti ekki máli þótt allir sætu í skítnum – hún sjálf, móðir hennar, hinir krakkarnir á rólónum. Óþægindin voru ásættanleg fórn fyrir ástina á eigin spegilmynd. Stjórnmálamenn Bretlands eru eins og smábarn sem kúkar á sig. Þeir munu sitja með okkur hinum í skítnum. En þeir eru of uppteknir við að dást að eigin spegilmynd til að taka eftir því. Sú stutta er komin aftur í bleiu. Ef aðeins væri hægt að setja stjórnmálamenn í bleiu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Vinkona mín hér í London vandi dóttur sína af bleiu ekki alls fyrir löngu. Nýverið eignaðist vinkonan son. Breytt heimsmynd fór fyrir brjóstið á þeirri stuttu. Hún var ekki lengur þungamiðja veraldarinnar heldur hafði móðir hennar nú öðrum hnöppum að hneppa – aðra rassa að skeina. Vinkona mín sat í sófanum og gaf syni sínum brjóst þegar dóttirin bar upp kröfu: „Mamma, komdu að leika við mig.“ „Ekki strax. Litli bróðir er að borða.“ Málamiðlun var óásættanleg. Sú stutta dró sig í keng, varð eldrauð í framan og með kreppta hnefa kúkaði hún í buxurnar. Margra vikna herferð var hafin. Í hvert sinn sem móðirin brást ekki við óskum stúlkunnar strax gerði sú yngri í brækurnar. Eitt sinn voru móðir og börn stödd úti á róló. Stelpan klifraði upp þriggja metra langa rennibraut á meðan mamman sat á bekk og gaf bróður hennar brjóst. „Mamma, komdu að renna með mér,“ hrópaði stelpan þar sem hún stóð efst í rennibrautinni. „Ekki strax.“ Það þurfti ekki að spyrja að því. Sú stutta dró sig í keng. Mamman vissi samstundis hvaða skilaboð biðu hennar í brókum dótturinnar. En dóttirin hafði fleira til málanna að leggja. Hún settist niður. Því næst þaut hún niður rennibrautina á rassinum. Eftir endilangri brautinni lá þriggja metra löng skán. Móðirin rauk upp. Skömmustuleg skreið hún eftir rennibrautinni og þurrkaði burt ummerki óánægju dóttur sinnar með blautþurrkum á meðan róló-gestir horfðu á. Dóttir vinkonu minnar er ekki sú eina hér í Bretlandi sem situr í skítnum.Corbyn með matvinnsluvél Brexit-raunir Breta náðu hámarki í vikunni. Útgöngusamningur Theresu May var kolfelldur í breska þinginu. Bretar eru í djúpum skít. Útganga Breta úr Evrópusambandinu er einn sjálfhverfasti gjörningur síðan Narkissos sá spegilmynd sína í vatnsfleti og varð svo ástfanginn að hann sat og glápti á sjálfan sig uns hann veslaðist upp og dó. Þetta hófst allt á því að veikgeðja leiðtogar Breska íhaldsflokksins lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu til að verja eigið fylgi gegn uppgangi and-Evrópuflokksins UKIP. Og enn snýst Brexit um Íhaldsflokkinn. Furðufugla-armur flokksins heimtar „hart Brexit“ og leiðir heila þjóð, blindur eftir áratuga langt hugmyndafræðilegt runk, fram af klettabrún sem hann lofar að endi í háttvísum Downton Abbey þætti. Ekki er stjórnarandstaðan minna upptekin af eigin spegilmynd. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, heldur að hann sé staddur í sögunni um Salómon konung sem tekur á móti tveimur konum er báðar segjast vera móðir sama barns. Þegar konungur, til að kanna móðurást kvennanna, leggur til að hann höggvi barnið í tvennt réttir Corbyn kóngi matvinnsluvél: „Gerðu það sem þú vilt við þetta barn svo lengi sem boðað verður til kosninga.“ Evrópusinnar allra flokka sparka loks vígreifir í spilaborgina hrópandi „rasistar, rasistar“, á barmi þess að tryggja að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar verði hunsuð. Í leiðinni renna þeir stoðum undir þá kenningu að allt það fólk sem sagðist hafa kosið Brexit vegna þess að því fannst það utangátta í samfélagi sem stýrt er af alls ráðandi elítu, sama hvernig kosningar fara, var kannski ekki haldið ofsóknaræði eftir allt saman.Veröld sem aldrei var Dóttir vinkonu minnar kúkaði í buxurnar í baráttu fyrir fortíð sem aldrei var og framtíð sem aldrei yrði; veröld þar sem sólin og móðir hennar snerust kringum hana eina. Það skipti ekki máli þótt allir sætu í skítnum – hún sjálf, móðir hennar, hinir krakkarnir á rólónum. Óþægindin voru ásættanleg fórn fyrir ástina á eigin spegilmynd. Stjórnmálamenn Bretlands eru eins og smábarn sem kúkar á sig. Þeir munu sitja með okkur hinum í skítnum. En þeir eru of uppteknir við að dást að eigin spegilmynd til að taka eftir því. Sú stutta er komin aftur í bleiu. Ef aðeins væri hægt að setja stjórnmálamenn í bleiu.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar